Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alþjóðlegi dagur þornsins verður haldinn í 18. sinn á morgun. Þess verður þá minnst að 9. júní 1994 fékkst bókstafurinn þ viður- kenndur af vinnuhópi evrópska staðlaráðsins sem 27. stafurinn í latneska stafrófinu undir Unicode- staðlinum. Baldur Sigurðsson, dós- ent í íslensku hjá mennta- vísindasviði HÍ, sem var fulltrúi Ís- lands í vinnuhópnum, flytur fyrirlestur í tilefni dagsins, sem verður lokahluti ráðstefnu um aukafallsfrumlög sem nú er í gangi í Reykjavík og á Flúðum. Jóhanna Barðdal, rannsókna- prófessor við háskólann í Bergen, segir að skipuleggjendur ráðstefn- unnar hafi komist að því fyrir ein- skæra tilviljun að lokadag hennar bæri upp á dag þornsins. Því hafi þeim fundist það tilvalið að fá Baldur til þess að tala um baráttu sína fyrir þorninu í vinnuhópnum. Jóhanna vonast til þess að héðan í frá verði gert mun meira úr degi þornsins. Baldur Sigurðsson segir að þessi áfangi hafi haft mikla þýðingu fyr- ir Íslendinga, sem höfðu þurft að sætta sig við að íslenskir stafir eins og ð og æ yrðu taldir afbrigði af d og a. Með því að fá þ samþykkt sem stofnstaf í Unicode-staðlinum hefði t.d. íslenskun hugbúnaðar verið gerð mun auðveldari. Baldur þakkar sérstaklega full- trúa Íra í vinnuhópnum, Banda- ríkjamanninum Michael Everson, en hann er mikill áhugamaður um sérstaka stafi í tungumálum sem fáir tala og heldur m.a. úti heima- síðu um bókstafinn þ. Baldur og Michael hafa haldið 9. júní hátíð- legan sín á milli ár hvert síðan 1994. Baldur rifjar upp að ekki voru allir á því að þornið ætti skilið sér- stakan sess í stafrófinu og vildu margir í vinnuhópnum gera það að undirstaf tésins: „Það sem okkur fannst merkilegast var að and- staðan við okkar málstað var hörð- ust frá fulltrúa Dana, því að frænd- ur okkar Danir eru líklega eina þjóðin fyrir utan okkur sem verður að viðurkenna þornið, þar sem þjóðhöfðingi þeirra heitir Margrét Þórhildur. Þetta varð til þess að öðrum í nefndinni fannst að þetta væri nú eiginlega bara danskt innanríkismál og spurðu hvort við gætum ekki leyst þetta mál sam- an.“ Fyrirlestur Baldurs verður í stofu 201 í Árnagarði á morgun og hefst kl. 18. Aðgangur er öllum op- inn. sgs@mbl.is Degi þornsins fagnað í 18. sinn á morgun  Þ var tekið upp sem sérstakur stafur í Unicode 9. júní 1994  Danir helstu andstæðingar þornsins  Baldur Sigurðsson flytur erindi í Árnagarði Innflytjandi í íslensku letri Þornið á rætur að rekja til Englendinga. Baldur Sigurðsson Jóhanna Barðdal Árnastofnun/Jóhanna Ólafsdóttir Nýr Íslandsmeistari í skák, Þröstur Þórhallsson stórmeistari, bauð um 100 manns í fagnað í Oddfellowhús- inu í Reykjavík í gær í tilefni sig- ursins. Flestir öflugustu skákmenn landsins mættu og meðal þeirra var Friðrik Ólafsson stórmeistari sem varð Íslandsmeistari árið 1952, fyr- ir 60 árum, aðeins 17 ára gamall. „Ég býst við því að ég sé elsti nú- lifandi Íslandsmeistarinn í skák,“ segir Friðrik. „Erfiðustu andstæð- ingarnir voru menn sem eru kannski lítið þekktir í dag, menn eins og Baldur Möller, Guðmundur S. Guðmundsson, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson. Einnig Árni Snævarr, sem var forstjóri Al- menna byggingafélagsins. Og svo var það Lárus Johnsen, við urðum efstir og jafnir, við þurft- um því að tefla einvígi um titilinn. Það varð frægt af því að það gekk erfiðlega að fá hann til að tefla.“ Lárus taldi að þar sem hann hefði orðið Íslandsmeistari árið áður mætti hann halda titlinum. Friðrik sagði að slíkar reglur hefðu reynd- ar gilt árum saman um titilinn. Þær hefðu verið ákaflega flóknar og nánast óskiljanlegar, hann treysti sér ekki lengur til að rekja þær í stuttu máli. En þær hefðu ekki lengur verið í gildi og Lárus því orðið að beygja sig og tefla við ung- linginn. „Ég sagði Þresti áður en einvígið hans hófst að vonandi þyrfti hann ekki jafn langan tíma og ég 1952 til að koma titlinum í höfn. Það tók langan tíma að telja Lárus á að mæta, tvo eða þrjá mánuði, en ég var ungur og kappsamur og ætlaði ekkert að láta hann sleppa! Við tefldum fjórar skákir og þá var staðan enn jöfn, tveir á móti tveim- ur. Ákveðið var að framlengja ein- vígið um tvær skákir og þá vann ég aðra en gerði jafntefli í hinni.“ kjon@mbl.is Var lengi að landa fyrsta Íslands- meistaratitlinum  Friðrik vann í fyrsta sinn 1952 Morgunblaðið/Ómar Meistarar Þröstur Þórhallsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með öðrum frægum stórmeistara og fyrrverandi Íslandsmeistara, Friðriki Ólafssyni. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson voru í gær dæmdir í Hæstarétti í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svokölluðu Exeter-máli. Mennirnir höfðu áður verið sýknaðir í héraðsdómi. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, var einnig ákærður í málinu fyrir hlutdeild í brotunum en sýknudómurinn yfir honum var ómerktur og sendur aftur til héraðsdóms. Segir Hæstiréttur að einu rök héraðsdóms fyrir sýknu hans hafi verið að þeir Jón og Ragnar væru sýknaðir. Ákæran í Exeter-málinu var ein af þeim fyrstu sem embætti sérstaks saksóknara gaf út. Ragnar er fyrrver- andi sparisjóðsstjóri Byrs og Jón Þor- steinn er fyrrverandi stjórnarformað- ur sparisjóðsins. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lán- veitingu Byrs til einkahlutafélagsins Exeter Holding. Lánið var veitt til kaupa á stofnfjárbréfum í eigu Jóns Þorsteins og nokkurra starfsmanna sparisjóðsins og félags sem að hluta var í eigu Ragnars. Beitti ekki veðkalli Í dómnum segir að Jón og Ragnar hafi komið málum þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréf- anna var velt yfir á Byr. „Eins og að framan er rakið vísaði MP banki hf. til verulegra breytinga á markaðsaðstæðum, óvissu á mörkuð- um og óviðráðanlegra ytri atvika í framangreindu bréfi 2. október 2008,“ segir í dómi Hæstaréttar. „Voru þær ástæður tilgreindar sem grundvöllur fyrir boðaðri gjaldfell- ingu lána sem bankinn hafði veitt til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr spari- sjóði. Af gögnum málsins verður ekki séð að bankinn hafi beitt veðkalli gagnvart þeim lánþegum sem til- greindir eru í ákæru eða að lánþeg- arnir hafi andmælt innheimtu á þeim grundvelli sem vísað var til í bréfinu. Á þessum tíma var veruleg lausafjár- þurrð hjá fjármálafyrirtækjum, hlutafjármarkaður í mikilli óvissu og þrír stærstu viðskiptabankar landsins féllu um líkt leyti. Verður því fallist á með ákæruvaldinu að með aðgerðum sínum hafi ákærðu Jón og Ragnar komið málum þannig fyrir að áhættu á tjóni vegna stofnfjárbréfanna var velt yfir á Byr sparisjóð. Þetta gerðu ákærðu án þess að kanna sérstaklega stöðu Exeter Holding ehf. og án nægilegs stuðnings við gögn um raun- verulegt verðgildi stofnfjárbréfanna.“ Við ákvörðun refsingar var litið til þess að umfang brota þeirra var veru- legt, sakir miklar og að Jón hefði með verknaðnum losað sig undan persónu- legum ábyrgðum. Voru þeir því dæmdir hvor um sig í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi. Byr-menn dæmdir fyrir umboðssvik  Hlutu fjögurra ára fangelsisdóm Morgunblaðið/Eggert Farinn Sýslað við merki BYR spari- sjóðs í Kópavogi í fyrra. Umdeilt verðmæti » Hæstiréttur fellst ekki á þá röksemd héraðsdóms að gögn bendi til þess að heimilt hafi verið að leggja verðmæti stofnfjárbréfanna og veðhæfni að jöfnu við skráð hlutabréf. » Einnig segir Hæstiréttur að gögn um veigalitlar, fyrri lán- veitingar af sambærilegu tagi vegna stofnbréfa dugi ekki til sýknu. Fundir sem Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, átti í gær með stjórn og stjórn- arandstöðu skil- uðu ekki árangri. Því liggur ekkert samkomulag fyr- ir um þinglok. Þingforseti átti bæði fundi með formönnum flokk- anna og formönnum þingflokka. Engin niðurstaða varð á þessum fundum. Umræður um veiðileyfa- frumvarpið halda áfram í dag. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks, segir að stjórnarflokkarnir viti hvað þurfi að gerast til að hægt sé að ná samkomulagi um þinglok. Stjórnarandstaðan leggi áherslu á að veiðileyfafrumvarpið fari aftur til nefndar og gerðar verði breyt- ingar á því. Þessi hækkun veiði- leyfagjalds sem frumvarpið gerir ráð fyrir sé enn of brött. Engin niðurstaða á fundum þingforseta Gunnar Bragi Sveinsson Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að gengistryggt lán sem hjón tóku hjá Íslandsbanka í ársbyrjun 2008 hafi verið í erlendri mynt. Þeim er gert að greiða bankanum 12,4 milljónir ásamt dráttarvöxtum. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að við úrlausn þess hvort um gilt lán í erlendum gjaldmiðlum sé að ræða eða ólögmætt gengistryggt lán í ís- lenskum krónum verði að líta til heitis skuldabréfsins en fyrirsögn þess er: „Skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum.“ Staðfesta dóm um lán í erlendri mynt Fiskistofa hefur svipt færeyska línuskipið Hoyviking TG-900 leyfi til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands vegna brota gegn reglugerð um botnfiskveiðar færeyskra skipa í ís- lenskri fiskveiðilandhelgi. Við eftirlit Fiskistofu kom í ljós að lúða var í afla skipsins en við línuveiðar skal sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar. Sviptur veiðileyfi vegna lúðu í afla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.