Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 27

Morgunblaðið - 12.05.2012, Page 27
FRÉTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012 Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, sagði í gær að Grikkland þyrfti að segja skilið við evruna ef landið virti ekki samning sem gerður var við fráfarandi stjórn landsins um skilmála neyðarláns til að hindra greiðsluþrot gríska ríkisins. „Ég ber mikla virðingu fyrir grísku lýðræði og gríska þinginu en ég ber líka virðingu fyrir þjóðþing- um hinna evruríkjanna sextán,“ sagði Barroso í sjónvarpsviðtali á Ítalíu. Pattstaða var enn í stjórnar- myndunarviðræðum í Aþenu í gær. Leiðtogi jafnaðarmannaflokksins PASOK, Evangelos Venizelos, reyndi að mynda nýja samsteypu- stjórn en fregnir hermdu að líkurnar á að honum tækist það væru mjög litlar. Venizelos er þriðji flokksleið- toginn sem fengið hefur umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Talið var í gærmorgun að Ven- izelos gæti hugsanlega myndað sam- steypustjórn með mið- og hægri- flokknum Nýju lýðræði og Lýðræðislega vinstriflokknum. Leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokks- ins, Fotis Kouvelis, tilkynnti hins vegar síðar að ekki kæmi til greina að mynda stjórn með flokkunum tveimur án aðildar vinstriflokksins Syriza, sem fékk næstmest fylgi í þingkosningunum á sunnudaginn var. Takist flokkunum ekki að mynda stjórn verður boðað til nýrra þing- kosninga. Patt Leiðtogar Nýs lýðræðis og PASOK í þinghúsinu í Aþenu. Pattstaða í Aþenu  Barroso segir að Grikkir verði að segja skilið við evruna ef þeir virða ekki samninginn við ESB um neyðarlánin Konur í danshópi frá Mexíkó dansa á hátíðarsýningu á lóð Windsor-kastala á Suðaustur-Englandi í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá því að Elísabet II. varð drottning Breta. Um 1.200 manns og 600 hestar taka þátt í sýningunni sem hófst á fimmtudag og lýkur á morgun, sunnudag. AFP Dansað drottningu til heiðurs Nefnd sérfræð- inga í Bandaríkj- unum hefur í fyrsta skipti lagt til að heimilað verði að lyf verði notað til að hindra að heil- brigt fólk smitist af HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Nefndin lagði til að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) heimilaði að lyfið Truvada yrði notað til að hindra smit meðal fólks sem er talið í mikilli smithættu, meðal annars homma og maka HIV-smitaðra, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Matvæla- og lyfjastofnunin þarf ekki að fara að ráðum sérfræðing- anna en gerir það yfirleitt. Stofnun- in hefur þegar heimilað að fólk, sem hefur smitast af HIV-veirunni, taki inn lyfið. Deilt hefur verið um hvort nota eigi lyfið til að hindra að heilbrigt fólk smitist af HIV-veirunni. Rann- sókn sem gerð var árið 2010 bendir þó til þess að lyfið minnki líkur á smiti um 44-73%, að sögn frétta- vefjar BBC. Vill að lyf verði notað til að hindra HIV-smit BANDARÍKIN Íbúar Norður-Kóreu hafa meiri aðgang en nokkru sinni fyrr að erlendum miðlum, þar á með- al útvarpi, sjónvarpi og dvd-diskum. Í nýrri skýrslu í Bandaríkjunum kemur fram að norður- kóresk stjórnvöld hafi ekki getað viðhaldið „al- gjörri einokun“ á upplýsingaflæði og einnig að þekking íbúanna á umheiminum sé að breytast. Norður-Kórea er það land heims þar sem fjöl- miðlafrelsi er minnst. Bandarísk stjórnvöld létu kanna hvernig þróunin hefur verið undanfarin tvö ár og niðurstöðurnar byggjast á skoð- anakönnunum meðal 250 Norður-Kóreumanna, fyrst og fremst flóttamanna, auk nokkurra ferðamanna. Meirihluti íbúa Norður-Kóreu hefur enn engan beinan aðgang að erlend- um fjölmiðlum, en þeim fjölgar þó sem það hafa. Auk þess benda niðurstöð- urnar til þess að Norður-Kóreumenn séu síður hræddir við að deila upplýs- ingum sem þeir komast yfir með öðrum. Íbúarnir hafa meiri aðgang að erlendum fjölmiðlum og upplýsingum en áður Vafrar Leiðtogi N-Kóreu, Kim Jong-un, við tölvu. NORÐUR-KÓREA Skechers GOwalk fisléttir og sveigjanlegir SUMARIÐ ER KOMIÐ - Í ALVÖRUNNI! MAUI SÓLSTÓLL Verð frá 12.500 kr. FLAMINGO PÚÐI 3.500 KR. DELI SKÁL 1.900 KR. LIMONE-LÍNAN tveir frísklegir litir Kauptúni Kringlunni www.habitat.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.