SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 15.04.2012, Qupperneq 45
15. apríl 2012 45 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar RÚRÍ YFIRLITSSÝNING 3.3. - 6.5. 2012 BÓL, KAR OG HULIÐ HJARTA, verk Tinnu Gunnarsdóttur vöruhönnuðar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 15. apríl. Í Safnbúð verk Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur vöruhönnuðar. PanOra-fyrirlestur, laugardaginn 14. apríl kl. 13 Norski myndlistarmaðurinn, Jana Winderen flytur fyrirlestur og tónlistargjörning. SAFNBÚÐ, Fermingar- og útskriftartilboð á útgáfum safnsins. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TILVIST – BEING HERE Jón Axel Björnsson 24. mars – 6. maí Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Sunnudagsleiðsögn 15. apríl kl. 14:00: Ágústa Kristófersdóttir leiðir gesti um sýninguna TÍZKA – kjólar og korselett Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 15. apríl Fjölbreyttar sýningar: TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Rætur Samtímaskartgripahönnun Laugardaginn 14. apríl kl. 15 – Leiðsögn Tinna Gunnarsdóttir Síðasta sýningarhelgi Sýningunni lýkur þann 15. apríl Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka Hveitipoki verður kjóll Einstakar systur breyttu hveitipokum í litríkar hippamussur og -kjóla Opið allar helgar í apríl kl. 14-17 www.husid.com 14. apríl til 12 maí 2012 Núningur/Friction Listin í borginni og borgin í listinni Sýningarstjórar Einar Garibaldi Eríksson, Kristinn E. Hrafnsson og Ólafur Gíslason Opnun laugard. 14. apríl kl. 15:00 Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) FINGRAMÁL (21.3.–20.5.) Mundi, Volki, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Aftur Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁSJÓNA Verk úr safneign Viltu teikna? Katrín Briem leiðbeinir laugard. 14. apr. kl. 14-16 Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Kunningjakona mínhefur það fyrir sið aðþefa af þeim bókumsem hún les. Í ein- feldni minni spurði ég, senni- lega föst í hlutverki bók- menntagagnrýnanda, hvort góðar bækur hefðu aðra lykt en vondar bækur. Henni fannst spurningin greinilega heimsku- leg en svaraði því til að lykt af bókum væri óháð gæðum text- ans. Síðan hófst löng og fremur flókin útskýring á því að lyktin færi eftir því hvers konar pappír væri í bókum og gott ef lyktin ætti ekki líka að vera mismun- andi eftir því hvernig þær væru bundnar inn. Ég skildi satt að segja ekki mik- ið í þessu en stund- um er maður lotning- arfullur gagnvart því sem er manni óskilj- anlegt og það átti við í þessu til- viki. Þessi góða kunningjakona sagðist stundum klappa bókum. Mér fannst fjarska eðlilegt að hún gerði það. Maður á að dekra við bækur sem manni þykir vænt um og klappa þeim og strjúka og hrósa upp- hátt. Hún sagði mér að hún hefði nýlega klappað Bernsku- bók Sigurðar Pálssonar af því að henni þætti svo vænt um hana. Síðan hóf hún langa lofrullu um Sigurð. Ég var ansi ánægð með þessa góðu kunningjakonu mína og viðhorf hennar til bóka. Hún þefar af þeim í orðsins fyllstu merkingu og klappar þeim og strýkur. Svona eiga sannir bókavinir að haga sér. Frá því ég hitti kunningja- konu mína hef ég þefað af nokkrum bókum og komist að því að bókalykt er góð. Ég get vel hugsað mér að taka upp þann sið að þefa af bók áður en ég byrja að lesa hana. Það er eitthvað vinalegt við þá gjörð. Maður er þá reyndar dálítið eins og hundur, en það er allt í lagi, hundar eru svo góðlegar og vinalegar skepnur að það er allt í lagi að líkjast þeim. Þefað af bókum ’ Ég var ansi ánægð með þessa góðu kunn- ingjakonu mína og við- horf hennar til bóka. Hún þefar af þeim í orðsins fyllstu merk- ingu og klappar þeim og strýkur. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is C amilla klikkar aldrei! segir á kápu Engla- smiðsins. Þessari full- yrðingu er helst hægt að svara með orðunum: Það fer alveg eftir því hvernig á það er litið. Nokkuð öruggt er að aðdá- endur Camillu Läckberg, og þeir eru fjölmargir, munu ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa bók. Þeir eru einmitt mjög líklegir til að verða hæstánægðir. Sagan er spennandi og hún heldur athygli allt til enda, meinið er að bókin er klúðurslega skrifuð. Läckberg fær fínar hugmyndir en hún býr ekki yfir þeirri náð- argáfu að skrifa vel. Hún skrifar kæruleysislega, oft afar illa og er orðmörg. Það er ekki hægt að skella nokkurri skuld á íslenska þýðandann, það er ekki hægt að ætlast til að hann endurskrifi verkið fyrir höfundinn. Fagurkerar sem þjást við að lesa illa skrifaðar bækur ættu að láta bækur Läckberg vera því við lestur þeirra myndu þeir örugg- lega reka upp reglubundin gól. En Läckberg er ekki alslæmur höfundur og verður að fá að njóta sannmælis. Hún er fundvís á gott söguefni, henni tekst oft- ast, en samt ekki alltaf, að skapa ákveðna samúð með persónum og lánast að skapa spennu. Englasmiðurinn fjallar um gamlan glæp. Fjölskylda hvarf sporlaust árið 1974, en yngsta dóttirin Ebba varð eftir. Mörgum árum síðar, þá fullorðin kona sem hefur upplifað sorg, snýr Ebba aftur á fornar slóðir ásamt manni sínum og reynt er að brenna þau inni. Svo virðist sem fortíðin sé að elta Ebbu uppi. Og Patrik og félagar hans í lögregl- unni hefja rannsókn. Erika, eig- inkona Patriks, lætur svo ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grafa upp sannleikann. Läckberg skiptir ört á milli tímabila í þessari bók og kaflar sem gerast í fortíð eru skáletraðir og ná allt aftur til 1908. Þessir kaflar eru viðburðaríkir og há- dramatískir og fjalla um meinleg örlög barna og kvenna, þar sem Hermann Göring hefur viðkomu. Það er nokkur áhætta að setja frægt fólk inn í skáldverk, en Läckberg sleppur alveg þolanlega frá því. Lesendur Läckberg þekkja lögreglumanninn Patrik, félaga hans og eiginkonu úr fyrri bók- um höfundar. Líf þessa fólks hef- ur verið allsögulegt og ekki áfallalaust. Á köflum verða þess- ar persónur nokkuð þreytandi því þær eru vælugjarnar. Það fyrirgefst þeim þó þegar þær lenda í mikilli hættu og spennan tekur völdin. Enginn lesandi er svo illa gerður að hann óski þess að helstu persónur í spennubók deyi. Englasmiðurinn er þokkaleg afþreying sem skilur ekki mikið eftir, en hver ætlast svosem til þess? Spenna og stílklúður Bækur Englasmiðurinn bbmnn Eftir Camillu Läckberg. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Undirheimar gefa út. 472 bls., kilja. Aðdáendur sænska rithöfundarins Camillu Läckberg eru fjölmargir. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.