Morgunblaðið - 12.05.2012, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2012
✝ Sigurgeir Ang-antýsson fædd-
ist í Ási, Gler-
árhverfi, Akureyri
12. apríl 1939.
Hann andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 2. maí
2012.
Foreldrar Sig-
urgeirs voru Bára
Jónsdóttir, f. 19.
nóvember 1919 í Lambanesi í
Fljótum Skagafirði, d. 16. ágúst
1987, og Angantýr Elínór Jóns-
son, f. 16. ágúst 1910 í Gröf í
Svarfaðardal, d. 23. september
1982. Systkini Sigurgeirs eru 1)
Lára, f. 1938, gift Gunnari Har-
aldssyni, d. 1989. Núverandi
sambýlismaður Láru er Snæ-
björn Guðbjartsson. 2) Anton, f.
1940, giftur Höllu Soffíu Jón-
asdóttur. 3) Sigrún, f. 1943,
sambýlismaður hennar er Jón
Dalmann Pétursson. 4) Birkir, f.
1945, giftur Hafdísi Guðnadótt-
ur. 5) María, f. 1948, d. 2006,
gift Benedikt Agnarssyni. 6)
Matthías, f. 1952. 7) Óskírður
drengur Angantýsson, f. 26.
október 1953, d. 5. nóvember
1953. 8) Sigurlaug, f. 1958, gift
Ómari Eyjólfi Sævarssyni.
2) Andra, f. 30. mars 1976, sam-
býliskona hans er Aníta S. Ás-
mundsdóttir.
Sigurgeir, sem frá unga aldri
var kallaður Muni, ólst upp í
Glerárhverfi til fjögurra ára
aldurs en þá fluttist fjölskyldan
til Siglufjarðar, svo í Málmey á
Skagafirði og síðan á Sauð-
árkrók 1946 þar sem hann bjó
mestan hluta ævi sinnar. Muni
lærði bifvélavirkjun á Akureyri
og starfaði þar í nokkur ár.
Hann flutti aftur á heimaslóðir
og hóf störf á Bílaverkstæði
Áka, þá gerðist hann sjálf-
stæður atvinnurekandi og starf-
aði þannig til margra ára. Síðan
hóf hann störf hjá Sauð-
árkróksbæ sem verkstæð-
isformaður í áhaldahúsi bæj-
arins og starfaði við það ásamt
verkstjórn þar til hann hætti
störfum vegna aldurs. Muni
sinnti félagsstörfum af miklum
krafti og áhuga, starfaði m.a. í
Kiwanisklúbbnum Drangey á
Sauðárkróki. Hann var tónelsk-
ur með afbrigðum og léku öll
hljóðfæri í höndum hans. Hann
starfaði um langt árabil í dans-
hljómsveitum og sinnti undir-
leik á orgel sitt og píanó við hin
margvíslegu mannamót. Muni
söng með ýmsum kórum á æv-
inni, þar á meðal Karlakór Ak-
ureyrar, en nú síðast með Rökk-
urkórnum í Skagafirði.
Útför Muna fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 12.
maí 2012, kl. 13.30. Jarðsett
verður á Hofsósi.
Sigurgeir kvænt-
ist 1959 Sigríði
Grétu Þorsteins-
dóttur frá Akur-
eyri. Þau slitu sam-
vistum. Þau
eignuðust tvær
dætur: 1) Friðriku
Jóhönnu, f. 21. júní
1959, d. 16. ágúst
1959, og 2) Frið-
riku Jóhönnu, f. 4.
desember 1960,
fyrrverandi sambýlismaður
hennar er Haukur Logi Michel-
sen. Þau eiga tvö börn, a) Ívar
Áka, f. 7. mars 1978, sambýlis-
kona hans er Ingibjörg Magn-
úsdóttir. Þau eiga eina dóttur,
Brynju, f. 8. október 2011. b)
Rakel Lind, f. 20. apríl 1982.
Núverandi eiginmaður Friðriku
Jóhönnu er Þorvaldur Guð-
mundsson. Hinn 9. ágúst 1964
kvæntist Sigurgeir Þóreyju Jó-
hönnu Dóru Þorsteinsdóttur, f.
31. mars 1944, d. 9. nóvember
2009, frá Hofsósi. Þau eign-
uðust tvö börn: 1) Halldóru
Vöndu, f. 28. júní 1965, gift Jak-
obi Frímanni Þorsteinssyni. Þau
eiga þrjú börn, a) Þorstein
Muna, f. 26. nóvember 1998,
Þórdísi Dóru, f. 24. júlí 2000, og
Gunnar Ásgeir, f. 14. maí 2009.
Elsku pabbi. Þetta eru búnar
að vera erfiðar vikur. Ég held að
það hafi engin gert sér grein fyrir
því hversu veikur þú varst og
varst kannski búin að vera í þó
nokkurn tíma. Ég hélt að þú
myndir hafa þig upp úr þessu og
gerði mér vonir um það þegar ég
kom til þín eitt kvöldið og þú
varst kominn fram úr og sast í
stól þótt þú værir þá fárveikur.
Ég hugsaði með mér að þú ætl-
aðir þér á fætur. En því miður er
oft á tíðum logn á undan storm-
inum. Þú varst ekki sáttur við að
fara og varst aðeins farinn að
plana sumarið og hlakkaðir mikið
til þess að komast út í náttúruna
og setjast í grænt grasið og láta
sólina verma þig. Við kynntumst
best á seinni árum og þá sérstak-
lega í ferðunum sem þú komst
með okkur til Kanarí. Þær ferðir
voru alveg frábærar og þá sér-
staklega ferðin sem nánast öll
fjölskyldan var samankomin í.
Hún er flott myndin sem Dóra
tók af okkur öllum. En því miður
er hún ekki á henni því hún vildi
ólm fá að taka myndina og viti
menn það voru sko ekki bara
myndir af löppum eða bara af
himninum, heldur tók hún þessa
frábæru mynd sem við þurfum að
láta stækka núna og dreifa okkur
til ánægju og sælla og góðra
minninga um þig og Dóru þína
sem þú ert búinn að faðma að þér
núna og ég sé ykkur fyrir mér
brosandi og sæl. Við systkinin er-
um búin að standa vel saman og
ganga frá því sem þarf og gera
gott úr því sem hægt er. Það
styttist í fermingu nafna þíns og
þín verður sárt saknað þar. En
ekki það að ég þykist nú vita að
þið verðið þar samankomin inn á
milli okkar sem verður bara nota-
legt. Stundum er lífið ósann-
gjarnt og maður er ekki endilega
alltaf sáttur við það hlutskipti
sem að manni er rétt. En ein-
hvern veginn er trúin á það góða
og vonin sem býr í brjósti manns
svo gjöful að stundirnar verða
bærilegri. Við Þorvaldur ætlum
að keyra með þig norður í Skaga-
fjörðinn og ég á eftir að tala og
syngja fyrir þig alla leiðina pabbi
minn. Úr því sem komið er verður
þetta bara notaleg ferð hjá okkur.
Vanda systir hvíslaði að þér og
bað þig um að halda áfram að
prakkarast í okkur og ég vona svo
innilega að þú gerir það, en pabbi,
bara alls ekki á leiðinni norður,
það færi alveg með hann Valda
minn. Ég elska þig og ylja mér við
fallegar minningar um góðan föð-
ur. Láttu þér líða sem allra best
og ég bið að heilsa öllum sem ég
þekki og hinum líka. Þorvaldur,
Ivar Áki og fjölskylda biðja að
heilsa og Rakel Lind einnig.
Einnig skila ég kveðju frá
mömmu, Gulla og fjölskyldu og
Agnari Þór og fjölskyldu og öllum
hinum. Kær kveðja og mundu
mig, því ég man þig.
Þín dóttir,
Friðrika Jóhanna Sigur-
geirsdóttir (Hanna).
Elsku pabbi minn, það er sorg-
legra en tárum taki að skrifa um
þig minningargrein, aðeins
tveimur og hálfu ári eftir að
mamma dó. Það er þó huggun
harmi gegn að ef eitthvað er að
marka orð Gunna frænda þá var
mamma mætt á gjörgæsludeild-
ina til að taka á móti þér. Þú ert í
raun aðeins búinn að vera hálfur
maður síðan mamma dó og get ég
því ekki annað en brosað gegnum
tárin yfir að þið séuð nú saman á
ný.
Minningar mínar um þig eru
ótalmargar og það sem kemur
fyrst upp í hugann eru ótal ferðir
þínar að sækja mig eða skutla
mér landshornanna á milli. Ég
held í alvöru að ferill minn sem
knattspyrnukona hefði ekki orðið
að veruleika ef ég hefði ekki haft
þig. Svo varstu svo stoltur af
Vöndu þinni, sem meðal annars
birtist í að þú klipptir í mörg ár
allar fréttir af mér úr blöðunum
og límdir af mikilli alúð inn í úr-
klippubækur. Ég á líka minning-
ar um endalausar ferðir hingað
og þangað um landið til að tína
steina eða ber, veiða fisk eða bara
versla í matinn á Akureyri. Þá má
ekki gleyma tónlistinni en ég er
þess fullviss að þú hefðir getað
spilað lag á öll þau hljóðfæri sem
til eru í heiminum.
Ýmsir illkvittnir sjúkdómar
gerðu margar tilraunir til að
leggja þig að velli. Allt byrjaði
það með berklum þegar þú varst
ungur maður, aðeins 17 ára, og
aftur þegar þú varst á fertugs-
aldri. Þá fórstu í hjartaaðgerðir
fyrir sextugt, svo eitthvað sé
nefnt. Ekki hafði dauðinn þó sig-
ur í þau skipti, enda varst þú
sterkur með eindæmum. Í loka-
baráttunni barðist þú eins og ljón
í tvo mánuði, þar á meðal heilan
mánuð á gjörgæsludeild. Starfs-
fólkið barðist með þér og mun ég
aldrei gleyma þeirri umhyggju
sem við urðum aðnjótandi á gjör-
gæsludeild Landspítalans við
Hringbraut, sem og á nýrnadeild-
inni. Ég á ekki orð til að lýsa að-
dáun minni og þakklæti.
Við pabbi fórum saman í
kirkjugarðinn að vitja um leiðið
hennar mömmu hinn 25. febrúar.
Ekki hvarflaði að mér að aðeins
tveimur mánuðum síðar yrði
hann pabbi minn allur. Þrátt fyrir
að okkur mannfólkinu takist ekki
alltaf að læra af reynslunni, þá
vona ég að þessi erfiða reynsla
kenni mér og öllum sem þetta
lesa að taka það ekki sem sjálf-
sagðan hlut að fólkið sem við elsk-
um verði alltaf hjá okkur. Bíðum
ekki þangað til í minningargrein-
um með að segja fólki hvað okkur
þykir vænt um það. Bíðum ekki
þangað til það er orðið of seint að
sýna umhyggju, kærleik og ást-
úð. Á gjörgæsludeildinni lærði ég
að taka einn dag í einu og langar
mig að lifa eftir því; lifa í núinu og
njóta hvers dags. Þið hin minnið
mig á það ef ég reika af réttri
braut.
Nú hvíla þau hlið við hlið
mamma mín og pabbi í kirkju-
garðinum á Hofsósi. Þið, sem
þykir vænt um þau; kíkið í garð-
inn þegar þið eigið leið hjá. Syng-
ið kannski eitt lag, reytið smáill-
gresi, tínið allt rusl sem þið sjáið,
gefið krummunum að éta og
knúsið hvert annað – allt í minn-
ingu heiðurshjónanna Dóru og
Muna. Já og ekki gleyma að taka
upp puttalinga á leiðinni heim.
Elsku pabbi minn, minning þín
lifir í hjarta mínu, Kobba og
barnanna okkar.
Þín
Vanda.
Þegar maður heyrir fallegt og
grípandi lag býr það í hjarta
manns lengi, jafnvel um aldur og
ævi. Í mínum huga er Muni eins
og fallegt lag. Textinn fjallar um
ljúfan dreng, sem notalegt er að
vera með. Hann hlær og gantast,
er hjálpfús, greiðvikinn og kann
að gera vel við sig í mat og njóta
lífsins. Melódían er bæði glaðvær
og notaleg, og í huga manns birt-
ist mynd af fallegri á sem mætir
hafi í lygnum ós sem veit á góðan
afla.
Muna voru gefnar góðar lífs-
gjafir sem ég og samferðamenn
hans fengu að kynnast og njóta.
Hann hafði haga hönd sem bjarg-
aði mér ósjaldan við bílaviðgerð-
ir, hann hafði þægilegt viðmót,
húmor og umfram allt mikla tón-
listargáfu. Þessar lífsgjafir Muna
gerðu mitt líf ríkulegra og minn-
ingasjóðinn stærri.
Við lærum af lífsförunautum
okkar og ég hef lært margt af
Muna tengdaföður mínum. Sumu
hef ég nú ekki enn áttað mig á, en
núna þegar ég hugsa til hans
langar mig að líkjast honum í
ljúfu viðmóti og greiðvikni, þess
sem kann að njóta lífsins við fal-
lega á til fjalla og reynir að sjá
björtu hliðarnar á tilverunni.
Muni er nú fallinn frá, en lögin
sem hann lék og samveran sem
við áttum lifir innra með mér. Það
er gott veganesti fyrir okkur sem
eftir lifum.
Hvíl í friði kæri vinur.
Jakob, tengdasonur.
Elsku afi. Takk fyrir að vera
alltaf til staðar fyrir mig þegar ég
þurfti á þér að halda. Takk fyrir
að skutla okkur Muna hvert sem
við vildum og fyrir að leyfa okkur
alltaf að gista hjá þér. Afi, þú
varst besti afi í heimi og ég gæti
ekki hugsað mér að það sé til
betri afi en þú. Þú ert enn hjá mér
í hjarta mínu. Ég mun geyma
minningarnar okkar sem við átt-
um saman á sérstökum stað í
hjarta mínu, og þar ert þú enn
sem besti afi í heimi. Ég elska þig,
og mun sakna þín alveg ofboðs-
lega mikið. En ég veit að núna
ertu hjá ömmu og örugglega í
stuði með guði.
Þitt kæra afabarn,
Þórdís Dóra.
Afi minn var góður maður og
við vorum miklir vinir. Hann
gerði allt fyrir mann, skutlaði
manni út um allt, keypti pítsu og
svoleiðis. Síðustu árin hans afa
var ég mikið hjá honum á Krókn-
um og kynntist honum betur. Sá
þar meira hversu hugulsamur og
skemmtilegur hann var. Hann
færði fram allt það besta í mér; ég
var kurteis, þvoði upp diska eftir
mig og gerði alls konar hluti sem
ég geri ekki þegar ég er heima
hjá mér. Þegar ég var hjá honum
þessi síðustu ár naut ég þess til
hins ýtrasta.
Ég vona að hann sé að horfa á
mig og lesa þetta því að ég elskaði
hann svo mikið. Takk afi fyrir allt
sem þú hefur gert.
Muni afastrákur.
Þorsteinn Muni Jakobsson.
Kæri bróðir, það er komið að
kveðjustund.
Það er engan veginn auðvelt að
koma orðum að því sem við helst
vildum færa í letur. Tilfinningar
vilja ráða för. Það hefur nú þegar
kvarnast úr systkinahópnum og
fráfall þitt verður okkur, sem eft-
ir lifum, áminning um að lífið er
aðeins fengið að láni um skamma
stund.
Allt frá barnæsku var söngur-
inn snar þáttur í lífi okkar, þar
sem foreldrar okkar áttu frum-
kvæðið. Með hverju barninu
bættist ný rödd í hópinn. Alltaf
var áherslan á raddaðan söng og
meðferð texta vönduð. Orgelið
heima er okkur sérstaklega
minnisstætt. Þú varst ekki hár í
loftinu þegar áhugi þinn beindist
að hljóðfærinu. Má segja að allt
til hinstu stundar hafi hljómborð-
ið átt hug þinn allan og hafa vinir
þínir og samferðafólk notið
margra ánægjustunda þar sem
þú áttir hlut að máli. Nú hafa orð-
ið snögg umskipti þar sem hljóð-
færið er þagnað. Tvöfaldi systk-
inakvartettinn hefur misst tvær
góðar raddir, svo og undirleikar-
ann.
Þú varst mörgum góðum kost-
um búinn, vinsæll og glaður á
góðri stund. Náttúruskoðun og
veiðiskapur, að ógleymdu golfinu,
voru þér hugleikin áhugamál. Það
munu margir sakna félagsskapar
þíns, sem nutu þess að munda
kylfu eða renna fyrir fisk.
Undanfarnar vikur háðir þú
harða baráttu fyrir lífi þínu.
Læknar og hjúkrunarfólk Land-
spítalans gerðu allt sem í þeirra
valdi stóð og lengi héldum við í
vonina um að einhver bati fengist,
en sú varð ekki raunin og við sitj-
um eftir sár og hrygg.
Skagafjörður hefur alla tíð
verið þér mjög kær og í dag erum
við samankomin í kirkjunni á
Sauðárkróki og þaðan mun svo
leiðin liggja í kirkjugarðinn á
Hofsósi. Þar munt þú hvíla við
hlið Dóru þinnar, blessuð sé
minning ykkar.
Að lokum viljum við systkinin
þakka fyrir allar góðu stundirnar
sem gáfust saman í leik og starfi.
Engin orð fá lýst þeim tilfinning-
um sem með okkur bærast á
þessari kveðjustund. Leiðir hefur
skilið um hríð, en fyrr en síðar
munum við hittast á „Sumarland-
inu“. Þá mun söngurinn hljóma á
ný, bæði fyllri og fegurri en áður,
þegar raddir ættingja og vina
bætast í hópinn.
Kæri bróðir, við biðjum al-
máttugan Guð að blessa þig og
alla þá sem taka á móti þér og
umvefja þig í kærleika. Lára,
elsta systir, gaf þér nafnið sem
flestir þekkja þig undir. Hún vildi
segja „vinur minn“, en viðstödd-
um heyrðist hún segja „Muni
minn“. Þannig viljum við systk-
inin kveðja þig.
Guð blessi þig, elsku Muni
bróðir. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Lára, Anton, Sigrún, Birkir,
Matthías og Sigurlaug.
Sigurgeir Angantýsson var
öðlingsmaður, greindur, geð-
prúður, glaðlyndur, hlýr og hjálp-
samur. Slíks manns er ljúft að
minnast. Við Sigurgeir, eða Muni
eins og hann hét í átthögum og
meðal vina, áttum æskuheimili
þar sem nú er bifreiðaverkstæðið
Áki, á mölunum suðaustan við
þorpið í Sauðárkrókshreppi. Þá
voru hús við götur ekki númeruð,
þau báru tilvísandi heiti. Þar voru
t.d. Sólarborg og Sunnuhvoll. Á
þriggja „tasíu“ steinhús dugði
ekki minna en samanburður við
það, sem öðrum þótti mikið, enda
Skagfirðingar „höbbðingjadjarf-
ir“. Fyrir krakkana á Króknum
var því hversdagslegt að eiga
heima í París, Berlín eða Rúss-
landi. Húsið hans Muna hét
Málmey og við það var hann ætíð
kenndur.
Stríðið og bardagar settu mik-
inn svip á leiki okkar. Strákar
steyptu tindáta og söfnuðu herj-
um og stjórnuðu gríðarlegum
orrustum. Návist Grettis sterka
og hefðir Íslendingasagna voru
svo snar þáttur í daglegu lífi að
menn fyrndu mál sitt og sæmdu
hetjur viðurnefnum. „Lilli kollu-
bani“ og „Gunnsi hæna“ voru lif-
andi fyrirmyndir drengja, sem
þráðu að verða frægir af færni í
grjótkasti. „Eigi skal haltur
ganga meðan báðir fætur eru
jafnlangir“ þótti hetjulegt svar
þegar einhver meiddist í leik.
Nú er flest breytt. Sauðáin
horfin úr bænum og Sauðkræk-
ingar orðnir Króksarar. Alþýðu-
flokkurinn geymdur í genasöfn-
um. Tindátaherirnir og
herforingjarnir galvösku týndir.
Muni vinur minn genginn á fund
feðra sinna og gamlir vinir sem
enn tóra skrifa í blöð og reisa góð-
um orðstír bautastein, að fornum
sið.
Á bautasteini Muna í Málmey
ber að geta náðargáfu hans og
ættarfylgju, sem voru fádæma
fínir tónlistarhæfileikar, og ör-
læti hans að leyfa öðrum að njóta
þeirra. Vísast er það ein ástæða
þess að varla er ofmælt þótt sagt
sé, að öllum sem kynntust Muna
þótti vænt um hann.
Þá skal og geta að sú var sann-
færing Muna, að „dauðinn“ væri
ekki dauði. Hann væri vistaskipti.
Það er góður bónus í lífinu að hafa
slíka sannfæringu. Samkvæmt
henni er Muni nú hjá Dóru sinni,
sem hann unni svo heitt og treysti
alltaf á.
Ættingjar og vinir Muna sem
eiga sömu sannfæringu geta
huggað sig við „að þar bíða vinir í
varpa sem von er á góðum gesti“.
Hugsið ykkur bara allan mann-
skapinn sem er að fagna drengn-
um!
Muni lifði að íbúarnir breyttu
Sauðárkrókshreppi og byggðu
Sauðárkróksbæ. Frúarstígurinn
varð Freyjugata og skautasvellin
okkar, flæðarnar þar sem Sauðá-
in flæmdist austan af sýsluhest-
húsinu og fram að Grjótklaufinni,
geyma nú Faxatorgið og stór-
kostleg íþróttamannvirki og
glæsileg menntasetur, sem opna
ungu fólki nýjar leiðir til að
þroska og nýta hæfileika sína.
Þorpið hefur vaxið í metnaðar-
fullt og mannvænt samfélag með
tækifærum umfram margar aðr-
ar byggðir landsins. Sýningar
síðustu vikna sýna að umbóta-
vaktin á Sauðárkróki vakir enn.
Muni í Málmey stóð þá vakt með
prýði alla sína ævi.
Farðu vel vinur og félagi og
megi börnin þín og vinir gleðjast
af þeim mörgu ljúfu minningum
sem um þig eru.
Birgir Dýrfjörð.
Sigurgeir
Angantýsson
erfidrykkjur
Grand Hótel Reykjavík
Sigtúni 38, sími: 514 8000
erfidrykkjur@grand.is
www.grand.is
Hlýlegt og gott viðmót
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum
Næg bílastæði og
gott aðgengi
✝
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarkona,
Barónsstíg 65,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
8. maí.
Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún S. Jakobsdóttir.