SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Side 16

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Side 16
16 15. apríl 2012 og setja magnesíum á bakið,“ segir Erla. Þær eiga hver sína uppáhaldsgrein, sem þær eru bestar í. „Og af því að við erum þrjár saman notar þjálfarinn okkur til að koma af stað smá innbyrðis sam- keppni,“ segir Borghildur en þær játa það allar að vera með keppnisskap. Stuðningurinn sem þær sýna hver ann- arri er ekki síður mikilvægur. „Ég hlakka til í hvert einasta skipti að fara á æfingu. Það er svo gaman hjá okkur,“ segir Hildur. „Þetta er líka mikill stuðningur eins og fyrir mót þegar við erum að koma okkur niður í þyngd, þá getur þetta verið erf- itt,“ segir Erla. Þær reyna hins vegar að takmarka sveiflurnar. „Það þarf að vera mikið jafnvægi á þessu. Þetta er lífsstíll,“ segir Hildur en þær huga að sjálfsögðu að mataræðinu. Þarf ekki að borða á sig styrk „Sumir borða á sig styrk. Mataræðið skiptir máli en þú færð ekki styrkinn endilega í gegnum matinn,“ segir Erla. „Ég var svo upptekin af því fyrst að ég fengi svo stór læri af þessu, myndi stækka og stækka. En með réttu mat- aræði gerist það ekki,“ segir Hildur en þær hafa allar grennst eftir að þær byrj- uðu í kraftlyftingum. „Við sneiðum hjá brauði. Við borðum mikið af grænmeti og ávöxtum og sem minnst elduðum og unnum mat,“ segir Borghildur, sem sjálf sneiðir hjá mjólk- urvörum en segir það „persónulegt val“. „Maður fær sér ekki tvisvar á diskinn og passar sig að borða reglulega,“ segir hún en þær borða allar fimm til sex sinnum á dag. „Maður passar sig að vera til dæmis með soðið egg í töskunni,“ segir Hildur. „Ein millimáltíð gæti líka verið banani og teskeið af hentusmjöri,“ segir Erla en allar aðhyllast þær svokallað „hellisbúa- mataræði“ sem byggist á því að hafa matinn sem ferskastan og minnst unn- inn. „Maður fær sér stöku sinnum pítsu, ég er ekki heilög. Og ég elska franskar! En maður gerir þetta í allt öðrum hlut- föllum en áður,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að fara á erfiða æfingu og vera bara búin að borða eitthvert drasl. Líkaminn fer að kalla á þennan holla mat,“ útskýrir Erla og allar eru þær sammála um að þetta sé engin kvöl og pína heldur myndist þarna ákveðið jafn- vægi. Heilsuefling á heimilinu Þið eru allar fjölskyldukonur. Hefur heilsuefling ykkar haft áhrif inn á heim- ilið? „Ég held það sé alveg óhætt að segja það að maður innleiðir hollara mataræði á heimilið,“ segir Borghildur og allar eru þær sammála um að þetta hafi jákvæð áhrif á aðra í kringum þær. „Pasta með rjómasósu er bara ekki lengur í boði sem kvöldmatur. Fyrst fékk ég kvartanir en núna dettur engum í hug að setja út á þetta,“ segir Borghild- ur. Þær eiga það til að byrja setningar á „Ingimundur segir“ og greinilegt er að þjálfarinn er í miklum metum hjá þeim og þær eru þakklátar honum fyrir að hafa komið þeim í kraftlyftingar. „Þegar hann benti mér á gott byrj- endamót til að keppa í svaraði ég: Aldrei í lífinu! Maður þarf líka að keppa í stutt- um galla,“ segir Borghildur og útskýrir nánar. „Svo fór ég bara út úr þæg- indarammanum og fór að gera þetta, þá leiddi eitt af öðru. Núna get ég ekki hugsað mér þetta öðruvísi. Ég fer á æf- ingar með markmið.“ Hildur tekur upp þráðinn. „Svo ertu alltaf að keppa við sjálfa þig. Við erum með keppnisskap allar þrjár en maður er fyrst og fremst að reyna að bæta eigin þyngdir.“ „Síðan er það bara bónus að við erum búnar að komast í gott form og höfum grennst,“ segir Erla. Hildur útskýrir að hún hafi verið spé- hrædd frá því að hún var barn. „Þú ættir að sjá gallana sem við keppum í! Þetta er eins langt fyrir utan þægindarammann og hugsast getur,“ segir hún og hlær. Borghildur er ekki aðeins komin með hollara mataræði á heimilið heldur hefur kraftlyftingaáhuginn smitast í fleiri fjöl- skyldumeðlimi. „Elsta dóttir mín er komin með áhuga á þessu og keppti með okkur á Íslandsmeistaramótinu. Hún er gott efni,“ segir hún en dóttirin heitir Arnhildur Anna og er 19 ára. Ekki ræktin heldur æfing Þær eru ánægðar með sína íþrótt og líka með að það að hægt sé að stunda kraft- lyftingar frameftir öllum aldri. Ferlinum lýkur ekki á fyrirséðum aldri eins og í svo mörgum íþróttagreinum. Borghildur æfði handbolta til tvítugs en bæði Hildur og Erla stunduðu fim- leika árum saman á yngri árum.„Þegar ég hætti myndaðist svo stórt gat. Ég var alltaf að leita að einhverju til að koma í stað fimleikanna og hef prófað margt. Mér finnst ég fyrst núna á fertugsaldri vera að fylla þetta gat,“ segir Hildur. „Við erum í íþrótt. Við erum að fara á æfingu, ekki í ræktina,“ útskýrir Borg- hildur. „Og það geta allir spreytt sig á þessu, þetta er ekki bara íþrótt fyrir köggla,“ segir Hildur. Þær segja kraftlyftingamót hina bestu skemmtun fyrir áhorfendur og vilja endilega fá sem flesta til að mæta og horfa. Þær eiga gott stuðningslið og segja muna um það. Þær hafa metnað fyrir hönd deild- arinnar. „Við stefnum að því að fá stiga- bikarinn í lok árs.“ Og einhvern veginn hefur maður trú á því að þeim takist það. Kraftlyftingakonurnar þrjár ásamt þjálfara sínum, Ingimundi Björgvinssyni kraftlyftingamanni. Erla Kristín Árnadóttir Aldur: 35 ára Fjölskylduhagir: Gift og á tvö börn, tólf ára stelpu og sex ára strák Starf: Lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun rík- isins Þyngdarflokkur: -63 kg Byrjaði að æfa kraftlyft- ingar: Vorið 2010 Uppáhaldsgrein: Bekk- pressa Tekur í bekkpressu: 80 kg (æfing, ekki mót) Réttstöðulyftu: 140 kg (æfing) Hnébeygju: 115 kg

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.