Morgunblaðið - 12.05.2012, Qupperneq 11
Vorganga Lagt verður af stað klukk-
an 11 en gengið verður víða um land.
Styrktarfélagið Göngum saman efnir
til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna
víða um land á mæðradaginn, sunnu-
daginn 13. maí, kl. 11. Í Reykjavík
verður gengið frá skautahöllinni í
Laugardalnum og gengið um dalinn í
um það bil klukkustund.
Einnig verður gengið á Akranesi,
Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreks-
firði, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum,
Reyðarfirði, Höfn, Hveragerði,
Reykjanesbæ og frá Stórutjarna-
skóla. Allar göngur hefjast kl. 11 og
nánari upplýsingar um hvern stað er
að finna á heimasíðunni www.gong-
umsaman.is
Gangan er gjaldfrjáls en göngu-
fólki gefst kostur á að styrkja rann-
sóknir á brjóstakrabbameini, með
frjálsum framlögum eða með því að
festa kaup á varningi Göngum sam-
an. Styrktarfélagið Göngum saman
nýtur góðs af samstarfi við Lands-
samband bakarameistara sem stend-
ur fyrir sölu á brjóstabollum í bak-
aríum um allt land dagana 10-13. maí
í tengslum við mæðradaginn. Lands-
menn eru hvattir til að bjóða upp á
brjóstabollur með kaffinu alla
mæðradagshelgina og láta þannig
gott af sér leiða, brjóstanna vegna.
Þá hannaði fatahönnuðurinn
Mundi boli og buff til styrktar mál-
efninu. Þau verður hægt að kaupa í
verslun hans á Laugavegi 37 til 13.
maí auk þess sem þau verða seld í
göngum félagsins.
Vorganga Göngum saman á mæðradag
Fatahönnun Bolir og buff ú́r smiðju Munda til styrktar Göngum saman.
Brjóstabollur og bolir
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Hver potar í auga mitt? Tröllið undir brúnni er ófrýnilegt á að líta með auga sem hægt er að kreista út úr tóftinni.
við sitt hæfi. Töframaðurinn Einar
Mikael ætlar að kenna börnum
ýmis töfrabrögð, efnt verður til
hjólahátíðar í Fjörheimum, börnin
geta notið lifandi sögustundar með
Þór Tulinius og Landsnáms-
dýragarðurinn við Víkingaheima
verður opnaður í fyrsta sinn. En
þó börnin séu í brennidepli er
Barnahátíð ekki síður fjöl-
skylduhátíð. Suðurnesjadeild
Garðyrkjufélags Íslands ætlar að
kenna fólki að hlúa að grennd-
argarði, sem er ekki síður mann-
rækt en trjárækt, fjölskyldustund
verður í Keflavíkurkirkju og sam-
tökin Göngum saman efna til fjöl-
skyldugöngu, svo nokkuð sé nefnt.
Skessan hennar Herdísar Eg-
ilsdóttur er ekki síður áberandi á
Barnahátíð, enda hún sem býður
bæjarbúa og gesti velkomna á há-
tíðina. Það gerir hún m.a. með því
að halda lummuboð í hellinum sín-
um við smábátahöfnina, steinsnar
frá Duushúsum, ásamt Fjólu vin-
konu sinni. Vakin verður athygli á
því hvers vegna skessan fékk bú-
stað í Reykjanesbæ, en um það
fjallar einmitt 16. bók Herdísar
um Siggu og skessuna. Óveður
gekk yfir landið og lítill bátur reri
lífróður við Suðurnes. Skessan,
sem orðin var nokkuð þekkt á
landinu, var kölluð til hjálpar. Í
þakklætisskyni var ákveðið að
reisa henni bústað á fallegasta
stað sem um var að velja, á nesi
einu sem teygir sig út fyrir smá-
bátahöfnina, eins og segir í sög-
unni.
www.barnahatid.is
www.skessan.is
Ármúli 7, 108 Reykjavík | expressferdir.is | sími: 5 900 100Sveigjanlegir greiðslumöguleikar
ÆVINTÝRI Í SUÐUR–EVRÓPU
SÓLARFERÐ 15.–22. júní
Lloret de Mar er heillandi strandbær sem
býður upp á frábæra og fjölskylduvæna
afþreyingu; skemmtigarða, köfun, golf
og skoðunarferðir og margt, margt fleira.
m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára.
Guitart Central Park Silver
Verð á mann með hálfu fæði
96.500 kr.
HEILSA OG LÍFSTÍLL 11.–18. ágúst
Njóttu lífsins í fallegu umhverfi í
Svartaskógi. Gönguferðir, fræðslufundir
og ráðgjöf varðandi heilsu- og spa-
meðferðir. Fararstjóri: Guðmundur
Björnsson endurhæfingarlæknir og fyrrv.
yfirlæknir á Heilsustofnun Hveragerðis.
SVARTISKÓGUR
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
gisting í 7 nætur á 3* Hotel Merkur ásamt morgun-
verði, 3 x kvöldverður, rúta til og frá flugvelli, heimsókn
í sauna og slökun, skoðunarferð og íslensk fararstjórn.
SÆLKERAFERÐ 28. júlí–4. ágúst
Frábær ævintýra- og sælkeraferð til
Toscana. Fararstjóri verður Halldór E.
Laxness sem gjörþekkir héraðið. Meðal
annars verður farið til Flórens, Pisa,
Lucca, Siena og Monte Carlo.
TOSCANA
Verð á mann í tvíbýli frá
169.900 kr.
ÆVINTÝRAFERÐ 14.–21. júlí
Fáir staðir í Evrópu hafa notið jafn
mikilla vinsælda og Garda–vatnið
í norðurhluta Ítalíu. Ævintýraleg
menningarferð með Margréti Laxness.
GARDA-VATNIÐ
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
gisting á 3* hóteli Le Palme ásamt morgun-
og kvöldverði, akstur til og frá hóteli.
Íslensk fararstjórn.
Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum,
akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með
morgun- og kvöldverði. Skoðunarferðir og akstur.
Íslensk fararstjórn allan tímann.
Verð á mann í tvíbýli
183.900 kr.
Verð á mann í tvíbýli frá
199.900 kr.
COSTA BRAVA
Finndu okkur á Facebook!
Skráðu þig í Netklúbb Express
ferða og þú gætir unnið ferð fyrir
tvo til Costa Brava!
Flug og gisting í viku.
Dregið 15. júní.
FERÐA
LEIKUR
BÓKAÐU
NÚNA!
TAKMAR
KAÐ
SÆTAFR
AMBOÐ
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA