SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Page 34

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Page 34
34 15. apríl 2012 Einstaklingar eru eins ólíkir ogþeir eru margir en það er ekkiósennileg ályktun að fólk meðsvipuð áhugamál leiti inn á svipaðar eða sömu brautir í lífinu. Margar starfsstéttir deila meiru en bara sama atvinnuheitinu og eru dæmi um að svipuð áhugamál fari um alla stétt- ina líkt og eldur um sinu. Nú er þetta ekki algilt lögmál en áhugavert engu að síður að kanna. Sem dæmi má nefna lögfræðinga sem keppa ekki bara sín á milli í dómssalnum heldur eru margir afreksmenn í íþróttum og keppa þá gjarnan í fótbolta, handbolta eða jafn- vel skák, svo eitthvað sé nefnt. Öllu áhugaverðari eru þó læknar. Þeir lækna ekki bara kvilla okkar með tækjum og tólum læknisfræðinnar heldur hafa þeir gefið okkur mikið af góðri tónlist sem oft á tíðum er besta meðalið þegar eitthvað bjátar á. Áhugi lækna á tónlist er ekki bara ögn meiri en annarra heldur má vel fullyrða að læknastéttin sé tónlist- arsinnaðri en aðrar háskólastéttir sem ekki eru sérstaklega menntaðar í tón- list. Sá fjöldi lækna sem stundar tónlist að einhverju leyti eða hefur gefið út eigin plötur er ótrúlegur og vel þess virði að skyggnast inn í tónlistarheim læknanna. Faðir og sonur syngja og lækna Feðgarnir Haukur Heiðar Ingólfsson og Haukur Heiðar Hauksson eru báðir læknar og báðir hafa þeir gefið út tón- list og eru þekktir hvor á sínu sviði í tónlistinni. Haukur Heiðar eldri, heim- ilislæknir og píanóleikari, hefur í fjölda ára yljað landsmönnum um hjartaræt- ur með tónlist sinni en hann spilaði lengi með Ómari Ragnarsyni og hefur gefið út létthlustunarplötur eins og Með suðrænum blæ, Suðrænar perlur, Á ljúfum nótum, Mánaskin og Glitra gullin ský. Sjálfur segir Haukur að hann hafi byrjað í tónlistinni áður en hann hóf nám í læknisfræði. „Tónlistin kom á undan læknisfræðinni og ég byrjaði ungur að spila danstónlist á Akureyri. Þegar ég fór að hafa áhuga á lækn- isfræðinni ætlaði ég að hætta að spila en þá varð Ómar Ragnarsson á vegi mínum og ég hef allar götur síðan skipt tíma mínum milli tónlistarinnar og læknisfræðinnar.“ Sonur Hauks Heiðars eldri er Haukur Heiðar Hauks- son söngvari hljómsveitarinnar Diktu en hana þekkja flestir landsmenn enda ein besta og vinsælasta hljómsveit landsins. Eins og pabbi hans fór Hauk- ur í læknisfræði en sagði ekki skilið við tónlistina heldur notaði hana til að hjálpa sér í gegnum námið sem er bæði mikið og þungt. „Þegar ég tók mér pásu frá lærdómnum þá var ég að semja og spila og notaði þannig tón- listina til að komast í gegnum námið. Síðan eru margir sem voru með mér í árgangi í læknisfræðinni sem hafa æft og spilað á hljóðfæri þó ég sé ekki viss um hvort þeir eru allir að spila í dag,“ segir Haukur Heiðar Hauksson. Þá bendir hann á að tónlistin sé góð leið til að kúpla sér aðeins frá eftir erfiðan dag í vinunni. Sinna hjörtum annarra í vinunni og sínum eigin með tónlistinni. Hjartalæknarnir Helgi Júlíus Óskarsson og Ragnar Danielsen hafa báðir unnið við tónlist og báðir gefið út plötur með eigin efni. Sun for a lifetime var fyrsta plata Helga en hann helgar tónlistinni sífellt meiri tíma og gaf nýlega út plöt- una Haustlauf. Helgi er einn af þessum tónlistarmönnum sem spila eftir eyr- anu og segist hann sjálfur hvorki lesa né skrifa nótur í nokkrum mæli heldur sé tónlistin einfaldlega spiluð eftir eyr- anu. Fyrsta plata Ragnars Danielsen eða Ragga Dan eins og hann kallar sig í tónlistinni er Hughrif en Morgunblaðið er nýlega búið að fjalla um plötuna hans sem er feikilega góð og inniheld- ur instrumental lög í rólegri kantinum. Ragnar er að auki einn af upphafs- mönnum Stuðmanna en hann stofnaði hljómsveitina á menntaskólaárum sín- um í MH með Jakobi Frímanni, Gylfa Kristinssyni og Valgeiri Guðjónssyni. Listin í lækningunni Á bakvið hvíta læknasloppinn er ekki bara að finna hafsjó fróðleiks um mannslíkamann, lyf og sjúkdóma. Fjöldi íslenskra lækna syngur, semur og spilar tónlist í frístundum sínum. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Heimilislæknirinn Haukur Heiðar Ingólfsson var um það bil sjö ára þegar hann fór að fikta við gamalt stofuorgel sem móðir hans átti og hefur verið viðloðinn tónlistina síðan. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Helgi Júlíus hjartalæknir og tónlistarmaður hefur gefið út nokkrar plötur undanfarið en síð- asta plata hans kom út rétt fyrir jól og heitir Haustlauf. Morgunblaðið/Golli Haukur Heiðar Hauksson söngvari hljómsveitarinnar Diktu þarf vart að kynna enda einn- vinsælasti og besti söngvari landsins en hann sinnir tónlist og læknastarfi líkt og faðir sinn. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.