Morgunblaðið - 12.05.2012, Side 24

Morgunblaðið - 12.05.2012, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 ● Hagnaður Straums fjárfestingar- banka eftir skatta á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 87 milljónum kr. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að arðsemi eiginfjár, reiknuð á árs- grundvelli, nemi 29%. Heildartekjur tímabilsins námu 345 milljónum kr. Heildareignir í lok tímabilsins nema 8.503 milljónum kr. Þá segir að eigin- fjárstaðan sé sterk, þar sem eiginfjár- hlutfall (e. CAR) í lok tímabilsins sé 64%, en það er umtalsvert hærra en hið lögbundna lágmark sem nemur 8%. 87 milljóna hagnaður ● Landsbankinn hagnaðist um 7,7 milljarða eftir skatta á fyrsta ársfjórð- ungi 2012. Bankinn segir í tilkynningu, að arðsemi eigin fjár hafi verið 15,2%. Til samanburðar hafi hagnaður á sama tíma á síðasta ári numið 12,7 millj- örðum króna og arðsemi eigin fjár hafi þá verið 26,7%. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 22,1% en var 20,4% fyrir ári og því vel umfram það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um. 7,7 milljarða króna hagnaður Landsbanka Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hluti af fataverslun hefur verið skattlögð úr landi. Mun fleiri kaupa föt erlendis en áður, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hann telur að stjórnvöld verði að skapa slík skil- yrði að verslun hér sé samkeppnis- hæf við búðir í nágrannalöndunum. Þetta kom fram í máli Finns á vel sóttum afkomukynningarfundi hjá fyrirtækinu í gær. Hlutfallið af verslun erlendis var gjarnan um 20% af markaðnum á ár- unum fyrir hrun en hefur nú aukist í 35%, að sögn Finns. Þessar upplýs- ingar koma heim og saman við það sem fram kom á kynningarfundi um efnahagsspá Arion banka í vikunni. Þar var sagt að Íslendingar eyddu meira í utanlandsferðum árið 2011 en árið áður. Íslendingar eyða raun- ar meira erlendis en erlendir ferða- menn eyða hér. „Við erum að keppa við það að fólk ferðist t.d. til Bretlands, þar sem enginn virðisaukaskattur er á barna- fatnað, í Boston er 8% söluskattur og „taxfree“ verslun er víða í Evrópu,“ sagði Finnur. Auk þess ber vara sem er framleidd utan Evrópu viðbótar- toll; varan ber í raun tvöfaldan toll. Annars vegar þegar hún er flutt inn til Evrópusambandsins, og svo aftur við komuna til Íslands. „Þannig að í mörgum tilfellum er skattlagn- ingin orðin 40% umfram það sem er t.d. í Bretlandi eða „taxfree“-versl- unum.“ Það eru ekki einungis íslenskar verslanir sem tapa á því að lands- menn kaupa í meira mæli fatnað er- lendis, heldur verður ríkið af tölu- verðum skatttekjum í kjölfarið, enda hefðu vörurnar annars borið tolla og gjöld, sem rynnu í ríkissjóð. „Ef ríkið horfir á það að fataverslun fari úr landi, þá getur vel verið að það borgi sig fyrir yfirvöld að horfa á þessa verslun og segja: Gerum hana sam- keppnishæfa við nágrannalöndin,“ sagði Finnur og nefndi að hann vildi geta keppt við búðir í nágrannalönd- unum. Á fundinum var Finnur spurður hvort honum þætti eitthvað benda til þess að skattaumhverfið væri að batna. „Ég bara vona að ungt fólk brjótist út úr þessu. Af hverju eiga heimilin í landinu að vera þrælar þessa kerfis? Hagur heimilanna er að þetta verði opnað,“ sagði hann. Eftir hrun kaupir fólk sjaldnar föt. Samkvæmt markaðskönnunum keypti fólk 8,8 sinnum föt á árunum 2005-2008 en við lok árs 2011 hefur fatakaupum fækkað í 6,3 sinnum á ári. „Þetta er magnminnkun upp á 28%,“ sagði Finnur. Hann nefndi að kakan á markaðnum hefði minnkað mikið og því til viðbótar versla fleiri fatnað erlendis. Það sé því þungur rekstur hjá fataverslunum í landinu. Netverslun hefur lítil áhrif Margir hafa talað um að aukin netverslun hafi mikil áhrif á sölu í fataverslunum. Samkvæmt mark- aðsrannsókn, þar sem spurt var: „Síðast þegar þú keyptir hversdags- föt erlendis, keyptir þú þau í gegnum netverslun eða á staðnum?“ höfðu einungis 4% aðspurðra keypt í gegn- um netið. Hagar eiga og reka nokkrar fata- verslanir, eins og t.d. Zöru og De- benhams, en þær skipta ekki sköp- um fyrir rekstur fyrirtækisins. Sérvaran telur um 6% af veltunni en matvaran um 94%. Veltan var 68,5 milljarðar á síðasta rekstrarári. Fataverslun er skattlögð að hluta til út úr landinu  „Af hverju eiga heimilin í landinu að vera þrælar þessa kerfis?“ Vill lægri skatta » Íslendingar versla í auknum mæli erlendis » Forstjóri Haga segir Íslend- inga búa við mun hærri skatta á fatnað en nágrannalöndin » Ríkið verður af skatttekjum ef verslun færist til útlandaFinnur Árnason Bandaríski viðskiptabankinn JPMorgan Chase hefur greint frá því að bankinn hafi tapað 2 milljörð- um Bandaríkjadala, jafnvirði 252 milljarða íslenskra króna, á afleiðu- viðskiptum með skuldatryggingar frá því í marsmánuði, eða á aðeins sex vikna tímabili. Forstjóri JPMorgan, Jamie Di- mon, viðurkenndi að starfsmenn bankans hafi tekið rangar ákvarðan- ir, verið kærulausir og sýnt af sér mikið dómgreindarleysi. Fréttirnar komu markaðsaðilum í opna skjöldu og lækkaði gengi bréfa í JPMorgan um 9% þegar markaðir voru opnaðir vestanhafs í gærmorgun. Dimon varaði einnig við því að ekki væru enn öll kurl komin til graf- ar. Á fundi með fjárfestum sagði hann að útlit væri fyrir að bankinn tapaði einum milljarði dala til við- bótar á þessum fjórðungi vegna erf- iðra markaðsaðstæðna. Um var að ræða afleiðuviðskipti þar sem bankinn veðjaði á hækkun skuldabréfa með kaupum á skulda- tryggingum. Veðmálið fór hins vegar forgörðum og lækkaði verð skulda- bréfanna í stað þess að hækka. Að sögn sumra greinenda er talið líklegt að bankinn hafi með veðmáli sínu ætlað að græða stórfé á efnahags- vanda evrusvæðisins. hordur@mbl.is Töpuðu stórt á veðmáli AFP JPMorgan Gengi bréfa í bankanum lækkaði um 9% við opnun markaða.  JPMorgan tapaði 2 milljörðum Banda- ríkjadala á sex vikum                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,1+.0+ +,2.3/ ,+.4+0 ,+./55 +4.1,/ +/-.1, +.-53- +0,.54 +5,.,, +,-.50 ,1,.2 +,-.+ ,+.44/ ,+.2,0 +4.135 +/-.2 +.-3,+ +0/.,- +5,.53 ,,/.45,3 +,-.00 ,1,.40 +,-.23 ,+.023 ,+.20, +4.+,0 +/-.34 +.-353 +0/.4, +5/.+, STUTTAR FRÉTTIR ● Spænska ríkisstjórnin kynnti í gær verulegar breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar fela m.a. það í sér að spænskir bankar þurfa að leggja 30 milljarða evra á varúðarreikn- ing vegna fasteignalánakreppunnar og eins þurfa þeir að aðskilja fasteigna- lánastarfsemi frá annarri starfsemi. Þá hyggst spænska ríkisstjórnin fá tvö sjálfstæð endurskoðunarfyrirtæki til að meta virði bankanna á fast- eignalánamarkaði. Hlutabréfavísitalan IBEX hefur lækk- að um tæp 3% í kauphöllinni í Madríd í gærmorgun eftir að áform stjórnvalda voru tilkynnt. Leggi 30 milljarða evra á varúðarreikning Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Áhugi er fyrir því innan Haga að slíta samstarfi við 10-11-verslana- keðjuna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. 10-11 er með við- skiptasamning við Aðföng sem er birgða- og dreifingarstöð Haga. Óánægja ríkir um samninginn meðal að minnsta kosti einhverra stjórn- enda fyrirtækisins sem íhuga nú sín næstu skref í refskák viðskiptalífs- ins. Það er í gildi samningur um sam- starfið, það þarf því meira en að smella fingrum til að rifta honum, herma heimildir. Hagar áttu lengi vel 10-11. Þegar Arion banki fékk verslunarsamstæð- una Haga, sem m.a. á Bónus og Hag- kaup, í fangið í kjölfar bankahruns- ins ákvað bankinn að að taka 10-11 út úr samstæðunni. Fyrir ári keypti Árni Pétur Jónssson, fyrrverandi forstjóri Teymis, 10-11 af bankanum. Teymi var umsvifamikið eignar- haldsfélag á upplýsinga- og fjar- skiptamarkaði, og átti meðal annars Vodafone og Skýrr. Baugur átti kjöl- festuhlut í Teymi. Árni Pétur kom ekki blautur á bak við eyrun í mat- vörugeirann, því hann var eitt sinn yfirmaður matvörusviðs Baugs. Ákveðið var að 10-11 myndi halda áfram að kaupa vörur af Aðföngum eftir yfirtöku Árna Péturs á félaginu. Hagar voru skráðir á markað í lok árs 2011. Árni Hauksson og Hall- björn Karlsson fóru fyrir hópi fjár- festa sem keypti félagið áður en því var fleytt á markað. Hluthafar fyr- irtækisins eru um tvö þúsund, sam- kvæmt gögnum frá Högum. Nokkrar hræringar hafa verið á matvörumarkaðnum eftir banka- hrun. Eiríkur Sigurðsson, stofnandi 10- 11, setti á fót lágverðsverslunina Víði og Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, tilkynnti á fimmtudaginn að hann hygðist opna bresku matvöru- verslanakeðjuna Iceland hér á landi í samstarfi við Malcom Walker, stofn- anda og forstjóra Iceland-keðjunn- ar.  Skoða að slíta samstarfi við 10-11 Viðskipti Stjórnendur Haga eru óánægðir með samning við 10-11. Áhugi á að rifta samningi Arion banki hóf í gær að bjóða upp á nýja tegund sparnaðar sem nefn- ist Íbúðarsparnaður. „Íbúðarsparnaði er ætlað að auð- velda leiðina að íbúðarkaupum og felur í sér þjónustu og ráðgjöf sem snýr að sparnaði og markmiðasetn- ingu,“ segir í tilkynningu. Sparn- aðurinn þurfi að vara í að minnsta kosti tvö ár og lágmarksupphæð sem leggja þarf fyrir á mánuði er 10.000 kr. Fram kemur að þátttakendur að tveimur árum liðnum njóti sérkjara við töku íbúðalána hjá Arion banka, eins og 50% afsláttar af lántöku- gjaldi og 100% afsláttar af greiðslu- mati. Íbúðar- sparnaður Arion banka Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ÍSLAND - GRÆNLAND - FYRIRTÆKJARÀÐGJÖF Tökum að okkur verkefni fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem áhuga hafa á markaðssetningu vöru eða þjónustu á Grænlandi. Höfum góð sambönd og góða þekkingingu á Grænlensku atvinnulífi og áratuga starfsreynslu á Grænlandi. Bjóðum uppá heildarlausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Starfsfólk okkar hefur fjölbreytta sérþekkingu og menntun. Hafðu samband og kannaðu hvort við getum orðið að liði. Sendu okkur tölvupóst, á íslensku, grænlensku, dönsku eða ensku (við tölum öll málin) með stuttri lýsingu á verkefninu og við höfum samband. RENT - Sunaluunniit - Hvad som helst - Allt mögulegt Export,Import & Konsulentfirma Suloroq 1 - 3905 Nuuk - Grønland Mail : Rent.gl@hotmail.com Sími : 00299 26 29 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.