Morgunblaðið - 06.06.2012, Page 39

Morgunblaðið - 06.06.2012, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2012 Beethoven-hringurinn svo-nefndi í umsjá finnskastjórnandans HannusLintus (44) hófst sl. des- ember með nr. 1-3 og 4-5. Þriðji hlutinn rann upp á föstudag með nr. 6 og 7, og lýkur honum með nr. 8 og 9 á tvíteknum tónleikum fimmtu- og föstudag. Með því að ódauðlegar hljóm- kviður Beethovens hafa, óhætt að segja, sett tóngreininni viðmiðunar- grundvöll alla 19. öld (sumir segja jafnvel fram á okkar tíma) er að mörgu leyti verjandi að fremja slíka heildarúttekt á einum starfsvetri. Í það minnsta á 3-4 árum, líkt og kann raunar að hafa verið gert að nánar ókönnuðu. Fyrir nú utan hið rekstrarlega gagn, þar eð enginn annar sinfóníuhöfundur fyrr né síð- ar laðar fleiri hlustendur að hljóm- leikahúsum. Að því ógleymdu að varla hefur nokkurt annað tónskáld jafnsnemma auðsýnt jafnfjölbreytta efnismeðferð, þar sem nánast hver einasta sinfónía, a.m.k. frá og með Eroicu, er samin út frá sérstakri nálgun eða „konsepti“. Pastoral- eða Sveitasinfónían (1808) í F er oft flokkuð sem „pró- grammtónlist“ – jafnvel þótt Beethoven hafi sjálfur undirstrikað að hún byggðist frekar á tilfinn- ingum fyrir guðsgrænni náttúru en eiginlegri forskrift. Árni Heimir Ingólfsson nefndi í tónleikaskrá nokkur lítt þekkt en forvitnileg dæmi um slíkar tónsmíðar frá dög- um Haydns og Beethovens, en þó ekki eldri fiðlukonserta Vivaldis er beinlínis eru samdir við efnislýsandi sonnettur, líklegast eftir rauða klerkinn sjálfan. Heimasíða SÍ minntist á notkun hæga þáttarins í nýlegri kvikmynd, The King’s Speech, og fer skv. því að slá í Fan- tasia-teiknimynd Disneys frá 1940 er nýtti enn fleira úr verkinu sem bakgrunn við forngríska sveitasælu goða og hálfgoða. Það fyrsta sem sló mann við með- ferð Lintus var hið létta og loft- kennda yfirbragð, einkum miðað við þunghentari stjórnendur aftan úr æskuárum eins og Beecham og Klemperer. Var ekki laust við að blessuð upprunastefnan, með smá- endurómi af Sturm und Drang, hefði haft einhver áhrif, en sízt til hins verra. Í samræmi við það var strengjasveitin nokkru fáliðaðri en venjulega og svo sem ekki í fyrsta skipti. Eini gallinn á því var jafn- vægistengdur, enda eru nútímatré- blásarar mun sterkari en áður var. Fyrir vikið vildi fíngerðasta strengjavíraverkið stundum kafna, því þó að salurinn skili ofurveikum leik afburðavel, þá gildir það ekki í slíkri samkeppni. Það sem þó heyrðist úr strengjum var í þokka- bót oft fullóskýrt og ósamtaka, og átti það líka við síður viðkvæma Sinfóníu nr. 7. Annars var margt dáfallega leikið í Sexunni; alveg sér- staklega undrablíð andrá í lok fínalsins. Sjöan (1813) – „upphafning dans- ins“ eins og Wagner kallaði (hann ku hafa stigið hana í Feneyjum við undirleik Liszts!) – skaraði fram úr í flutningi. Burtséð frá ískrandi fölskum lokahljómi luðra í I. náði sveitin almennt betur saman og snerpan var hvassari. Samt gafst líka ráðrúm til saumnálahljóðs upp- hafs á fúgatóinu í II., er hlaut að vera dulúðugasta útgáfa þess arna í manna minnum. Og veitti svosem ekki af fyrir hjakkkenndar orku- hleðslurnar í vorblótsdansi loka- þáttar þar sem Beethoven hnyklar vöðvana fast að mörkum hins bæri- lega. Að öllu samanlögðu voru þetta hinir ánægjulegustu tónleikar, er sýndu stundum nýjar hliðar á göml- um stríðsfákum. Sinfóníutónleikarbbbmn Beethoven: Sinfónía nr. 6 og 7. Sinfón- íuhljómsveit Íslands, stjórnandi Hannu Lintu. Eldborg í Hörpu, föstudaginn 1. júní kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Morgunblaðið/Ómar Léttleiki „Það fyrsta sem sló mann við meðferð Lintus var hið létta og loft- kennda yfirbragð,“ segir í dómi um tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Nýjar hliðar á gömlum stríðsfákum Verkið Frosting, lifandi innsetning þar sem danslist, tónlist og mynd- list tvinnast saman, eftir dans- listakonuna Ragnheiði Bjarnason, var frumsýnt í Tókýó 2. júní sl. í galleríinu xyz collection. Til stend- ur að sýna verkið í ágúst hér á landi. Verkið samdi Ragnheiður en um tónlist og hljóðmynd sá Benjamin Dousselaere og Ásgerð- ur Gunnarsdóttir er dramatúrg. Um verkið segir Ragnheiður að tilgangur þess sé að skapa heim sem taki á efniviðnum glassúr, „hvernig við notum glassúr til að húða beiskari hluti og gera þá sæta og fallega“, eins og hún orðar það. Í því kanni hún hvað liggi undir glassúrnum og leiði það fram í dagsljósið. Svara sé leitað við ýmsum spurningum, m.a. hver sé glassúr nútímans, hvers vegna fólk sækist eftir því að fegra raunveruleikann og hvar hin óraunverulega fegurð og hið óraunverulega líf liggi. „Hver er þá raunveruleikinn á bak við feg- urðina? Er hann ljótur? Því að hlaða sykri á allt sem kemur fyrir í okkar lífi? Erum við ekki nógu sæt?“ spyr Ragnheiður og leitast við að svara þeim spurningum. Markmiðið sé að kanna hvort ein- staklingurinn hafi stjórn á því sjálfur hvort hann noti glassúr í daglegu lífi eða hvort hann stjórn- ist af samfélagslegum öldum og bylgjum. Ragnheiður Bjarnason útskrif- aðist frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2009 og er ein stofn- enda listhópsins Samsteypunnar sem sett hefur upp ný dansverk árlega, allt frá árinu 2006. Hún hefur unnið sjálfstætt frá útskrift og eru verk hennar þverfagleg, í þeim blandast saman dans, hreyf- ingar, innsetningar og sjónlist. Ragnheiður kom m.a. að verkinu Hvað býr í Pípuhattinum, lifandi innsetningu sem ætluð er börnum og var tilnefnd til Grímuverðlauna sem barnaverk ársins í fyrra. helgisnaer@mbl.is Glassúr Dansarinn og danshöfund- urinn Ragnheiður Bjarnason. Hvað er undir glassúrnum?  Verkið Frosting frumsýnt í Tókýó Morgunblaðið/Golli Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Kristján Eldjárn - minningartónleikar (Stóra sviðið) Fim 7/6 kl. 20:00 Allur ágóði rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárn Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! 568 8000 | borgarleikhus.is Rómeó og Júlía – síðustu sýningar Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.