SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 27

SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Qupperneq 27
13. maí 2012 27 Rofabær Bæjarháls H ö fð a b a k k i G u llin b rú HallsvegurS tr a n d v e g u r S tr an dv eg ur B o rg a ve g u r Ko rp úl fs ta ða ve gu r Ve st u rl an d sv eg u r Reykjavegur Reykjavegur Þingv allave gur V e s tu rla n d s v e g u r V ík u rve g u r Þú sö ld Kristnibraut J ó n sg e isli Reynisvatnsvegur Suðurlandsvegur r r - aðskildur r - möl ur - hjólavísir ur ur - möl itafélafélaga d í km ýr æðinu Tilgangurinn er að vekja athygli á þeimheilsusamlega, umhverfisvæna oghagkvæma valkosti sem virkur ferða-máti er. Virkur ferðamáti getur falist í annaðhvort göngu eða hjólreiðum, en þróunin hefur orðið sú að flestir sem taka þátt í átakinu ferðast á hjóli,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu sem stend- ur fyrir átakinu. Átakið einskorðast því ekki við reiðhjól heldur geta áhugasamir einnig tekið þátt með því að ganga til vinnu, eða blanda sam- an almenningssamgöngum og göngu. „Vinsældirnar hafa aukist mikið. Fyrsta árið tóku þátt 535 einstaklingar á 44 vinnustöðum. Á síðasta ári voru þátttakendur orðnir 11.571 og komu frá 694 vinnustöðum. Forsvarsmönnum átaksins teljast til að 6,7% af vinnuafli hér á landi taki þátt og árangurinn sé mjög góður ef miðað er við sambærileg verkefni á Norð- urlöndum. Hjólamenning hér á landi hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár og átakið Hjólað í vinnuna á eflaust sinn þátt í því. Jóna segir að skemmtilegt sé að greina frá því að á undanförnum árum hafi atvinnurekendur tekið við sér og á mörgum vinnustöðum sé reið- hjólamönnum gert hátt undir höfði. Í mörgum tilfellum hafi aðstaða batnað, hjólagrindum komið fyrir, sturtuaðstaða bætt og á mörgum vinnustöðum séu starfsmenn hvattir til að nýta sér virkan ferðamáta með samgöngusamn- ingum. Þess má geta að á síðasta ári hjóluðu þátttakendur 830.000 km og forsvarsmenn átaksins reiknuðu út að miðað við meðalmann sem ekur á fólksbíl þá hafi sparast 15 milljónir króna í eldseytiskostnað á þeim þremur vikum sem átakið stóð yfir. Mikil uppbygging í borginni Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar og stýrði mótun hjólreiðastefnu fyrir Reykjavíkurborg . „Árið 2010 lögðum við drög að uppbyggingu hjólreiðastíga og bættri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk um alla borg. Það má segja að ferlið hefjist þegar við kynnum Grænu skrefin árið 2007, en þá var því lofað að Ægi- síðustígurinn yrði tvöfaldaður en hann liggur frá Ægisíðu í vestri upp í Heiðmörk í austri,“ segir Gísli Marteinn og bætir við að vinna við tvöföld- un upp í Elliðarádal sé á lokastigi. Gísli segist þekkja af eigin raun hversu mikil búbót þessi stígur sé fyrir hjólreiðamenn. Gísli nefnir einnig að nú á dögunum hafi lokið hönnunarsamkeppni um brýr yfir Elliðaárósa, sem muni reynast hjólandi Grafarvogsbúum mikil búbót. Með þeirri framkvæmd þarf ekki lengur að sneiða hjá ósunum heldur verður hægt að halda beint áfram annaðhvort inn á Sæbraut eða á nýjan stíg sem mun liggja meðfram Suður- landsbraut, af þeim stíg er t.d. síðan tiltölulega stutt leið að stórum atvinnusvæðum í Borg- artúni og í miðbænum. Gísli nefnir aukinheldur að hjólreiðaáætlunin frá 2010 geri ráð fyrir hjólahraðbraut sem liggi úr Laugardalnum, meðfram Sundlaugavegi inn í Borgartún yfir Snorrabraut og inn á Skúlagötu þaðan sem stutt er í miðbæinn. Sú hugmynd er þó ennþá í hönnunarferli að sögn Gísla Marteins. Aðspurður um framtíðaráherslur yfirvalda segist Gísli að minnsta kosti sjálfur sjá fyrir sér að borgin verði þannig úr garði gerð að allir samgöngumátar verði sem þægilegastir, hvort sem um er að ræða strætókerfi, reiðhjól, einkabíl eða gangandi umferð. Gísli segir Reykjavík ágæta hjólaborg frá náttúrunnar hendi, hér sé ekki of heitt þannig að reiðhjólafólk mæti sveitt til vinnu og bætir því við í miklum hjólaborgum á Norðurlöndum séu veturnir oft kaldari en hér á landi. „Þeir sem ekki hjóla segja oft að bæta þurfi aðstöðu á vinnustöðum, t.d. stutuaðstöðu sem er auðvitað sjálfsagt. Fólk hjólar um mis- langan veg og mishratt. En ég er t.d. í þeim hópi eins og margir aðrir, sem fer ekkert sérstaklega hratt yfir og notar hjólið um tiltölulega skamm- an veg og þá þarf ekkert endilega að fara í sturtu á leiðarenda.“ Tölur sýna að fólk er farið að hjóla mun meira en áður og Gísli nefnir í því sambandi nýlega ferðavenjukönnun sem sýni fram á 1000% fjölg- un hjólreiðafólks frá 2002. „Auðvitað kemur það að einhverju leyti til vegna þess að mjög fáir hjóluðu árið 2002 en engu að síður er um gríð- arlega aukningu að ræða. Reglulega gerum við sniðtalningar sem telja alla bíla- og hjólaumferð í borginni, þær tölur sýna einnig mikla fjölgun reiðhjólamanna ár frá ári.“ Gísli bætir við að í Kaupmannahöfn sé talið á milli 30%-50% vinnuafls mæti til vinnu á hjóli. Hann segir þær tölur ekki hafa verið svo háar fyrir nokkrum áratugum og árangurinn megi að töluverðu leyti þakka bættri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Hjólar þú í vinnuna? Átakið Hjólað í vinnuna fór af stað í 10. skipti hinn 9. maí síðastliðinn og mun standa yfir til 29. maí. Verkefnið miðar að því að hvetja sem flesta til að hreyfa sig reglu- lega og taka upp virkan ferðamáta. Hjólað í vinnuna er keppni milli vinnustaða, annars vegar um flesta keppn- isdaga og hins vegar á milli liða um flesta kílómetra. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.