SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Side 17

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Side 17
13. maí 2012 17 Guðmundur, Hrefna, Táta og Halla láta fara vel um sig í Corvettu-sætunum og Coro- net-bekknum fyrir utan fjár- húsin í Ytri-Fagradal. Þessi gamla fleyta hefur marga fjöruna sopið. Hún fór síðast á sjó rétt fyrir síðustu aldamót. Sverrir Þór Halldórsson mat- reiðslumeistari prófaði fyrstur manna að elda hvannarlamb- ið á mikilli matarhátíð við Breiðafjörð árið 2008. Segir hann það hafa verið mikla op- inberun. „Það er virkilega skemmtilegt að elda hvannarlamb, ég mæli hik- laust með því. Það getur hver sem er eldað það.“ Sverrir segir muninn á hvannarlambi og hefðbundnu lambi í því fólginn að bragðið breytist aðeins. „Lambs- bragðið dofnar og á móti kemur vottur af hvönninni. Hvannarlambið er því upplagt fyrir þá sem eru sýknt og heilagt að röfla yfir sterku lambakjötsbragðinu,“ segir Sverrir og glottir við tönn. Hann segir alla sem vanir eru að borða lambakjöt finna þennan mun. Verkefnið er enn í þróun en Sverrir er ekki í nokkrum vafa um að markaður sé fyrir hvannarlamb, innanlands sem utan. „Gæti ég keypt það í búð myndi ég gera það. Þetta er líka akkúrat það sem útlendingurinn vill – stef við hið hefðbundna.“ Sverrir segir fáa geta gert þetta í heiminum og því sé sóknarfærið sannarlega fyrir hendi, hvannarlamb hafi alla burði til að verða vænleg vara til útflutnings. Sama máli gegni um önnur stef við hið hefðbundna lamb, svo sem fjörulamb, sem sé salt- ara, og heiðarlamb, sem sé meira út í villibráð. Að sögn Sverris er hvannarlambið góð viðbót við „Beint frá býli“-verkefnið sem matreiðslumeistarinn ber mikið lof á. „Eftir fimm ár verður íslenskur landbúnaður orðinn eins og sá franski; byggist upp á beint-frá-býli- hugsuninni. Fólk er tilbúið að leggja mikið á sig til að þefa uppi hráefni beint frá býli.“ Vænlegt til útflutnings Komdu við í næstu verslun sem selur lopann og skoðaðu úrvalið Íslenska ullin er einstök

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.