SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Side 44
44 15. apríl 2012
Sara Paretsky – Breakdown bbmnn
Þrjátíu ár eða þar um bil eru liðin frá því ég las fyrsta reyfarann um
einkaspæjarann Victoriu Iphigeniu Warshawski og í páskafríinu las
ég fimmtándu bókina um hana. Bækurnar um V.I. Warshawski eru
misjafnar, eins og gengur. Þessi er í betri kantinum,
þótt framvindan hafi orðið of farsakennd undir það
síðasta; afhjúpun i beinni útsendingu er klisja dauð-
ans. Vandinn við þessar bækur er þó að Warshawski
breytist nánast ekkert. Hún er til að mynda sífellt
að glíma við peningaskort, þó af bókinni megi ráða
að hún hafi meira að gera en nokkru sinni, vina-
hópurinn breytist hægt og gamli maðurinn á neðri
hæðinni, Salvatore Contreras, var fjörgamall þegar
honum brá fyrir fyrst og er enn á sama aldri þrjátíu árum síðar. Svo
segir það sitt að besti og nánasti vinur Warshawski til þrjátíu ára
skuli trúa fláttskap upp á hana eins og kemur í ljós í bókinni.
Michael Kimmel & Michael Kaufman – Guy’s
Guide to Feminism bbbmn
Það er merkilegt hvað femínismi þvælist fyrir mörgum, hvernig svo
einföld staðhæfing sem þessi: Allir njóti sömu réttinda, getur orðið
bitbein milli manna, eða hvernig er hægt að túlka hana nema á einn
hátt? Umræða um réttindi kvenna hefur verið há-
vær hér á landi og erlendis á síðustu árum og ára-
tugum og verður eflaust lengi enn. Vestan hafs eru
menn í sömu skotgröfum og þarlendir hægrimenn
og allmargir ungir karlmenn ræða gjarnan um
„feminasista“. Þessi bók er ætluð sem handbók fyr-
ir þá karlmenn sem enn eiga eftir að átta sig á hvað
femínismi er og af henni eðlilega nokkur amrískur
keimur, nema hvað. Vandinn við handbækur sem
þessa er að þeir sem helst lesa þær þurfa yfirleitt ekki á þeim að
halda, í þeim er sannleikur sem þeir eru búnir að tileinka sér. Það má
þó hafa nokkurt gagn af að lesa bókina og víða fær maður nýtt og
skemmtilegt sjónarhorn á útjöskuð deilumál. Nefni sem dæmi
hvernig þeim er snýtt sem tönnlast á því að aukin réttindi kvenna
séu tekin að skerða réttindi karla. Eins fannst mér mjög forvitnilegt
það samhengi að það ofbeldi sem karlmenn á Vesturlöndum beita
fyrrverandi eigin- og sambýliskonur sínar er skylt þeim heiðurs-
morðum og ámóta ofbeldi sem konur verða fyrir í múslímskum
löndum.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
25. mars – 7. apríl
1. Englasmiðurinn – Camilla
Läckberg / Undirheimar
2. Snjókarlinn
– Jo Nesbø
/ Upp-
heimar
3. Hungurleik-
arnir – Suz-
anne Coll-
ins / JPV
útgáfa
4. Konan sem hann elskaði áð-
ur – Dorothy Koomson /
JPV útgáfa
5. Laðaðu til þín það góða –
Sigríður Arnardóttir / Veröld
6. Svartur á leik – Stefán Máni
/ JPV útgáfa
7. Veiðimennirnir – Jussi Adler-
Olsen / Vaka-Helgafell
8. Heilsuréttir Hagkaups – Sól-
veig Eiríksdóttir / Hagkaup
9. Konurnar á ströndinni – Tove
Alsterdal / Veröld
10. Aðeins eitt líf – Sara Blæ-
del / Undirheimar
Frá áramótum
1. Heilsuréttir Hagkaups – Sól-
veig Eiríksdóttir / Hagkaup
2. Englasmið-
urinn – Ca-
milla Läck-
berg /
Undir-
heimar
3. Gamlinginn
sem skreið
út um gluggann – Jonas Jo-
nasson / JPV útgáfa
4. Hungurleikarnir – Suzanne
Collins / JPV útgáfa
5. Svartur á leik – Stefán Máni
/ JPV útgáfa
6. Snjókarlinn – Jo Nesbø /
Uppheimar
7. Húshjálpin – Kathryn Stoc-
kett / JPV útgáfa
8. Þóra – heklbók – Tinna Þór-
udóttir Þorvaldsdóttir /
Salka
9. Hausaveiðararnir – Jo Nesbø
/ Uppheimar
10. Veiðimennirnir – Jussi Ad-
ler-Olsen / Vaka-Helgafell
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
lesa
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
Þýskir fjölmiðlar hafa líkt fyrstu skáldsöguEugens Ruge við Buddenbrooks eftirThomas Mann. Í bókinni Á tímum þverr-andi ljóss - In Zeiten des abnehmenden
Lichts - segir Ruge sögu þýskrar fjölskyldu. Sagan
berst frá Mexíkó til Rússlands og Austur-
Þýskalands, nær yfir fjórar kynslóðir og notar Ruge
eigin fjölskyldusögu sem efnivið. Bókin fékk þýsku
bókaverðlaunin í fyrra.
Í sögunni er greint frá risi og hnignun málsmet-
andi fjölskyldu í Austur-Þýskalandi. Wilhelm og
Charlotte Powileit snúa aftur til að taka þátt í upp-
byggingu hins unga Austur-Þýskalands frá Mexíkó
þar sem þau hafa verið í útlegð. Charlotte ákveður
að fara þrátt fyrir að hún hefði getað staðið á eigin
fótum í Mexíkó, en maður hennar, sem var að vesl-
ast upp þar, færist allur í aukana eftir því sem Evr-
ópa nálgast. Trú þeirra á hinn marx-leníníska mál-
stað stendur öll áföll af sér, meira að segja að synir
þeirra eru sendir í gúlagið og aðeins annar, Kurt,
snýr lífs aftur með rússneska konu, Irinu, sér við
hlið. Kurt nemur sagnfræði og verður einn helsti
sagnfræðingur Austur-Þýskalands. Hann er ötull
við skriftir og skákar afraksturinn næstum því rit-
safni Leníns í hilluplássi. Við hrun múrsins er sagan
við það að sópa ævistarfi sagnfræðingsins á haug-
ana þegar hann setur saman og gefur út frásögn af
reynslu sinni í sovéskum þrælkunarbúðum.
Irina og Kurt eignast Alexander, sem á erfitt með
að finna sér fótfestu í Austur-Þýskalandi, og flýr á
endanum til Vestur-Þýskalands skömmu fyrir
hrun múrsins. Sonur Alexanders er Markus, sem er
rétt að komast til manns þegar sögunni lýkur og á
ekki auðvelt uppdráttar í hinu sameinaða Þýska-
landi.
Ruge fæddist 1954 í Sosva í Sovétríkjunum og
kom með foreldrum sínum til Austur-Þýskalands
þegar hann var tveggja ára. Hann lærði stærðfræði
við Humboldt-háskóla í Austur-Berlín og starfaði
við austurþýsku jarðeðlisfræðistofnunina. 1986
sneri hann sér að ritstörfum og heimildamynda-
gerð og 1988 fluttist hann til Vestur-Þýskalands.
Þar hefur hann unnið í leikhúsi, útvarpi og við
kvikmyndagerð.
Bók Ruges snýst hvorki um niðurrif, né upp-
hafningu. „Þessi austurþýski sósíalismi er horfinn
með réttu og það er fjarri mér að verja hann,“ sagði
Ruge í viðtali við netútgáfu Der Spiegel um það
leyti, sem hann var tilnefndur til bókaverð-
launanna, og bætti við þegar hann var spurður
hvað hefði vakið áhuga hans á að skrifa bókina: „Ég
áttaði mig smám saman á að í hinni horfnu og að
hluta til fáránlegu sögu fjölskyldu minnar er einnig
fegurð. Austur-Þýskaland var aldrei fallegt í mín-
um augum, mér fannst það lítið og þröngt og grátt.
En fegurðin getur einnig legið í lýsingunni, jafnvel
á hinu furðulega.“
Ruge á margt sameiginlegt með Alexander og
faðir hans sömuleiðis með sagnfræðingnum Kurt.
Hann hét Wilhelm Ruge og var einnig sagnfræð-
ingur. Endurminningar hans úr gúlaginu komu út
hjá litlu vinstra forlagi eftir hrun múrsins og Eugen
Ruge bjó þær síðan til endurútgáfu, sem kom út í
fyrra undir heitinu Lofað land - Ár mín í Sov-
étríkjum Stalíns (Gelobtes Land - Meine Jahre in
Stalins Sowjetunion).
Kurt sér allt það sem er að í Austur-Þýskalandi,
en hefur ímugust á kapítalismanum. Fyrirmynd-
inni var líkt farið, gerði sér grein fyrir því að engin
framtíð væri í kommúnismanum, en það tók ára-
tugi að afskrifa vonina.
Ruge segir að fyrir sér hafi vakað að koma fólki í
skilning um að „gerðir sem okkur virðast fráleitar í
dag og einnig ógeðfelldar höfðu á ákveðnum tíma
að einhverju leyti trúverðugar. Að Austur-
Þjóðverjar, stofnendur ríkisins og þeir sem voru
um kyrrt, fóru ekki, voru ekki allir ragar, galnar
eða illviljaðar manneskjur, heldur manneskjur,
sem með ákveðnum hætti létu tilteknar aðstæður
yfirbuga sig.“
Ruge segir að bannhelgar séu óhjákvæmlegar í
uppbyggingu samfélags og við ættum ekki að láta
okkur detta í hug að við værum laus við hug-
myndafræði: „Okkar hugmyndafræði heitir frelsi.
Við gætum hengt spjald út í glugga þar sem stendur
„Niður með Merkel!“ en reyndu að ganga gegn yf-
irmanni þínum. … Það sem ég vildi sagt hafa er að
það eru engin svæði án hugmyndafræði, ekki held-
ur í vestrinu. Hugmyndafræði er gríma, sem fólk
felur sig á bak við. Ef manneskjan á bak við grím-
una sést í skáldsögu minni, hef ég náð takmarki
mínu.“
Eugen Ruge hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu skáldsögu sína, Á tímum þverrandi ljóss, sem fjallar um örlög og
afdrif fjögurra kynslóða austurþýskrar fjölskyldu. Í skáldsögunni notar hann sína eigin fjölskyldu sem efnivið.
Ljósmynd/Tobias Böhm
Undir grímu hug-
myndafræðinnar
Austur-Þýskaland er svið fjölskyldusögu Eugens Ruge en
tilgangurinn er hvorki uppgjör né upphafning heldur að
sýna manneskjurnar að baki grímu hugmyndafræðinnar.
Karl Blöndal kbl@mbl.is