SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 37
15. apríl 2012 37
mann sinn kalla til sín. Hún stóð upp í bátn-
um og hrópaði að þau væru að koma til hans
en sussað var á hana og engin tilraun var
gerð til að snúa við. Um borð í Carpathia grét
hin nítján ára gamla ekkja stöðugt. Fjórum
mánuðum síðar fæddi hún son, John Jacob
Astor VI. Fæðingin þótti stórfrétt og fjöl-
miðlar fylgdust með hverju fótmáli ungu
ekkjunnar.
Árið 1916 ákvað Madeleine að giftast æsku-
vini sínum William Karl Dick. Í erfðaskrá
Astors var tekið fram að eiginkona hans yrði
að afsala sér arfinum giftist hún aftur. Öllum
var ljóst að Astor hafði örugglega ekki gert
ráð fyrir að kona hans yrði ekkja svo ung, en
ómögulegt var að breyta erfðaskránni.
Madeleine var þó ekki á flæðiskeri stödd því
nýi eiginmaðurinn var afar vel efnaður þótt
ekki væri hægt að bera auð hans saman við
auðæfi Astor-fjölskyldunnar. Hið nýja
hjónaband var fréttaefni og almenningur
dáðist að Madeleine og leit svo á að hún hefði
tekið ástina fram yfir fjármuni. Madeleine
eignaðist tvo syni með eiginmanni sínum og
hamingja ríkti í hjónabandinu í byrjun, en
svo fór Madeleine að leiðast.
Árið 1932 fór Madeleine í siglingu þar sem
hún kynntist ítalska hnefaleikarnum Enzo
Fiermonte. Hún var 39 ára, hann 24 ára.
Hann var kvæntur og átti son en það skipti
hana engu máli. Þau giftust árið 1933 en eftir
hálft ár fór hjónabandið að gliðna. Hann
heimtaði peninga af henni og byrjaði að mis-
þyrma henni, oft svo illa að hún varð rúm-
liggjandi. Eftir skilnað þeirra skrifaði hann
um hjónaband þeirra í tímaritið True Story
Magazine, það var niðurlæging sem Made-
leine átti erfitt með að þola. Hún varð æ háð-
ari róandi lyfjum og lést árið 1940, 47 ára
gömul. Opinber dánarorsök var sögð vera
hjartaáfall en ættingja grunaði að hún hefði,
viljandi eða óviljandi, tekið inn of stóran
skammt af svefntöflum.
Sonur hennar og Johns Jakobs Astors hafði
lítið að gera við líf sitt annað en að eyða pen-
ingum. Það er lýsandi fyrir lífsstíl hans að
hann gekk með fjögur úr og átti tíu glæsibíla.
Hann giftist þrisvar sinnum og dó árið 1992.
Dóttir hans sagði að minningin um Tit-
anic hefði haft áhrif á allt líf hans og
bætti við: „Af hverju getur fólk ekki bara
gleymt Titanic?“
Mútur eða ekki mútur
Helen Dickinson var um borð í Titanic
ásamt eiginmanni sínum Dick, en þau
höfðu gift sig hálfu ári áður. Hjónin
komust bæði í björgunarbát ásamt fleiri
farþegum sem voru óttaslegnir. Helen
reyndi að létta andrúmsloftið með því að
segja þeim sanna sögu af heimsókn sinni
til spákonu í Egyptalandi. Hún hafði spáð
því að Helen myndi lifa af sjóslys og jarð-
skjálfta en myndi síðan deyja í bílslysi.
Helen sagði við farþegana að auðvitað
myndi hún lifa af svo hinir spádómarnir
tveir gætu ræst. Eftir björgun fluttu
hjónin til Kaliforníu og þar varð jarð-
skjálfti árið 1913. Nokkrum mánuðum
síðar lenti Helen í bílslysi og slasaðist al-
varlega, þar á meðal á höfði, og um tíma
var hún í lífshættu. Til að vernda heilann
fundu læknar upp á þeirri nýjung að festa
silfurplötu á höfuð hennar. Eftir það bar
Helen hárkollu. Hún hugsaði stundum til
spádóms spákonunnar og hrósaði happi
yfir að vera á lífi. En bílslysið hafði sínar
afleiðingar, hegðun hennar varð með
tímanum æ einkennilegri og hjónabandið
leið fyrir það. Hjónin skildu árið 1916 og
skömmu síðar missti Helen jafnvægið
þegar fótur hennar flæktist í teppi. Hún
rak höfuðið harkalega í harðan flöt og
fékk heilablóðfall. Hún dó fimm dögum
síðar, 23 ára gömul.
Sir Cosmo Duff Gordon og lafði Duff
Gordon tilheyrðu háaðlinum í London.
Þau komust í borð um björgunarbát
ásamt þremur öðrum farþegum og sjö
áhafnarmeðlimum en báturinn hefði get-
að rúmað fjörutíu farþega í viðbót. Alla
ævi lágu hjónin undir ásökunum um að
hafa mútað áhafnarmeðlimum til að sigla
í átt frá fólki í sjónum. Hjónin sögðu aðra
sögu. Þeirra frásögn var sú að áhafn-
armeðlimir hefðu í bátnum harmað það
að hafa misst allar eigur sínar í slysinu.
Duff Gordon sagðist myndu bæta þeim
skaðann og gefa þeim hverjum um sig
fimm pund ef þeim yrði bjargað. Á Car-
pathia stóð hann við loforð sitt. Al-
mannarómur neitaði að trúa því að þar
hefði verið um góðverk að ræða og sögu-
sagnir um mútur voru stöðugar. Hjónin
misstu mannorðið og Duff Gordon varð
aldrei samur maður. Eiginkona hans var
meiri harðhaus og lét ekki á sig fá þótt
hvíslað væri í hvert sinn sem hún birtist:
„Þarna er konan sem reri burt frá deyj-
andi fólki.“
Lafði Duff Gordon var sérstök kona,
ákaflega hégómleg og krafðist stöðugrar
athygli. Hún byggði upp mikið veldi í
fatahönnun. Hún trúði því að hún hefði í
fyrra lífi verið kjólameistari Marie
Antoinette. Þegar hún var eitt sinn á ferð
í Versölum stansaði hún fyrir framan
mynd af Marie Antoinette, benti á kjól-
inn sem drottningin klæddist og sagði
við félaga sinn að hún myndi vel eftir
deginum þegar hún hefði lokið við kjól-
inn og að það hefði legið einstaklega vel á
drottningunni þann dag.
Árið 1923 var lafðin lýst gjaldþrota.
Árið 1931 lést eiginmaður hennar, en þau
höfðu ekki búið saman í mörg ár, og sjálf
lést hún árið 1935 af völdum krabba-
meins.
Guð veri með þér
Um borð í Titanic var Renee Harris ásamt
eiginmanni sínum, frægum Broadway-
framleiðanda, Henry Harris. Þau höfðu
verið tíu ár í hamingjuríku hjónabandi
og Harris tók enga mikilvæga ákvörðun
án þess að ræða við eiginkonu sína. Eftir
að Titanic rakst á ísjakann fór Renee upp
á þilfar með eiginmanni sínum. Þar
reyndi Renee að fá Idu Strauss, eig-
inkonu auðkýfingsins Isidors Strauss,
meðeiganda Macy-verslunarkeðjunnar,
til að fara í björgunarbát, en Ida neitaði
að yfirgefa eiginmann sinn. Isidor sagði
við Renee: „Við Ida höfum verið saman
svo lengi og þegar okkur tími kemur þá
förum við saman. Þú ert ung og átt allt lífið
framundan. Farðu og megi Guð vera með
þér.“ Smith skipstjóri gekk skömmu síðar
að Renee og sagði: „Af hverju ertu ekki far-
in í björgunarbát“ og benti á bát sem verið
var að manna. Eiginmaður Renee tók hana í
fangið og kastaði henni til skipverja sem
setti hana í björgunarbátinn sem var síðasti
báturinn sem fór frá Titanic. Þá var klukk-
an 2.05, 1.500 manns voru enn um borð og
skipið sökk 15 mínútum síðar.
Renee sagði seinna að þegar til New York
var komið hefði hún í tvo mánuði verið
eins og svefngengill og ekkert vitað hvað
hún gerði eða hvað væri að gerast í kring-
um hana. Dag nokkurn, þegar hún var hjá
lækni sínum, brast hún svo í ofsafenginn
grát. Það var í fyrsta sinn frá slysinu sem
hún grét. Hún þjáðist stöðugt vegna þess að
hafa yfirgefið mann sinn og hugsaði um orð
Isidors Strauss: „Guð veri með þér.“ Hún
brá á það ráð að skrifa grein í tímarit og
spyrja lesendur hvort hún hefði átt að vera
eftir og deyja með manni sínum eða fara í
björgunarbát. Yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem svöruðu grein hennar sagði
hana hafa tekið rétta ákvörðun.
Eftir lát manns síns giftist hún þrisvar.
Sjálf sagði hún seinna: „Ég átti tíu dásam-
leg, hamingjurík og ógleymanleg ár með
fyrsta eiginmanni mínum. Ég hef gifst fjór-
um sinnun en hef í rauninni bara átt einn
eiginmann.“
Renee varð fyrsta konan í Bandaríkj-
unum sem starfaði sem framleiðandi á
Broadway. Hún lifði ríkmannlega og langt
um efni fram. Í kjölfar kreppunnar miklu
neyddist hún til að selja leikhús sitt og bjó
síðustu árin í lítilli íbúð. Hún lést árið 1969,
93 ára. Á efri árum stöðvaði hóteldyravörð-
ur hana og sagðist hafa séð mynd af henni í
blöðunum. Hann bætti því við að hann
hefði ekki vitað að hún hefði verið um borð
í Titanic. Kona sem stóð þar hjá spurði:
„Varstu í alvöru um borð í Titanic?“ Renee
játti því. „Og bjargaðist þú?“ spurði konan.
„Nei,“ sagði Renee og gekk burt.
John Thayer var 17 ára þegar hann
komst lífs af og ólíklegur til að
fremja sjálfsmorð.
Renee Harris hóf nýtt líf og tók við
af eiginmanni sínum sem framleið-
andi á Broadway.
Lafði Duff Gordon var sökuð um að
hafa ásamt eiginmanni sínum mútað
áhöfn til að róa burt frá deyjandi fólki.
Titanic-harmleikurinn breytti Bruce
Ismay í lifandi lík. Honum var ekki fyr-
irgefið að hafa farið í björgunarbát.