SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Síða 13
15. apríl 2012 13
Straumhvörf urðu í lífi Barbi-tvíburanna, Shane og Sia, árið1989 þegar flennistór auglýs-ingamynd af þeim var sett upp á
Sunset Boulevard í Los Angeles. Þessi geð-
þekku fljóð höfðu setið fyrir í tvo áratugi,
frá sjö ára aldri, en nú voru þau skyndilega
á allra vörum. Er þetta sama konan eða
eru þær tvær? spurði fólk og klóraði sér í
höfðinu. Engin leið var að greina þessar
föngulegu stúlkur í sundur.
Ferillinn fór á flug, Chanel, Mugler,
Gaultier og Galliano settust um þær og
Hugh gamli Hefner beið ekki boðanna eft-
ir að hafa ekið framhjá skiltinu, dró syst-
urnar á Evuklæðunum inn á síður hins
víðlesna tímarits síns Sprelligosa (e.
Playboy). Septemberheftið 1991, þar
sem Barbi-tvíburarnir breiddu úr
sér, sló öll fyrri sölumet, upplagið
seldist upp á innan við tveimur
vikum.
Systurnar lauguðu sig í
kampavíni og kavíar. Hvergi
gat fólk kom saman í borg
englanna án þess að þær væru á
svæðinu. Fyrirsætuverkefnin
komu á færibandi, svo sem hjá
Cosmopolitan og Redbook,
og gerðir voru um þær
sjónvarpsþættir. Allir
vildu vita allt um Barbi-
tvíburana. Viðtölin voru
ófá og eftir sum þeirra
voru systurnar enn dul-
arfyllri en áður, eins og
þegar Shane setti New
York Post stólinn fyrir
dyrnar: „Þið megið spyrja
okkur um skálastærð og
uppáhaldsstellinguna
en verið svo vinsamleg
að bera ekki upp nein-
ar persónulegar
spurningar.“ Stuff
Magazine valdi systurnar kyntákn ársins
1993 og fetuðu þær þar með í fótspor ekki
minni kvenna en Marilyn Monroe, Farrah
Fawcett, Madonnu og Sharon Stone, sem
rétti þeim raunar keflið.
Hermt er að Vilhjálmur Bretaprins, sem
þá var barn að aldri, hafi verið bálskotinn í
systrunum á þessum tíma og hafði dag-
blaðið The Sun milligöngu um að koma
áritaðri veggmynd til hans frá þeim. Eitt-
hvað virðist smekkur hans hátignar hafa
breyst með tímanum!
Vinsældirnar voru miklar og dæmi eru
um að legið hafi við uppþoti þegar æst al-
þýðan kom auga á systurnar í myndatök-
um á opinberum vettvangi.
Systurnar sátu fyrir á sér-
stökum dagatölum árlega
frá 1993 til
2007.
Eins og með annað fólk í þeirra
stöðu voru systurnar ekki óum-
deildar. Ýktar línurnar féllu ekki
alls staðar í kramið. Sumum
þótti þær „of kynþokkafullar“
og öðrum „of gervilegar“.
Umtalið fór ekki vel í tví-
burana og munu þeir hafa
þjáðst af óöryggi um tíma.
Óöryggið og eftirvænting-
arnar leiddu til átröskunar
og um tíma á tíunda ára-
tugnum voru Barbi-
systur býsna veikar. Þær
rifu sig þó upp með hjálp
Guðs og góðra manna og
hafa meðal annars ritað bók um
reynslu sína og sinnt ráðgjöf um
næringu og heilbrigði undir
kjörorðinu „borðum til að lifa
en lifum ekki til að borða“.
Shane og Sia Barbi fæddust 2. apríl 1963
og eru því orðnar 49 ára. Foreldrar þeirra
skildu þegar systurnar voru tveggja ára og
ólust þær upp hjá móður sinni, Mörshu
Barbi, sem í eina tíð var kjörin ungfrú
Ohio. Eftir misheppnað hjónabandið
hneigðist Marsha til kvenna og bjó um
tíma með söngkonunni Dusty Springfield
sem söng systurnar í svefn á hverju
kvöldi.
Shane gekk að eiga leikarann og hjarta-
knúsarann Ken Wahl árið 1997 en Sia hef-
ur aldrei gifst.
Barbi-systur eru að mestu hættar að
sitja fyrir en helga tíma sinn nú að mestu
baráttunni fyrir heilsusamlegu lífi og rétt-
indum málleysingja. Á umliðnum árum
hafa þær ferðast vítt og breitt um Banda-
ríkin til að hlúa að dýrum í neyð, svo sem
eftir fellibylji og aðrar náttúruhamfarir.
orri@mbl.is
Hvað varð um ...
Barbi-systur?
Barbi-systur á hátindi
frægðar sinnar. Þær
voru gríðarlega eft-
irsóttar fyrirsætur.
Systurnar hafa engu
gleymt. Nú berjast
þær fyrir réttindum
málleysingja.
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16
• Ávarp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Ávarp: Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi
og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands
UPPFÆRUM STRAX
• Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku
• Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis
• Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical
• Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands
Netagerð og spjall
• Vetur kvaddur og sumri fagnað. Létt uppfærð nútímatónlist.
SKRÁNING Á WWW.SA.IS WWW.UPPFAERUMISLAND.IS
Sjöfn Sigurgísladóttir Edda Lilja Sveinsdóttir Kjartan Ragnarsson
Vilmundur Jósefsson Christoffer TaxellAri Edwald
Marín Magnúsdóttir
UPPFÆRUM
ÍSLAND
AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2012 MIÐVIKUDAGINN 18. APRÍL
Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA.
Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.