Morgunblaðið - 12.05.2012, Síða 22

Morgunblaðið - 12.05.2012, Síða 22
BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Veturinn var starfsmönnum á virkjunarsvæð- inu við Búðarháls erfiður. Tveggja stafa frost- tölur lengi og allt á kafi í snjó. Þrátt fyrir það urðu litlar tafir á verkinu en veðráttan hjálpaði ekki til og vinnan varð meiri fyrir vikið. Gísli Kristófersson, yfirverkstjóri hjá Ístaki, aðalverktaka Landsvirkjunar á svæðinu, segir verkið að stærstum hluta hafa gengið sam- kvæmt áætlun. „Það var byrjað heldur seinna á þessu verki en til stóð og við erum að ná upp þeim áætlunum þrátt fyrir að hafa þurft að vinna þetta um veturinn, jafn erfiður og hann var,“ segir Gísli. Núna eru 230 starfsmenn á staðnum, í öllum verkþáttum; steypu, jarðvinnu og gangagerð. Að sögn Gísla voru þeir rétt undir 200 í vetur en þeim er að fjölga og verða um 300 starfs- menn á svæðinu í sumar. En þá á líka að spýta í lófana. „Stærstu áfangarnir í þessu klárast í sumar, fyrir utan gangagerðina. Fyrir næsta vetur verður uppsteypunni að stærstum hluta lokið og stíflugerðin verður nánast búin. Haustið 2013 á þessu að vera lokið og virkjunin að komast í gagnið,“ segir Gísli. Þótt mann- virkin í kringum virkjunina virðist gríðarleg verður Búðarhálsvirkjun ekki stór virkjun miðað við aðrar virkjanir Landsvirkjunar. Áætlað afl virkjunarinnar er um 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári. Vatnið bunar úr berginu Það var mikið um að vera á framkvæmda- svæði Búðarhálsvirkjunar þegar blaðamaður og ljósmyndari skoðuðu það í vikunni. Í vélasal stöðvarhússins var verið að járnbinda síðari áfangann í kringum hverflana tvo sem munu snúa vatninu í rafmagn. Vélasalur stöðv- arhússins á að vera uppsteyptur nú í maí og 26. júní á Ístak að afhenda það tilbúið til vélanið- ursetningar. Vatnið sem rennur í gegnum stöðvarhúsið fer í Sultartangalón. Fyrir aftan húsið er sveifluþró sem veitir vatninu inn í það. Vatnið í sveifluþróna kemur í gegnum fjögurra kílómetra göng sem fara í gegnum Búðarháls. Þaðan kemur það úr Sporðöldulóni sem verður myndað fyrir austan Búðarháls með tveimur stíflum. Nú er unnið við gerð aðrennslisganganna sem munu leiða vatnið úr Sporðöldulóni í stöðvarhúsið. Þau eru komin um hálfa leið á efri palli og er borað beggja vegna við hálsinn. Göng Það er ekki fyrir hvern sem er að vinna við gangagerð. Aðfallsgöng virkjunarinnar verða um 4 km löng og eru nú komnir um 2 km. Þessi virtist kunna vel við sig í rakanum og dimmunni. Klára stærstu áfangana í sumar  Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun eru á áætlun þrátt fyrir erfiðan vetur  Um þrjú hundruð starfsmenn verða á svæðinu í sumar  Aðrennslisgöngin gegnum Búðarháls eru komin hálfa leið  Borað er beggja vegna hálsins  Tungnaá stífluð um helgina og rennslinu beint yfir yfirfallið Búðarhálsvirkjun Gísli Kristófersson er yfirverkstjóri hjá Ístaki, aðalverktaka Landsvirkjunar. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.