Morgunblaðið - 06.06.2012, Side 11

Morgunblaðið - 06.06.2012, Side 11
List og hönnun Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, myndlistarmaður og hönnuður, á vinnustofu sinni á Akureyri. rósir, sem allar selja hönnunarlínu mína. Þetta hefur markað leið mína frá upphafi og gert drauma morgundagsins að tækifærum dagsins í dag.“ Sveinbjörg hefur ávallt unnað náttúrunni, með öllum sínum fjöl- breytileika. Fuglar hafa verið í miklu uppáhaldi og eru hönnunar- vörur hennar meðal annars unnar upp úr seríu grafíkverka sem nefnist Garðveisla. Þar getur að líta samspil þrasta og reynitrjáa og þá veislu sem í gang fer þegar fuglarnir fara að njóta berjanna. Hrafninn Sveinbjörg segist líka hafa einstakt dálæti á hrafninum sem víða kemur fram í verkum hennar í gegnum tíðina. Úr þeim verkum urðu til hönnunarvörur eins og filmur í glugga, birkibakkar og thermo-bollar sem hafa notið mik- illa vinsælda og er ljóst að Íslend- ingurinn er afar hrifinn af hröfn- um líkt og Sveinbjörg sjálf. Sveinbjörg opnaði á dögunum sýningu á hönnunarlínu sinni í versluninni Hjá Ófeigi á Skóla- vörðustíg 5 í Reykjavík. Sýningin stendur til 20. júní og er opin á sama tíma og verslunin DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Drengjakór Hafnarfjarðar heldur sumarskemmtun á Rúbín í Öskjuhlíð kl. 20 í kvöld. Kórinn hefur verið starfandi frá árinu 2008 og lofar söng og glensi fyrir gesti sumar- skemmtunarinnar. „Við flytjum lög í léttari kantinum, erum svolítið í poppinu,“ segir Jóhann Arnar Ragnarsson, einn af meðlimum kórsins. „Þetta verða lög með Egó, Billy Joel, Sálinni hans Jóns míns, Eric Clapton og einhverjum í þeim dúr,“ útskýrir Jóhannes og bæt- ir við að Drengjakór Hafnarfjarðar hafi mikla sérstöðu meðal annarra karlakóra. „Við státum okkur af því að vera eini karlakór landsins sem hefur konu sem meðlim,“ útskýrir hann en Margrét Ragnarsdóttir skip- ar stöðu fyrsta tenórs hjá kórnum sem inniheldur enga drengi þó nafnið bendi til annars. Sumarskemmtun Drengjakórs Hafnarfjarðar Flytja lög í léttari kantinum ið hér á landi. Búðin verður opnuð í bakhúsi við Laugaveg 27 föstudaginn 8. júní svo nú er allt á fullu við að setja búðina upp og gera allt tilbúið. „Við erum enn að saga og bora en þetta gengur vel og ég hugsa að við náum að klára fyrir föstudaginn. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Maarit hlæjandi. Hér til hliðar má sjá brot af þeim vörum sem verða til sölu hjá þeim Maarit og Satu en eins og sjá má ratar allt milli himins og jarð- ar inn í búðina Suomi PRKL! Design. Sveinbjörg er fædd og uppalin í Reykjavík en á ættir sínar að rekja til Eyrarbakka og Laxamýrar í Að- aldal. Faðir hennar er Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri, fyrrverandi lögreglumaður, og Þórunn Franz, tónskáld. Sveinbjörg hóf nám við Kenn- aradeild Myndlista- og handíða- skóla Íslands árið 1974 og lauk myndmenntakennaraprófi þaðan 1978. Á árunum 1986 til 1990 stundaði hún nám við Myndlista- skóla Reykjavíkur og því næst við málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árin 1990 til 1992. Sveinbjörg hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum á Íslandi sem og erlend- is en verk hennar eru meðal ann- ars í eigu forseta Finnlands og konungshjónanna í Svíþjóð. Svein- björg hefur fengið viðurkenningu EUWIIN kvenna árið 2011 og hann- aði jólafrímerki og Jólaprýði Póstsins árið 2010. Forseti Finnlands og konungs- hjónin í Svíþjóð eiga verk SVEINBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR Birkidiskur Sveinbjargar Eitt margra verka hennar þar sem sjá má hrafninn. Úrframleiðandinn JS Watch Co. Reykjavik tengir úrin sín við viðburði í sögu Íslands og hefur nú hannað viðhafnarútgáfu af Frisland Goð úrinu sem var kynnt í fyrra tengt eld- gosinu í Eyjafjallajökli. Um er að ræða sérhannað úr gert úr hringlaga skífu með ösku úr eld- gosinu í Eyjafjallajökli í stálkassa sem er handgrafinn með mynstri í forníslenskum stíl. Við hönnun úrsins voru fornmunir eins og skartgripir, vopn, drykkjarhorn, rúmgaflar, askar, stólar og skápar á Þjóðminjasafni Ís- lands skoðaðir vel til að fá innblástur. Á hlið úrsins stendur orðið „Ísland“ með svokölluðu Höfðaletri sem er séríslenskt skrautletur. Letrið var aðallega notað fyrr á öldum til að skreyta muni úr tré og síðar málmi. Það var ekki öllum læsi- legt og því oft notað til vörslu leynd- armála. Hvert úr þarf að sérpanta og mögulegt verður að fá grafinn per- sónulegan texta í úrið með hinu forna Höfðaletri, til dæmis nafn eigandans. JS Watch Co. úrin eru íslensk hönnun og eru sett saman á Íslandi en gangverk þeirra er sérsmíðað í Sviss en skífur, kassar og aðrir íhlutir eru smíðaðir í Þýskalandi og Sviss. Glerið er demantsslípaður safírkrist- all með spegilvörn og ólarnar eru handsaumaðar. Íslensk úr í viðhafnarútgáfu Skreytt með forníslensku letri EIKJUVOGI 29, 104 RVK | Sími 694 7911 OPIÐ: mán. - fim. 12–18, fös. 12–16 Glæsilegur og vandaður sundfatnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.