SunnudagsMogginn - 13.05.2012, Blaðsíða 38
38 13. maí 2012
Það mundi gleðja mig mjög, ef það kæmi í ljós, að útnefningmín yrði til þess að örva konur til þátttöku í stjórnmálum,“sagði Auður Auðuns í viðtali við Morgunblaðið í september1970. Þá hafði þingflokkur sjálfstæðismanna valið hana sem
ráðherra og tók hún við því embætti fyrst íslenskra kvenna.
Breytingar voru gerðar á skipan viðreisnarstjórnarinnar við fráfall
Bjarna Benediktssonar í júlí 1970. Jóhann Hafstein varð forsætisráð-
herra en lét í kjölfarið af embætti dóms- og kirkjumálaráðherra sem
Auður tók við. Hún var þá þrautreyndur stjórnmálamaður. Var kjör-
in borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins árið 1946
og átti þar sæti til 1970. Deildi borgarstjóraembættinu með Geir Hall-
grímssyni 1959 til 1960. Var svo kjörin á þing 1959 hvar hún sat í
fimmtán ár eða allt til ársins 1974. Ráðherra var hún til vors 1971.
Morgunblaðsviðtalið við Auði Auðuns endurspeglar vel tíðarand-
ann og viðhorfin eins og þau voru haustið 1970. „Sumir telja, að
hlutverk konunnar sé fyrst og fremst það að hugsa um heimili og
börn en láta önnur mál afskiptalaus,“ sagði blaðamaður og spurði„Örva konur til þátttöku í stjórnmálum,“ sagði Auður Auðuns sem varð ráðherra haustið 1970.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Myndasafnið 12. september 1970
Brautryðjandi
og ráðherra
Hann var síðastur í röðinni af fjórum börn-um mínum … sá eini af þeim sem kvaldimig ekki þegar ég ól hann í heiminn,þannig vissi ég að hann yrði sérstakur,“
segir móðir Shawn Corey Carter í inngangi lagsins
December 4th. Shawn Carter er betur þekktur undir
nafninu Jay-Z, einhver áhrifaríkasti rappari samtím-
ans. Viðskiptajöfur, samfélagsgagnrýnandi, fatafram-
leiðandi og í ofanálag giftur einni fegurstu konu heims,
Beyoncé Knowles. Hvernig hann lætur texta sína flæða,
ýmist hægt eða ógnarhratt á svo ofursvalan og áreynslu-
lausan hátt fær marga til að hrífast með. Rímnaflæði og taktur
er honum eðlislægur, rembingurinn sem einkennir svo marga
rappara er víðsfjarri. Það er með ólíkindum hvernig hann sam-
einar næmi fyrir móðurmálinu og hrynjandi svo áreynslulítið, skil-
ur áheyrendur eftir nánast steinrunna. Rapparinn er þekktur fyrir að
skrifa nær aldrei niður texta, annaðhvort mætir hann í stúdíó með
línurnar í höfðinu eða þær renna af vörum hans jafnóðum og takt-
urinn er sleginn. Í útliti skilur hann sig ekki frá staðalmynd dæmigerðs
rappara en sviðsframkoma, tækni og voldug ára skilur hann frá hjörð-
inni.
Jay-Z ólst upp í Marcy-hverfinu í Brooklyn, umhverfi eiturlyfja og til-
heyrandi harðneskju. Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar hann var tólf ára
og rapparinn verðandi daðraði við vopnaburð og sölu eiturlyfja, fetaði sama
stíg og margir kollega hans. „Ég fór í skóla, fékk góðar einkunnir, gat hagað
mér vel þegar ég vildi/En ég hafði djöfla innra með mér sem opinberuðust þeg-
ar mér var ógnað,“ segir Jay-Z í einu laga sinna. Rapparar hafa löngum þótt
vera fjölskrúðugur hópur og margir þeirra lent upp á kant við lögin.
Sjálfur segir Jay-Z að illa hafi gengið að koma sér á framfæri, valið hafi staðið á
milli þess að hætta í bransanum eða stofna eigið útgáfufyrirtæki. 1996 stofnaði
hann ásamt félögum sínum Rocafella Records og hefur ekki litið til baka síðan.
Ásamt því að hafa selt yfir 50 milljónir platna hefur Jay-Z látið til sín taka á öðr-
um sviðum tónlistar og meðal annars verið forstjóri Def-Jam-útgáfufyrirtæk-
isins áður en hann stofnaði Roc Nation.
Lætur sig samfélagsmál varða
Hann hefur einnig látið til sín taka á viðskiptasviðinu, hann stendur að tísku-
merkinu Rocawear auk þess að koma að kvikmyndagerð í gegnum Rocafella
films. Vísnahöfundurinn er talinn vera sá rappari sem mestrar fjárhagslegrar
velgengni hefur notið og er metinn á yfir 450 milljónir dollara.
Þó að oft bylji hæst í tómri tunnu hefur Jay-Z lagt sitt af mörkum til sam-
félagsmála og oft á tíðum ort um viðkvæm málefni líðandi stundar. Jay-Z
Hann er síst ómerkilegri en hans betri
helmingur. Samfélagsrýnirinn Jay-Z
lætur til sín taka á ýmsum sviðum.
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is
Jay-Z og Beyoncé
eru meðal áhrifa-
mestu tónlistar-
manna vestanhafs.
’
Barack Obama
hefur sagt op-
inberlega að
honum líki hugsunar-
háttur rapparans
og hann hafi
tækifæri til
að hafa já-
kvæð áhrif
á viðhorf
sam-
borgara
sinna.
Mælskur með
eindæmum
Frægð og furður