Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 STUTT Sumri er fagnað í Viðey með hinni árlegu Viðeyjarhátíð á morgun, laugardaginn 9. júní. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar að halda upp á skólalok og gleðjast saman í sumarbyrjun, segir í tilkynningu, enda skarti Viðey sínu fegursta og fuglalífið í miklum blóma. Margt er í boði á hátíðinni. Hestaleiga verður starfandi allan daginn, boðið upp á gönguferðir og Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir dans. Á leiksvæðinu aftan Viðeyj- arstofu geta ungir og aldnir brugð- ið á leik með skátafélaginu Land- nemum. Klukkan 14 mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiða fjölskylduguðs- þjónustu í Viðeyjarkirkju. Viðeyj- arstofa er opin allan daginn og hægt að njóta þar veitinga í mat og drykk. Nánari upplýsingar um ferju og dagskrá er að finna á www.videy- .com. Morgunblaðið/Ómar Viðeyjarhátíð Í tilefni útgáfu bæklings Ferða- þjónustu bænda, Beint frá býli, og Opins landbúnaðar, „Upp í sveit“, ætla yfir 100 bæir innan þessara samtaka að hafa opið hús sunnudaginn 10. júní kl. 13.00- 17.00. Gestir munu geta skoðað gisti- aðstöðuna á bæjunum, sótt nýja bæklinginn, fengið kaffisopa, spjallað við bændur og upplifað sveitastemninguna. Nánari upplýsingar og listi yfir þá bæi sem bjóða heim hinn 10. júní í hverjum landshluta má finna á vefsíðu Ferðaþjónustu bænda www.sveit.is. Opið hús á yfir 100 sveitabæjum Viðskiptafræðinemar frá Bifröst munu flytja Bifrastarandann í Kringluna um helgina. Þeir verða staðsettir fyrir fram- an verslanirnar Zöru og Hugo Boss kl. 11-19 í dag og 10-18 á morgun. Um er að ræða raunhæft verkefni í markaðsfræði þar sem nemendur sem að verkefninu standa fengu algerlega frjálsar hendur við markaðsherferðina. „Völdu nemendur „pop-up“ leiðina til að koma með Bifröst í bæinn með Bifrastarandann meðferðis í flösku,“ segir í tilkynningu frá nemunum. Flytja Bifrastar- andann í Kringluna Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða (424/2012) hefur ekki stoð í lögum og er því marklaus, að mati Axels Kristjáns- sonar hæstaréttarlögmanns. Hann skorar á umhverfisráðherra að fella reglugerðina þegar úr gildi og fela Umhverfisstofnun (UST) að aftur- kalla öll fyrirmæli um verklegt skot- próf. Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum telur einnig nauð- synlegt að fella reglugerðina úr gildi eða breyta henni og gerir miklar at- hugasemdir við reglugerðina. Axel rekur breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (64/ 1994) sem gerð var í fyrra með setn- ingu laga 63/2011. Þar er m.a. kveðið á um hertar kröfur til hreindýra- veiðimanna. Axel bendir á að þess- um nýju fyrirmælum laganna fylgi hvorki hvernig né hverjir skuli prófa í verklegu skotprófi. Þá vanti heim- ild til setningar reglugerðar um framkvæmd prófsins í lögunum og að þar séu ekki nein fyrirmæli um að ráðherra skuli setja slíka reglu- gerð. Telji ráðherrann nauðsynlegt að setja reglugerð beri honum fyrst að afla heimildar Alþingis til þess. Axel bendir einnig á að reglugerð- in hafi ekki verið sett fyrr en ellefu mánuðum eftir að lögin tóku gildi. Þá hafi UST látið líða 23 daga áður en hún sendi veiðimönnum tölvupóst og krafðist þess að þeir lykju próf- inu fyrir 1. júlí nk. Axel segir að verði reglugerðinni engu að síður haldið til streitu sé ljóst að hún hafi ekki tekið gildi fyrr en 7. maí síðast- liðinn. Hún geti því ekki tekið til þeirra sem höfðu fengið úthlutuð veiðileyfi fyrir þann tíma og greitt tilskilið staðfestingargjald. Axel, sem hefur stundað hrein- dýraveiðar allt frá 1963 og veitt a.m.k. 50 hreindýr, gagnrýnir skot- prófið og telur það miðast meira við skotfimi en veiðihæfni. Hann segir að reyndir veiðimenn noti eitt skot á hverja bráð en í prófinu er veiði- manni gert að skjóta fimm skotum á fimm mínútum. Leiðsögumenn eru óánægðir Félag leiðsögumanna með hrein- dýraveiðum (FLH) hefur og sent UST og umhverfisráðuneytinu at- hugasemdir vegna reglugerðarinn- ar. FLH telur nauðsynlegt að fella hana úr gildi eða breyta henni. Stefnt verði að því að setja nýja reglugerð tímanlega fyrir hrein- dýraveiðarnar árið 2013. FLH telur það t.d. ekki samræm- ast villidýralögunum að krefjast þess að í verklegu skotprófi noti veiðimaður eða leiðsögumaður ná- kvæmlega sama riffil og þeir nota í veiðiferðum. Það telur enga lagastoð fyrir því að hægt sé að svipta leið- sögumann leyfi noti hann aðra byssu á veiðislóð en í skotprófi. Þá segir FLH ágalla reglugerð- arinnar varðandi fyrirkomulag skot- prófsins valda því að draga megi í efa heimildir UST til að láta nið- urstöðu prófsins hafa áhrif á um- sókn um veiðileyfi. Það bendir á að í 14. grein villidýralaga sé kveðið á um skotpróf en þar sé engin heimild til að láta prófið taka á öryggisþátt- um. „Verklegt skotpróf á ekki að fela í sér endurupptöku á skot- vopnaleyfi, heldur einungis fela í sér próf í skothæfni veiðimanns.“ Þá tel- ur FLH að draga megi í efa heimild UST til að láta niðurstöðu skotprófs hafa áhrif á umsókn um hreinýra- veiðileyfi. Segir reglugerð um skotpróf án lagastoðar Morgunblaðið/RAX Hreindýr Í prófinu á að skjóta 5 skotum á 5 mínútum í 14 cm hring á 100 m.  Skorað á ráð- herra að fella reglugerð úr gildi Reglugerðin kom seint » Breyting á villidýralögum var samþykkt á Alþingi 9. júní 2011. » Dregið var um hreindýra- veiðileyfi 25. febrúar sl. Ein- dagi staðfestingargjalds var 2. apríl sl. Veiðar byrja í júlí. » Reglugerð um verklegt skot- próf var sett 7. maí sl. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum byrjaðir að flytja vinnu- búðir og tæki vestur,“ segir Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks. Reiknar hann með að verklegar framkvæmdir hefjist við lagningu Vestfjarðavegar í Múlasveit í næstu viku. Það er stærsta vegagerðar- verkefni næstu ára. Fyrsta verkið verður að gera veg út að sjó í Kjálkafirði og útskipunar- aðstöðu fyrir efni. Prammi verður síðan notaður til að flytja efnið út á fyrirhugaða vegfyllingu yfir fjörð- inn. Það verður sett út í lögum þann- ig að botnlögin nái að jafna sig og geti borið veginn og brúna. Þegar vegfyllingin verður komin upp úr sjó verður brúin byggð á þurru landi en grafið undan henni þegar hún verð- ur tilbúin. Mest af efninu kemur úr skeringum á nýja vegstæðinu en einnig úr námum. Vegurinn verður seinna lagður yfir Mjóafjörð með sömu aðferð. Dofri hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum og er ekki ókunnugur vegfyllingum sem þannig eru gerð- ar. Nefnir hann Dýrafjarðarbrúna sem Suðurverk vann að með Klæðn- ingu. „Þetta eru mikið vegskeringar og við þurfum að sprengja töluvert af klöpp. Það höfum við allt gert áð- ur. Við höfum ekki haft brúargerð með höndum fyrr en erum með öflugan undirverktaka í því.“ Verpti ekki í vor Umhverfið er viðkvæmt og heyrð- ust gagnrýnisraddir þegar Vega- gerðin var að undirbúa verkið. Skil- yrði voru sett um að ekki mætti trufla arnarvarp. Það verður ekki vandamál í sumar því örn verpti ekki í vor í þeim þremur hreiðrum sem liggja ofan í nýja vegstæðinu. Dofri hefur heldur ekki áhyggjur af því að trufla. „Örninn hefur bara gaman af svona framkvæmdum. Við höfum sprengt þarna fyrir vestan fyrir ann- an verktaka. Þá var örn uppi í klett- um og hann kom til að skoða,“ segir Dofri. Nýi vegurinn liggur á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Hann er 16 km að lengd, um 8 km styttri en núverandi vegur. Samkvæmt útboði á að vera komið bundið slitlag á meginhluta leið- arinnar haustið 2014 en verkinu að ljúka ári síðar. Suðurverk tók að sér að leggja veginn fyrir tæpa 2,5 millj- arða en verkið í heild kostar yfir 3 milljarða. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þverun Siglt verður með efni á pramma í fyllingar í Mjóafirði og Kjálkafirði. Byrja á aðstöðu til að skipa út efni  Örninn vill fylgjast með vinnunni Umhverfisvæn ræsting með örtrefjum Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Ræsting með örtrefjaklútum og moppum er hagkvæmari og skilar betri árangri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.