Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 - nýr auglýsingamiðill LEITAÐU EKKI LANGT YFIR SKAMMT Glæsilegt bílablað fylgir með Finnur.is alla fimmtudaga Blaðinu er dreift í 85.000 eintökum á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu Sendu pöntun á finnur@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í blaðinu og á mbl.is Þegar norskt flutn- ingaskip lagðist að bryggju á Akranesi síð- astliðinn þriðjudag hlaðið norsku sementi má segja að staðfest hafi verið mikil afturför í íslenskum iðnaði og um leið atvinnusögu Akraness. Íslenskt sement heyrir sögunni til, í bili að minnsta kosti. Reyklaus stromp- ur Sementsverksmiðjunnar verður minnismerki um slæma þróun í at- vinnumálum á Akranesi og dæmi um ótrúlegt sinnuleysi stjórnvalda, sem stóðu ekki vörð um rekstur verk- smiðjunnar. Slíkt sinnuleysi sýndu stjórnvöld einnig þegar E-deild sjúkrahússins á Akra- nesi var lokað á dög- unum. Fjölmargir starfsmenn hafa fyrir vikið misst vinnuna á báðum þessum vinnu- stöðum. Títtnefndar skjaldborgir í hug- skotum vinstrimanna duga ekki þessu fólki frekar en öðrum. Við slíka atburði sem ég hef nefnt hér að framan léttir það hins vegar lundina að fylgj- ast með fyrirtækjum í bæjarfélaginu sem gera það gott þessa dagana. Þar má nefna Skagann hf. og Þorgeir og Ellert hf. sem nýverið tóku að sér risavaxin verkefni innanlands og utan sem skapa fjölda starfa. Ekki má heldur gleyma Akraborg ehf. og Vigni Jónssyni ehf. en bæði hafa þau fyrirtæki sérhæft sig í niðursuðu fisk- afurða og náð eftirtektarverðum ár- angri í markaðssetningu. Fleiri smærri fyrirtæki mætti nefna sem gera það gott þessa dagana hér á Skaga, sem betur fer. Þessi fyrirtæki að ógleymdri starfseminni á Grund- artangasvæðinu hafa sjaldan eða aldrei verið okkur Akurnesingum mikilvægari en einmitt nú þegar stjórnvöld leggja stein í götu allra góðra hugmynda í atvinnumálum. Daprir og bjartir punktar úr atvinnulífinu Eftir Gunnar Sigurðsson » Íslenskt sement heyrir sögunni til, í bili að minnsta kosti. Gunnar Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Sementsflutningaskip Norska flutningaskipið sem lagðist að bryggju á Akranesi síðastliðinn þriðjudag. Svo vill til að ég hef haft persónuleg kynni af fjórum for- setum Íslands, öllum nema hinum fyrsta, Sveini Björnssyni. Nánust hafa þau ver- ið við Vigdísi, enda er ég bundinn henni ævivináttu. Öll fjögur hafa þau þurft að taka erfiðar ákvarð- anir, og þremur þeirra, Ásgeiri Ásgeirssyni, Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur, tókst það án þess að valda sundrungu með þjóðinni. Aldrei man ég til þess að efast væri um, að þau ynnu þjóð sinni af einlægni. Aldrei man ég til þess að þau væru sökuð um að hugsa fyrst og fremst um sig sjálf. Aldrei held ég hafi hvarflað að neinu þeirra að fjárglæframenn væru til fyrirmyndar og þeim bæri að sýna sérstakan heiður. Þau voru blátt áfram og fremst meðal jafningja. Mér er það sér- staklega í minni þegar Kristján Eldjárn sagði, að alþýðlegur virðuleiki skyldi ríkja á Bessastöð- um. Þau voru varkár í orðum og gætin í umgengni við þjóð sína. Þau unnu landi sínu og þjóð sinni án þjóðrembu og yfirlætis. Á tím- um þeirra var forsetaembættið ekki tilefni til deilna eða átaka. Þá var sátt með þjóð og forseta – og gagnkvæm virðing. Við erum mörg sem söknum þeirra tíma þegar við gátum litið upp til forseta Íslands og treyst orðum hans. Við erum orðin þreytt á að heyra hann segja að hann hafi ekki sagt það sem hann hefur sagt. Við erum þreytt á slóttugum leikara- skap. Við erum þreytt á undanbrögðum. Við erum þreytt á steig- urlæti og mik- ilmennsku. Við erum þreytt á yfirborðs- mennsku og óeinlægni. Við erum þreytt á sjálfsréttlætingu. Og – þótt ekki komi annað til – þá á engin manneskja, hver sem hún er og hvað sem hún heitir – að geta verið forseti Íslands í 20 ár. Það er andstætt lýðræðislegri grund- vallarhugsjón. Nú gefst tækifæri til að snúa af villubraut og aftur inn á heil- brigðan framtíðarveg. Þær hörm- ungar sem hafa dunið á þjóðinni í efnahags- og siðferðishruni eftir óraunsæja eftirsókn eftir hégóma ímyndaðs ríkidæmis, ættu að kenna okkur að meta á ný hin fornu gildi um visku, hófstillingu, réttlætiskennd og hugrekki. Það er kominn tími til að við sýnum hugrekki til að horfast í augu við okkur sjálf og endurheimta ein- falda alþýðlega reisn. Þar ætti for- seti Íslands að vera fremstur í flokki. Persónulega treysti ég Þóru Arnórsdóttur til þess. Forseti sátta eða sundurlyndis Eftir Njörð P. Njarðvík Njörður P. Njarðvík » Þótt ekki komi annað til – þá á engin manneskja, hver sem hún er og hvað sem hún heitir – að geta verið forseti Íslands í 20 ár. Höfundur er prófessor emeritus. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.