SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 43
15. apríl 2012 43 hendur. Fyrstu árin bjó hann og starfaði á Akureyri þar sem hann stofnaði og stjórnaði kórum en árið 1940 fór hann til höfuðborgarinnar. Þar sinnti hann í fyrstu ýmsum störfum og kenndi tónlist í einkatímum. Hann stofnaði kóra eins og Söngfélagið Hörpu og Útvarpskórinn svo einhverjir séu nefndir. Verkefnin uxu hröðum skrefum. Hann starfaði með ný- stofnaðri Sinfóníuhljómsveit Íslands en áhuginn leitaði víðar. Róbert náði strax afburða færni og þekkingu á íslensku tungumáli bæði í ræðu og riti. Hann sökkti sér ofan í mið- aldahandrit og -fræði. Rannsakaði tíða- söng Þorláks helga Þórhallssonar á Hól- um og varði doktorsritgerð sína um Þorlákstíðir við Háskóla Íslans árið 1959. Hann skrifaði greinar um norræna mið- aldakirkjutónlist í hið merka yfirlitsrit Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder sem er grundvallarrit í hvers konar norrænum miðaldafræðum og flutti fyrirlestra í útvarp og við erlenda háskóla. Eiginkona Róberts, Guðríður Magn- úsdóttir (1918-1990), var stoð hans og stytta alla tíð. Söngsveitin Fílharmónía Sama ár og Róbert varði doktorsverk sitt stofnaði hópur áhugafólks félagið Fíl- harmóníu sem einsetti sér að stofna kór til þess að flytja stór kórverk með hljóm- sveit. Þá var Sinfóníuhljómsveit Íslands nærri tíu ára en Róbert stjórnaði fyrstu tónleikum hennar í mars 1950. Stofn- félagar Fílharmóníu, samherjar og vinir Róberts, fengu honum stjórnun kórsins, sem fékk heitið Söngsveitin Fílharmónía. Með Söngsveitinni vann Róbert braut- ryðjandastarf í flutningi stórra sígildra kórtónverka meðan hann lifði. Róbert féll skyndilega frá tæpra 63 ára gamall. Söng- sveitin Fílharmónía frumflutti hér á landi undir hans stjórn með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands Carmina Burana, Þýska sálumessu Brahms, Messías eftir Händel, Sálumessur Mozarts og Verdis, Missa Sol- emnis eftir Beethoven að ógleymdri Ní- undu sinfóníu Beethovens auk fleiri stór- verka eins og Te deum Dvoráks. Aldarminning Á aðalfundi Söngsveitarinnar Fílharm- óníu fyrir tveimur árum var samþykkt tillaga Jóns Ragnars Höskuldssonar, sem þekkti og söng undir stjórn Róberts Abrahams Ottóssonar, að kórinn heiðraði aldarminningu Róberts árið 2012. Ákveðið var að tileinka minningu hans tónleika árið 2012 þar sem hans yrði minnst, samið yrði tónverk til flutnings þar og að jafnframt yrðu fluttar radd- setningar hans á sálmalögum og þjóð- lögum. Efnt var til samstarfs við Tónlistarsafn Íslands þar sem unnið er að gerð heima- síðu um Róbert og störf hans. Safnað verður til þeirrar síðu blaðagreinum, við- tölum, myndefni, upptökum eftir föng- um og umfjöllun um tónleika sem hann stjórnaði. Heimasíðan verður þekkingar- brunnur fyrir þá sem vilja fræðast um manninn, störf hans, þýðingu og mik- ilvægi í íslensku tónlistarlífi á 20. öld. Þá var ákveðið að Söngsveitin legði sitt af mörkum til þess að draga fram myndir og minningabrot fólks sem var í „kórnum hans Róberts“ eins og söngsveitin var oft nefnd. Fyrrverandi kórfélagar, lærisvein- ar og vinir Róberts hafa lagt málinu lið og skrifað niður minningabrot og stutta pistla um kórstjórann, mannvininn, listamanninn og eldhugann Róbert Abra- ham Ottósson, sem mönnum er tamast að kalla dr. Róbert. Kórstjórinn Róbert Abraham Ottósson Viðtöl við kórfélaga sem þekktu Róbert sýna virðingu og þakklæti þeirra í hans garð og fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þeim undraheimi tónlistarinnar sem hann leiddi fólkið sitt í. Minning- arnar eru ljóslifandi og viðmælendur hafa haft yndi af því að miðla til okkar sem yngri erum upplýsingum um merkan frumkvöðul og eldhuga sem ekkert lét aftra sér við að koma til leiðar háleitum markmiðum um að efla tónlistarlíf á Ís- landi. Margir minnast inntökuprófsins þar sem huglitlum söngvara var sýnd virðing og uppörvun. Það var á brattann að sækja til að ná í mark. Almennri tón- listarkunnáttu var áfátt um þetta leyti. Róbert lagði áherslu á að fólkið nyti leið- sagnar söngkennara og margir minnast söngtíma sem þeir sóttu hjá Göggu Lund, Maríu Markan, Snæbjörgu Snæbjarnar og fleirum. Félagið Fílharmónía hafði yfir einhverjum aurum að ráða, sem notaðir voru til þess að greiða söngkennurum fyrir raddþjálfun. Hindranir á veginum voru marg- víslegar. Kórfélagar áttu nokkuð erfitt með að halda takti og þekkt er barátta Róberts við að fá fólk til þess að halda tempói, að ekki sé talað um glímuna við fá kórinn til að standa á fætur samtímis í upphafi kafla og í miðjum verkum. Til að ná sínu fram beitti hann kænsku, kröfu- hörku, réttvísi og manngæsku. Hann var vandvirkur og einn viðmælenda okkar segir hann hafa haft mikla hæfileika til þess að ná árangri með leikmenn og at- vinnufólk í liðinu. Hann æfði gaumgæf- lega strembnustu staðina fyrst og festi þá í sessi. Það var ekki áhlaupaverk að fá lít- ið æft fólk til að tileinka sér snerpu og hraða í löngum pólifónískum fúgum. Hann lagði áherslu að rétt væri farið með texta og tón. „Tónninn er sem þráð- ur og hann myndast í honum miðjum, hvorki í neðri né efri hliðum hans.“ Honum var lagið að mynda stemningu eins og t.d. með því að segja upp úr eins manns hljóði: „Hann Beethoven er hér.“ Eða þegar Guðmundur Jónsson söng barítónhlutverkið í Te Deum Dvoráks og á æfingu sneri Róbert sér að kórnum með glettnisglampa í augum og sagði: „Vinir mínir, þið vitið að Dvorák samdi þetta fyrir hann Guðmund.“ Þá er ótalin áherslan sem hann lagði á framkomu kórsöngvaranna. Skyldu þeir standa hreyfingarlausir undir flutn- ingnum. „Hvernig haldið þið að áheyr- endum líði að horfa á 120 manns á iði þegar fólk er komið til þess að njóta tón- listar?“ Það er hollt að gera sér grein fyrir hverju skarpgreindur, víðsýnn og fjöl- menntaður mannvinur kom til leiðar á seinni hluta síðustu aldar á Íslandi. Ár- angurinn í tónlistarlífinu, sem við njótum daglega árið 2012, er m.a. til kominn fyrir störf manna á borð við dr. Róbert Abra- ham Ottósson. Byggt á greinum Aðalgeirs Kristjáns- sonar og Árna Björnssonar í 25 ára af- mælisriti SF 1985 og grein Árna Heimis Ingólfssonar í Morgunblaðinu 21. júlí 2001. Viðtöl við fyrrverandi kórfélaga, sem þekktu Róbert vel, styðja við efni samantektarinnar. ’ Árangurinn í tónlist- arlífinu, sem við njótum daglega árið 2012, er m.a. til kominn fyrir störf manna á borð við dr. Róbert Abraham Ott- ósson. Róbert Abraham Ottósson á tónleikum með Vladimir Askenazy í Háskólabíói 1968. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tónleikar Söngsveitarinnar Fílharm- óníu Náttsöngur – Aldarminning Ró- berts Abrahams Ottóssonar verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi, sumardaginn fyrsta, kl. 20 og í Skálholtsdómkirkju laugardaginn 21. apríl kl. 16. Þar verð- ur frumflutt verkið Náttsöngur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur auk raddsetn- ingar Róberts að sálma- og þjóðlögum. Í prentaðri tónleikaskrá verður birt grein Árna Heimis Ingólfssonar, sem um þessar mundir vinnur að rann- sóknum á ævi og störfum lista- og vís- indamannsins. Jafnframt verða birtar í tónleikaskrá tilvitnanir og glefsur úr áður birtum greinum um Róbert. Valið efni og tilvitnanir í áður birtar greinar verða ýmist birtar í tónleikaskránni eða lesnar upp á tónleikunum og frá- sagnir munu verða aðgengilegar á heimasíðu Söngsveitarinnar Fílharm- óníu og Tónlistarsafns Íslands. Aldarminning

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.