Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 1
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar var harðlega mótmælt á fjölmennum fundi á Austurvelli í gær, þess var krafist að haft yrði samráð við hags- munaaðila. Bent var á að í umsögnum fjölda aðila hefði komið fram eindregin gagnrýni á frumvörpin, þau gætu graf- ið undan mörgum sjávarútvegsfyrir- tækjum og komið þeim á vonarvöl. Fyrirhugað gjald fyrir veiðiheimildir væri allt of hátt og myndi auk þess að- allega verða landsbyggðarskattur. Hátt í sjötíu fiskiskipum var siglt til Reykjavíkur til þess að sjómenn gætu tekið þátt í fundinum ef þeir vildu. Mikill hiti var í mörgum fundarmönn- um en hópur fólks sem sagði útvegs- menn ekki hafa neinn einkarétt á veiði- kvótum, boðaði einnig til fundar á sama stað. Mikið var um frammíköll og púað var á suma ræðumenn. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, sagði að Grenivík væri lítið þorp, þar væri mikil náttúru- fegurð en fólkið þyrfti líka að hafa sitt lífsviðurværi. „Eru Íslendingar ekki búnir að fá nóg af gjaldþrotum?“ spurði Guðný. Allir í sáttanefndinni ósáttir við tillögurnar Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, rifjaði upp að svonefnd sátta- nefnd hefði með starfi sínu lagt grunn að endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða. „En frá því að nefndin lauk störfum haustið 2010 hefur ekkert samráð verið um málið,“ sagði Adolf. Nóg komið af gjaldþrotum  Sjávarútvegsfrumvörpum mótmælt á Austurvelli „Ríkisstjórnin hefur ein unnið frum- vörp sem allir aðilar að sáttanefndinni eru ósáttir við.“ Árni Bjarnason, formaður Far- manna- og fiskimannasambandsins, sagði m.a. að erfitt gæti reynst að ná samningum um kaup og kjör við út- vegsmenn ef frumvörpin færu í gegn, svo mikill yrði vandinn vegna veiði- gjaldsins. Hann gagnrýndi óbeint um- mæli Sævars Gunnarssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, en Sævar sagði í vikunni að útvegsmenn beittu starfsmenn sína þvingunum til að fá þá til að taka þátt í fundinum. „Ég vísa því alfarið til föðurhúsanna að stjórn sam- bandsins sé hér að mótmæla vegna þrælsótta við útgerðarmenn,“ sagði Árni. MSamstöðufundur »22-23 Morgunblaðið/Ómar Mótmælt Allt að 2.000 manns voru á Austurvelli í gær. Þorri viðstaddra samþykkti með lófataki ályktun til Alþingis um að frumvörpin yrðu endurskoðuð og vandað betur til verka. F Ö S T U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  132. tölublað  100. árgangur  ÍSLENSKUR MENN- INGARHEIMUR GEYMDUR Í ÍSMÚS ÞRIGGJA VIKNA EVRÓPUHÁTÍÐ ER HAFIN HRAFNINN ER TRYGGUR, GLYS- GJARN OG VITUR 16 SÍÐNA AUKABLAÐ UM EM SÝNINGIN KRUMMAKRUNK 10VAR 17 ÁR Í VINNSLU 46  „Nú förum við vonandi að sjá nýtt tímabil með góðum árgöngum en fyrstu vísbendingar fyrir þenn- an árgang virðast vera mjög góð- ar,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur um nýlegan leið- angur til að rannsaka m.a. kol- munna. Kolmunnastofninn hefur verið í lægð á síðustu árum. »28 Sterkari kolmunna- árgangur vekur vonir  Axel Krist- jánsson hæsta- réttarlögmaður og Félag leið- sögumanna með hreindýraveiðum gagnrýna harð- lega setningu reglugerðar um framkvæmd verklegra skotprófa fyrir hrein- dýraveiðimenn. Bæði Axel og FLH krefjast þess að reglugerðin verði felld úr gildi. Axel færir fyrir því rök að reglu- gerðin njóti ekki lagastoðar og sé því marklaus. »18 Skotpróf verða fyrir þungum skotum  Nýrri flugbraut verður bætt við Keflavíkur- flugvöll og flug- stöðin stækkuð, nái hugmyndir vinnuhóps á veg- um Isavia fram að ganga. Hugmynd- irnar voru kynnt- ar á opnum fundi í gær en hópurinn hefur unnið að þarfagreiningu fyrir flugvöllinn. Formleg drög að að- alskipulagi verða í fyrsta lagi lögð fram í haust. »4 Ný flugbraut tvö- faldar afkastagetu  370 manns hafa skráð sig í inn- tökupróf í læknisfræði og sjúkra- þjálfun í læknadeild Háskóla Ís- lands í næstu viku en af þeim komast 48 í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun. Guðmundur Þor- geirsson, deildarforseti læknadeild- ar, segir fjöldann í inntökuprófið hafa aukist mikið undanfarin ár en þrátt fyrir læknaskort í landinu standi ekki til að taka inn fleiri nema. »6 Aldrei fleiri skráð sig í inntökuprófið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.