Morgunblaðið - 06.06.2012, Page 12

Morgunblaðið - 06.06.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég er búinn að veiða þá nokkra um ævina en þetta er alltaf eins, adrenalínkikkið,“ segir Bjarni Júl- íusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, gleiðbrosandi og horfir á hendur sínar sem skjálfa eftir átökin og spennuna. Hann lítur síð- an upp og ávarpar hóp áhorfenda sem hafa safnast saman á bakk- anum, fjölmiðlamenn og félaga í stjórninni: „Þessi var falleg, vel haldin; hefur verið svona tíu pundari.“ Ég spyr hvort hann haldi sig við spána um fjölda laxa í opnuninni. „Já, það er óbreytt spá. 27 laxar. Þessi byrjun veit á gott. Það er mik- ið af fiski hérna, hann liggur alveg á brotinu, heldur lengra útí – og Árni tekur annan þar á eftir.“ Þar gefur formaðurinn boltann á varaformanninn, handboltakempuna fyrrverandi Árna Friðleifsson. Inneign fyrir bjartsýni Eins og undanfarin ár var á annan tug gesta mættur að fylgjast með stjórnarmönnum í SVFR og mökum þeirra hefja veiðar í Norðurá í gær- morgun. Sá viðburður markar upp- haf laxveiðitímabilsins en veiði hefst um leið á neðsta svæði Blöndu og í Straumunum. Bjarni hafði spáð bestu veiði í upphafshollinu á þessari öld, 27 löxum, og það var inneign fyrir bjartsýni eftir að helstu veiði- staðir höfðu verið skyggndir daginn áður; sjá mátti laxa á flestum. „Við höfum ekki séð jafn mikið af laxi fyr- ir opnun síðan 1999,“ sagði formað- urinn. Fékk góða dýfu á leiðinni Eftir að Bjarni hefur landað fyrsta laxinum dreyfast stjórnar- menn á önnur svæði árinnar. Við sjáum að handan ár setur Bernharð Petersen í lax við Eyrina en sá lekur af eins og sá sem Bjarni hafði sett fyrst í, klukkan sjö mínútur yfir sjö. Sá sem hann landaði tók þremur mínútum síðar og var þungur á; steypti sér fram af Brotinu og þurfti Bjarni að elta hann niður ána, datt í ána á leiðinni og landaði honum eftir hlaup í Almenningi. „Hann tók þannig roku út að ég réð ekkert við hann. Hann lét mig hlaupa,“ segir Bjarni og brosir breitt. Ég fékk helv... góða dýfu á leiðinni. Þetta var rosalega gaman.“ Við sitjum á bakkanum og fylgj- umst með Árna veiða. Skyndilega sprettur Bjarni upp og hrópar„ Já- jájá!“ Lax er á hjá Árna og tíu mín- útum síðar hjálpast félagarnir að við að landa annarri vænni hrygnu. Og stjórnarmenn voru ekki hættir; áður en vaktinni lauk voru ellefu laxar komnir á land og fjórar vaktir eftir til að láta spá formannsins rætast. „Þessi byrjun veit á gott“  Ellefu laxar veiddust á fyrstu vakt sumarsins í Norðurá  „Það er mikið af fiski hérna,“ segir Bjarni Júlíusson sem veiddi fyrsta laxinn  Fyrsta vaktin á neðsta svæðinu í Blöndu gaf sex laxa Morgunblaðið/Einar Falur Togast á Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Bjarni Júlíusson, um það bil að landa fyrsta laxi sumarsins í Norðurá og bíður Árni Friðleifsson varaformaður átekta. Var þetta um tíu punda hrygna sem var sleppt aftur. Ljósmynd/Höskuldur Erlingsson Silfurbjört Hermann Svendsen með fyrsta laxinn úr Blöndu í ár, sautján pund og 93 cm. Laxinn fékk hann í Damminum á neðsta svæði árinnar. „Það komu laxar upp úr Damm- inum báðum megin, pattara- legir tveggja ára fiskar, og svo komu líka upp laxar á Breiðunni, báðum megin,“ segir Höskuldur Erlingsson, lögreglumaður og leiðsögumaður við Blöndu, en hann fylgdist með veiðimönnum byrja að kasta fyrir laxinn þar í gærmorgun. Komu sex laxar upp á morgunvaktinni, tíu til sautján punda, en auk þess nokkrir hoplaxar sem ekki telj- ast með. Dagana fyrir opnun hafði Höskuldur séð laxa í Hol- unni og Damminum, þannig að vitað var að þeir væru mættir, þegar veiðimenn sem ekki hafa áður veitt í opnun árinnar byrj- uðu í gær. „Þetta er mjög fín byrjun. Það var kalt í veðri þegar veiðin hófst, ekki nema tvær þrjár gráður, en sólin yljaði og vatns- staðan er nokkuð góð, vatnið er í minna lagi, en þá gerist það hinsvegar að laxinn leggst nokkuð oft nokkuð djúpt í Damminum,“ segir Höskuldur. Hann bætir síðan við að laxar hafi komið nokkrum sinnum í flugur veiðimanna þar en ekki tekið fyrr en „garðflugunni“ var rennt að þeim – ánamaðkinum. Laxarnir á Breiðunni tóku hinsvegar flugur, enda hefur hún verið gerð að hreinu flugu- veiðisvæði. „Mér finnst Breiðan í Blöndu líka vera einhver falleg- asti fluguveiðistaður landsins, þar er gaman að þenja tvíhend- una og þegar laxinn gengur af krafti getur verið ótrúlega mikið líf þar og laxar stökkva út um allt,“ segir hann. „Pattaralegir tveggja ára“ LAXINN MÆTTUR Í BLÖNDU Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu fann fíkniefni við húsleit á tveimur stöð- um í Reykja- vík fyrir helgina. Karl á þrí- tugsaldri var handtekinn í íbúð fjölbýlis- húss í Breið- holti en grun- ur lék á að kannabisefni væru seld þaðan. Mikla kannabis- lykt lagði frá íbúðinni en innandyra fundust um 170 grömm af marijú- ana í söluumbúðum. Lögreglan lagði sömuleiðis hald á tæplega 50 grömm af marijúana í söluumbúðum í kjallaraíbúð í Vesturbænum. E-töflur fundust einnig á staðnum en gestkomandi maður í íbúðinni var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Húsráðand- inn var hins vegar fjarstaddur en hann var kallaður á vettvang og yfirheyrður. Lögreglu höfðu borist tilkynn- ingar um tíðar mannaferðir í íbúð- ina á öllum tímum sólarhrings og þegar hún mætti á vettvang lagði mikinn kannabisþef frá íbúðinni. Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefni fundust við húsleit í tveimur íbúðum í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.