Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir gríðarlegan halla á ríkis- fjármálum og óvissu um stöðu bankakerfisins þá virðast fjárfestar enn reiðubúnir til að kaupa skuldir spænska ríkisins. Lántökukostnaður þess hefur hins vegar hækkað um- talsvert á skömmum tíma. Í gær- morgun tókst Spán að selja ríkis- skuldabréf fyrir meira en tvo milljarða evra, en ávöxtunarkrafan hafði hækkað nokkuð frá síðasta skuldabréfaútboði sem fór fram í apríl. Fram kemur í frétt Financial Times að Spánn hafi meðal annars gefið út 611 milljarða evra ríkis- skuldabréf til tíu ára á 6,04% vöxt- um, en það eru sömu vaxtakjör og ís- lenska ríkið fjármagnaði sig á fyrir skemmstu. Litið var á útboðið sem prófstein á hvort spænska ríkið gæti við núverandi aðstæður fjármagnað sig á erlendum mörkuðum. Flestir greinendur telja aðeins tímaspursmál hvenær spænsk stjórnvöld munu fylgja í fótspor Grikklands, Portúgals og Írlands og óska eftir fjárhagsaðstoð frá Evr- ópusambandinu og Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Evrópskir hlutabréfa- markaðir hækkuðu í verði í gær vegna væntinga um það færi brátt að draga til tíðinda í þeim efnum. Luis de Guindos, fjármálaráð- herra Spánar, sagði í síðasta mánuði að orrustan um evruna yrði háð á Spáni. Hann hefur líkast til rétt fyrir sér. Hins vegar hafa greinendur ennfremur bent á að spænskir ráða- menn hafi ekki hjálpað til í þeirri orrustu heldur gert slæmt ástand enn verra með því að seinka því óum- flýjanlega – að sækjast eftir fjár- hagsstoð frá ESB til að endurfjár- magna spænska bankakerfið. Andstaða spænskra stjórnvalda við að stíga slíkt skref hefur fram til þessa markast af ótta við að þurfa gangast undir harkaleg skilyrði af hálfu ESB um frekari niðurskurð og umbætur í efnahagsmálum. Sam- kvæmt heimildum Financial Times er þó ekki talið líklegt að sú verði reyndin – heldur verði aðeins um að ræða „mjög væg skilyrði“. Spánverja bíður engu að síður allt annað en auðvelt verkefni. Ráða- menn hafa þegar heitið því að minnka fjárlagahallann um 5,5 pró- sentustig á árunum 2011-2013 – úr 8,5% í 3%. Ekkert annað ríki á evru- svæðinu mun ganga í gegnum jafn harkalegan niðurskurð og Spánn. 40 eða 100 milljarðar evra? Að sögn spænska stjórnvalda þurfa bankarnir á 40 milljörðum evra að halda. Sumir greinendur hafa aftur á móti dregið í efa hversu raunhæf sú upphæð sé – ekki síst í ljósi þess að ráðamenn í Madrid hafa ítrekað vanmetið umfang vandans sem við er að etja þar í landi. Á undanförnum árum hafa spænskir bankar verið fastir í vítahring fall- andi húsnæðisverðs og ótryggra lána á bókum sínum. Það er talið að fast- eignalán spænska bankakerfisins nemi hátt í 1 billjónum Bandaríkjadala. Slæm staða ríkisfjármála á Spáni og ört vaxandi skuldir ríkisins gerir það að verkum að spænsk stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að koma bönk- unum til aðstoðar. Hættan er sú að samfara dýpra samdráttarskeiði í spænska hagkerfinu muni húsnæð- isverð halda áfram að falla í verði. Fari allt á versta veg telja sumir hagfræðingar ekki ósennilegt að spænsk fjármálafyrirtæki þurfi að lokum að afskrifa meira en 100 millj- arða til viðbótar á bókum sínum. Ljóst þykir að slíkar afskriftir myndu að öðru óbreyttu ríða bankakerfinu að fullu. Fjörutíu milljarða evra neyðaraðstoð í vændum  Spænska ríkið sækir lánsfé á markað á hærri kjörum AFP Fjárhagsaðstoð Bankia var nýlega tekinn yfir af spænska ríkinu. Stjórn- völd telja sig þurfa 40 milljarða evra til að endurfjármagna bankakerfið.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +0-.1/ +,2.30 ,+.30 ,+.+3 +1.04+ +/2.,2 +.3+31 +02.5 +3+.,3 +,-.1 +00.,+ +,5.4- ,+.15/ ,+.,,, +1.05/ +/2.3, +.3,+2 +05.4- +3+.1+ ,,/.44+0 +,0.4+ +00.30 +,5.2/ ,+.-+3 ,+.,-2 +-.445 +/5 +.3,3+ +05.33 +3,.+3 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Kýpverski bankinn Bank of Cyprus mun ganga í innstæðutryggingakerfi Bretlands til að verja 50 þúsund breska innstæðueigendur fyrir fjár- málakreppunni í Grikklandi. Í frétt Financial Times segir að breskir sparifjáreigendur séu hræddir við að geyma fé í erlendum bönkum eftir að Landsbankinn gaf upp öndina árið 2008. Bank of Cyprus er með um einn milljarð punda í innstæðum í Bret- landi. Óttinn um að Kýpur muni þurfa á fjárhagsaðstoð að halda frá Evr- ópusambandinu fer vaxandi, því hef- ur bankinn farið þessa leið til að benda breskum innstæðueigendum á að peningar þeirra séu öruggir hjá bankanum. helgivifill@mbl.is Icesave veldur enn ótta ● Bandaríska kauphöllin Nasdaq hefur boðið hluthöfum samfélagsmiðilsins Facebook 40 milljónir dollara (5,2 milljarða króna) í skaðabætur vegna bilunar í tölvukerfi kauphallarinnar dag- inn sem bréfin voru skráð á markað. Bilunin olli því að sumir fjárfestar gátu ekki keypt bréf um morguninn eða selt þau seinna um daginn. Fjárhæðin á að bæta þessum fjárfestum fjárhagstjónið. Þetta kemur fram í frétt BBC. helgivifill@mbl.is Býður hluthöfum Facebook skaðabætur ● Hrein eign lífeyrissjóðanna hækkaði um 20,4 ma.kr í apríl sl., eða um 1%. Fyrstu þrjá mánuði ársins jókst eign sjóðanna að jafnaði um 40 ma.kr í mánuði hverjum. Hrein eign sjóðanna hefur aukist um 12,8% undanfarna 12 mánuði. Að teknu tilliti til verðbólgu var raunaukning eigna sjóðanna minni, eða sem nemur um 6%. Raunávöxtun eigna þeirra hefur þó verið öllu lakari enda nema iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga mun hærri fjárhæð en greiðslur til lífeyris- þega og úttektir séreignarsparnaðar. Þetta kom fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka í gær. Eignir jukust um 1% Rangt nafn forstjóra Rangt var farið með nafn forstjóra tryggingafélagsins Varðar í frétt í blaðinu í gær. Hann heitir Guð- mundur Jóhann Jónsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is LÉTTIR ÞÉR VINNUNA Hver hlutur á sínum stað Innréttingar, hillu- og skúffukerfi fyrir allar gerðir bíla Öryggisprófað Tryggðu þig fyrir tjóni • • Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.