Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 1 2. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  111. tölublað  100. árgangur  tvær nýjar bragðtegundir! NÝ BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ NÝ BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE SÆTIR KOSSAR Á GAY PRIDE Í KÖLN MEÐ HK-RAUTT BLÓÐ Í ÆÐUM BARNAHÁTÍÐ HALDIN Í REYKJANESBÆ SUNNUDAGSMOGGINN SÖGUR OG ÆVINTÝRI 10VILLTA, TRYLLTA ÁSA 50  Myllusetur, útgáfufélag Við- skiptablaðsins og Fiskifrétta, hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna meintra samkeppnislaga- brota 365 miðla sem einkum eru sögð tengjast útgáfu Fréttablaðsins og auglýsingasölu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ekki mikinn veig í kvörtuninni en hann telur að Viðskiptablaðið og Fréttablaðið séu ekki á sama mark- aði. Pétur Árni Jónsson, fram- kvæmdastjóri Mylluseturs, segir blöðin vera keppinauta. „Jafnvel þótt Viðskiptablaðið væri ekki á sama markaði og Fréttablaðið væri um brot að ræða, til að mynda gegn Morgunblaðinu, DV og Fréttatím- anum.“ skulih@mbl.is »2 Myllusetur kvartar undan 365 miðlum Færri störf í boði » Vinnumálastofnun telst til að 14 laus störf hafi verið á Suð- urnesjum í mars, eða þremur færri en í mars í fyrra. » Á sama tímabili hefur lausum störfum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað úr 128 í 150 en alls voru 230 laus störf á landinu í mars. Björn Jóhann Björnsson Baldur Arnarson Í nóvember 2010 kynntu forystu- menn ríkisstjórnarinnar verkefna- lista á blaðamannafundi í Reykja- nesbæ um aðgerðir til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Skapa átti fjölda starfa og sagði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra að taka þyrfti atvinnumálin föstum tökum. Nú, átján mánuðum síðar, er at- vinnuleysi á Suðurnesjum 12,2%. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir miklu meira þurfa að koma til en þau smáverk- efni sem þó hafi ræst úr. Þáðu „brauðmolana“ „Við ákváðum að þiggja brauðmol- ana sem okkur voru réttir … Við vonuðumst eftir góðu samstarfi um alvörumálin sem ekki hafði gengið að fá í gegn ... Virkjanaleyfi, sem voru forsenda fyrir því að unnt væri að semja um orku, voru tafin verulega,“ segir Árni sem telur umræðu stjórn- valda um Suðurnes, einkum vinstri manna, hafa aukið á doða og vonleysi íbúa. „Umræðan gefur til kynna að þar búi menntunarlítið og uppburð- arlítið fólk með ónothæfar sveitar- stjórnir, sem ekkert geri í atvinnu- málum nema að hugsa um álver.“ Eins og komið hefur fram hefur eftirspurn eftir matargjöfum á Suð- urnesjum aukist. Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra boðar frek- ari aðgerðir til handa tekjulágum. Störfin sem ekki urðu til  Lítið varð úr atvinnuátaki stjórnvalda á Suðurnesjum  Færri laus störf í mars en í mars í fyrra  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir „alvörumálin“ enn í biðstöðu MBágstaddir »18 Brauðmolar »20-21 Ljósmynd/Halla Steinólfsdóttir Fé Guðmundur bóndi sækir féð út í Akureyjar. Því er vel í skinn komið. Verkefni sem ábúendur í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd hafa verið að þróa undanfarin ár og hverfist um að beita lömbum á hvönn hefur gengið vel og eftirspurn aukist ár frá ári. Bragðið þykir nokkuð frábrugð- ið venjulegu lambakjöti og vel til þess fallið að skapa sérstöðu, meðal annars með útflutning í huga, að dómi Sverris Þórs Halldórssonar matreiðslumeistara, sem fyrstur matreiddi hvannarlambið. Mælir hann hiklaust með kjötinu. Bændurnir í Ytri-Fagradal, Halla Steinólfsdóttir og Guðmundur K. Gíslason, hafa fram að þessu beitt fénu á hvönn í Akureyjum á Breiða- firði, þangað sem það er ferjað með gúmmíbát, en nú styttist í að akur í landi verði tilbúinn. Það þýðir að unnt verður að stækka beitarhópinn til muna en aðeins hafa verið um þrjátíu lömb í eyjunum. Sunnudagsmogginn stakk við stafni í Ytri-Fagradal í vikunni og getur að líta afraksturinn í blaðinu um helgina. Auk sauðfjárbúskapar setja bílar og tæki sterkan svip á bæinn en Guðmundur bóndi er með ólæknandi bíladellu. Féð kryddað að innan  Hvannarlambið frá Ytri-Fagradal fær góð meðmæli Aðrennslisgöng Búðarhálsvirkjunar eru nú kom- in hálfa leið, þau eiga að vera um fjögurra kíló- metra löng og er borað beggja vegna við Búðar- hálsinn. Mikið vatn er í berginu vestan megin og þarf að styrkja það og sprautusteypa. Í gegnum göngin kemur vatn í virkjunina úr Sporðöldu- lóni, austan Búðarháls, og í sveifluþró sem veitir vatninu inn í stöðvarhúsið þar sem það myndar rafmagn og rennur svo út í Sultartangalón. »22 Borað á fullu báðum megin frá undir Búðarháls Morgunblaðið/RAX  Kostnaður við breytingar á húsnæði vegna breytingar á stjórnarráðinu gæti orðið 400 milljónir, jafn- vel slagað upp í hálfan milljarð. Kostnaður við að breyta hús- næði vegna stofnunar inn- anríkis- og velferðarráðuneyta reyndist 243 milljónir, liðlega 80 milljónum meiri en áætlað var. Nú er áætlað að kostnaður við sameiningu ráðuneyta sem Al- þingi heimilaði í gær, meðal ann- ars nýtt atvinnuvegaráðuneyti, verði á bilinu 125 til 225 milljónir kr. »6 Sameining kostar 400-500 milljónir Jóhanna Sigurðardóttir  Átta erlend fyrirtæki á sviði net- þjónustu greiddu á fyrstu tveim mánuðum ársins nær 5,5 milljónir króna í virðisaukaskatt af rafbók- um og öðru efni sem Íslendingar keyptu og hlóðu niður. Fulltrúi ríkisskattstjóra segir stærstu fyrirtækin í greininni vilja fara að lögum og hafa „allt sitt uppi á borðinu“. »6 Greiða skatt af niðurhlöðnu efni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.