Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS SAGAN SEGIR SITT Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Framhaldsskólar sem bjóða upp á verknámsbrautir, s.s. í málm- og vél- tæknigreinum og byggingargrein- um, leita ýmissa leiða til að laða ungt fólk í verknámið. Mikill skortur er á fagmenntuðu fólki í málmiðnaði og allt of fáir ljúka námi í þessum grein- um að mati flestra, en þessa er líka farið að gæta í byggingargreinum eftir að samdráttarskeiðið hófst í kjölfar bankahrunsins. „Við finnum fyrir því í öllum skól- um að það er dvínandi aðsókn í bygg- ingargreinar,“ segir Ársæll Guð- mundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, og tekur sem dæmi að fækkað hafi nemendum sem stunda nám í pípulögnum. Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur þó tekist að fá rúmlega 100 nemend- ur til að leggja stund á nám í málm- iðngreinum. Í vor hófst sérstakt samstarfs- verkefni Iðnskólans í Hafnarfirði og fyrirtækja, þ.á m. álversins í Straumsvík, sem miðar að því að efla áhuga á námi í málmiðnaði. Alls níu smiðjur og iðnskólinn tóku höndum saman og birtu auglýsingar þar sem nemendum sem koma til náms í málmiðngreinum er tryggð sumarvinna næsta sumar í þessum smiðjum. „Þarna erum við að stíga þetta fyrsta skref sem byggist á samstarfi atvinnulífs og skóla. Við vonumst til að þetta verði líka að veruleika í byggingargreinunum síð- ar meir þannig að þeir sem koma t.d. til náms í húsasmíði verði tryggð sumarvinna í ákveðnum fyrirtækjum og síðan tæki námssamningur væntanlega við í framhaldinu,“ segir Ársæll. Samstarfið hófst með aug- lýsingum í vor og því er ekki enn komið í ljós hver árangurinn verður. Enginn tekið sveinspróf í málmsuðu í tíu ár Ástandið er mismunandi eftir greinum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa verið fáir nemendur í málmiðngreinum að vél- virkjun þó undanskilinni, sem hefur notið vinsælda. Þess finnst vart dæmi á umliðnum áratug að nemandi hafi tekið sveinspróf í málmsuðu. Stjórnendur Iðnskólans í Hafnar- firði hafa ákveðið að bregðast við þessu til að laða nemendur að námi í málmsuðu og lögðu í fyrradag inn umsókn hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu um að fá að þróa sérstaka námsbraut í málmsuðu. Að sögn Ársæls er hugmyndin sú að endurhanna námsbrautina og bjóða upp á styttri námsbraut fyrir nemendur sem vilja læra málmsuðu enda bendir hann á að veruleg eftir- spurn er eftir starfskröftum þeirra í málmsmiðjum. Ársæll segir skólann reyna eftir fremsta megni að halda úti verk- námsáföngum þó fáir nemendur skrái sig í þá. Mikilvægt sé einnig að gæta þess að verkþekking deyi ekki út. ,,Við höfum til dæmis í vetur verið með einn nemanda í tréskipasmíði. Kennarinn hans, sem er tréskipa- smiður, er orðinn 83 ára en hann býr yfir þessari þekkingu. Við megum ekki týna þessum verkhefðum niður.“ Sextán nemendur luku námi af málm- og véltæknisviði Borgarholts- skóla í vor. Boðið er upp á nám í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun auk málmsuðubrautar. Það gefur augaleið að of fáir nem- endur ljúka námi í þessum iðngrein- um að mati Aðalsteins Ómarssonar, kennslustjóra málm- og véltækni- greina við skólann. Brýnt er að breyta ímyndinni sem loðir við margar málm- tæknigreinar til að laða að nemendur en at- vinnumöguleikar eru vissulega til staðar, að sögn hans. Reynt að laða fólk í verknámið Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirspurn Í dag starfa á fimmta þúsund manns í málmiðnaði en þörf er á miklu fleiri fagmenntuðu fólki, ekki síst í álverum.  Dvínandi aðsókn í byggingargreinar  Iðnskólinn í Hafnarfirði sækir um leyfi til að þróa námsbraut í málmsuðu  Reynt að efla áhuga á málmiðnaði með samstarfi við fyrirtæki sem lofa sumarstörfum Svanhildur Björk Gísladóttir út- skrifaðist sem rennismiður frá Borgarholtsskóla í vor. Hún segist ekkert hafa þekkt til rennismíði þegar hún byrjaði í skólanum. ,,Ég ætlaði fyrst í bíla- málun. Fór svo að vinna við hana og fannst hún ekki nógu spennandi en prófaði áfanga í rennismíðinni í grunndeildinni og fannst það rosa- lega skemmtilegt nám,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Svanhildur flutti ræðu útskrift- arnema á útskriftarhátíð Borgar- holtsskóla á dögunum og sagði verknámið ekki síður mikilvægt en bóknámið, því hvorugt geti án hins verið. „Fólk er oft að metast um hvort sé mikilvægara að hafa bóklega menntun eða verkmenntun og hef ég oftar en ekki heyrt annars vegar þá skoðun að bóknámsnemendur séu að læra að verða ekki neitt en verknámsnemendur séu að læra að verða eitthvað og svo hins vegar að bóknám sé miklu merkilegra en verknám. En staðreyndin er sú að ef við hefðum ekki hvort tveggja væri ekkert hægt að gera,“ sagði hún. Svanhildur minnti á að þegar bóklærði arkítektinn er búinn að hanna flott hús kemst hann ekkert lengra nema hafa verkmenntaða smiðinn til að byggja húsið. „Ekki væri heldur verra fyrir arkítektinn að hafa einhverja verk- lega þekkingu til að vita hvort hug- myndir hans eru framkvæman- legar eða ekki og almennt er fólk miklu meira sjálfbjarga ef það hef- ur einhverja verkþekkingu. Þess vegna ætla ég að taka þetta skref- inu lengra og verða á endanum bæði verkmenntuð og bók- menntuð, en í framtíðinni stefni ég á að klára tæknifræði eða verk- fræði í háskólanum,“ sagði Svan- hildur í ræðunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá taflmenn sem voru lokaverkefni Svanhildar og Sigurðar Brynjars- sonar í rennismíðinni. ÚTSKRIFAÐIST SEM RENNISMIÐUR FRÁ BORGARHOLTSSKÓLA „ Rosalega skemmtilegt nám“ Fjöldi nemenda í grunn- námi í málm- og rafsuðu 1997 20 1998 16 1999 12 2000 4 2001 12 2002 11 2003 16 2004 14 2005 2 2006 2 2007 0 2008 0 2009 0 2010 0 2011 0 Heimild: Hagstofa Íslands Fjöldi nemenda í grunnnámi í bygginga- og mannvirkjagreinum 1997 132 1998 151 1999 155 2000 199 2001 206 2002 213 2003 302 2004 284 2005 287 2006 353 2007 354 2008 282 2009 233 2010 172 2011 111 Heimild: Hagstofa Íslands Ferðafélag Árnesinga verður með ferð í fuglafriðlandið í Flóa í sam- vinnu við Fuglavernd miðvikudag- inn 6. júní kl. 20:00. Jóhann Óli Hilmarsson fugla- fræðingur mun leiðbeina þátttak- endum um friðlandið. Safnast verð- ur saman í bíla við Samkaup á Selfossi klukkan 20:00 stundvís- lega. Þátttakendur eru minntir á að taka sjónaukann með. Skoðunarferð um fuglafriðland í Flóa Grasagarður Reykjavíkur ræktar fjölmargar plöntur sem eiga upp- runa sinn á skógarsvæðum tempr- aða beltisins nyrðra. Á fimmtudag kl. 20 verður skógarbotninn skoð- aður með Jóhönnu Þormar garð- yrkjufræðingi og Hirti Þorbjörns- syni forstöðumanni garðsins. Gangan hefst við aðalinngang- inn. Þátttaka ókeypis og allir eru velkomnir. Skoðunarferð um Grasagarðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.