Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 11
kunna Krummi svaf í klettagjá og Krummi krunkar úti. Við notum líka í hversdaglífinu orðtök sem sótt eru til krumma, án þess að við séum eitt- hvað að velta því fyrir okkur. Til dæmis þegar við segjum börnin vera í krummafót, þegar við segjum ein- hvern vera nátthrafn sem vakir um nætur, þegar við segjum einhvern vera eins og úfinn hrafnsunga þegar hárið stendur út í loftið, og svona mætti lengi telja. Krummi á sér mörg nöfn, t.d. holdbori, óværi, hornklofi, viti, krákur, korpur, spori og árflogn- ir.“ Flinkur að herma eftir Gerði þykir vænt um hversu hrafninn er mikið í samfélagsumræð- unni. „Í vetur voru til dæmis sagðar fréttir af því að krummapar hefði gert sér laup skammt frá rafmagns- skólabjölluna í Austurbæjarskóla á meðan börnin voru í burtu í páskafríi. Hún var tekin úr sambandi og gamla bjallan tekin í gagnið, svo krummi hefði frið í hreiðri sínu. Þetta sýnir vel að fólk tekur tillit til hans og vill hafa hann. Einnig voru fréttir af því að krummi hefði gert sér hreiður í Hörpunni og við fáum alltaf öðru hverju fréttir af krummum sem fólk reynir að spekja og temja. Hann er mikil félagsvera og flinkur að herma eftir. Þegar ég heyri í honum hugsa ég: Hvað er hann að segja mér núna?“ Gáfaður ef skilur hrafnamál Laupur er nafn yfir hrafnshreið- ur, en Gerður bjó til eitt slíkt til að hafa á sýningunni. „Ég fór út í Selvog og náði mér í efnivið eftir að hafa viðað að mér upplýsingum á Náttúr- ufræðistofnun um það úr hverju laup- ur er gerður, en það getur verið mjög fjölbreytt efni. Hrafnarnir viða líka að sér allskonar glingri í hreiðrin sín og fyrir vikið eru til margar sögur af þjófóttum krummum. Til er sönn saga af hröfnum sem stálu lengi pósti úr póstkassa fólks og þeir notuðu nið- urrifinn pappírinn í gerð laupsins,“ segir Gerður og bætir við að sér finn- ist skemmtilegt að hjátrú tengd hröfnum skuli enn lifa. „Mörgum stendur ekki á sama hvort krummi flýgur með þeim eða á móti þeim. Hið fyrrnefnda boðar fararheill en hitt feigð,“ segir Gerður og bætir við að einhverjir séu sagðir skilja málið hans krumma og þeir hinir sömu álitnir sérlega gáfaðir. Hlustað Engu er líkara en að krummarnir séu að hvísla einhverju að Gerði þar sem hún heimsótti þá á sýningunni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Síðastliðna helgi var ég stöddí Lundúnum. Það fór ekkiframhjá neinum manni semþar var að Bretar voru að fagna drottningunni. Það fór heldur ekki framhjá neinum að Bretar elska drottninguna sína gríðarlega mikið og fáir sem eru henni ekki hliðhollir enda þekkir meirihluti Breta ekki annað en að hún sé við völd. Á valdaafmæli drottningarinnar sigldi hún niður Thames ána ásamt þúsund bátum og veifaði til fólksins. Þennan dag var kalt í veðri og skúrir, en fólkið lét það ekki á sig fá og var mætt við ána mörgum klukkutímum og jafnvel sólarhring áður en drottningin myndi sigla þar framhjá. Bretar gengu niður að ánni í nokkurskonar skrúðgöngu, allir skreyttir með fánum, grímum eða öðrum munum sem voru skreyttir í bresku fánalitunum og oft með mynd af drottningunni. Það var orðið ansi mikið af fólki við ána þegar ég loksins komst að Waterloo. Ég hafði þá verið á lestar- stöð í ríflega tvo klukkutíma en all- ar lestir sem komu voru svo troð- fullar af fólki að það var ekki nokkur leið að komast þar inn. Ég komst loks inn í sjöttu lestina með til- heyrandi látum og barnsgráti enda nær ólíft inni í troðinni lestinni. Ég sá lítið sem ekki neitt út á ána þegar ég kom þarna um sex klukkutímum áð- ur en búast mátti við drottning- unni. Þá voru margir Bretar mættir með úti- legustóla og nesti, enn aðrir gistu í tjöldum yfir nóttina og virtist enginn ætla að snúa við og hætta við þetta allt saman nema ég. 1,2 millj- ónir manna voru mættir við ána þeg- ar drottningin loks sigldi þar í gegn. Þá var ég, túristinn, sem kom til Bretlands í allt öðrum erindagjörð- um en að hylla drottninguna, löngu búin að gefast upp og farin eins og óður Íslendingur að versla í búð- unum á Oxford Street. Ég horfði síð- an með hinum Íslendingunum á drottninguna sigla niður ána í sjónvarpinu enda ekki hægt að finna annað sjónvarpsefni á bresku sjónvarpsstöðvunum þann daginn. Elísabet drottning var aðeins 25 ára þeg- ar hún tók við krún- unni. Ég myndi al- veg njóta þess að láta milljón manns húka úti í vondu veðri til að sjá mig veifa. Ég skal alveg verða drottning í smástund, en ég efast um að ég nenni því í 60 ár. »Þá var ég, túristinn,sem kom til Bretlands í allt öðrum erindagjörðum en að hylla drottninguna, löngu búin að gefast upp og farin eins og óður Íslend- ingur að versla í búðunum á Oxford Street. Heimur Áslaugar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Laugavegi 5 • 551 3383 Spönginni Grafarvogi • 577 1660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.