Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ eir voru alltaf á sveimi í kringum mig og að krunka hér utan við hús- ið mitt, og þess vegna valdi ég að gera um þá verkefni. Ætli þeir hafi ekki verið að minna á sig,“ segir Gerður Guð- mundsdóttir um krumma tvo sem eru nágrannar hennar, en hún setti ný- lega upp sýningu á Árbæjarsafni sem heitir Krummakrunk – um hrafninn í íslensku samfélagi. Sýningin verður opin í allt sumar en hún er hluti af lokaverkefni Gerðar í hagnýtri menn- ingarmiðlum við HÍ. „Sýningin er hugsuð fyrir börn en hún er ekki síð- ur áhugaverð fyrir fullorðna. Börnin fá að leggja sitt af mörkum, þeim stendur til boða að teikna mynd af krumma og þær myndir verða hluti af sýningunni. Þau geta líka sett á sig heyrnartól og hlustað á hljóðin hans krumma sem eru ótrúlega marg- vísleg, en ég tók þau upp sjálf í þess- um tveimur utan við heimili mitt,“ segir Gerður og bætir við að á opn- uninni hafi óvænt mætt einn flögr- andi krummi. „Hann krunkaði með mér og ég hafði sérstaklega gaman af því.“ Holdbori, viti, krákur, spori Krummi er fugl Hrafna-Flóka og fugl landnáms Íslands. „Hann er stór hluti af íslenskri menningu og um hann eru til ótal sögur, bæði þjóð- sögur og nýrri sögur. Í sögunum er hann oft gáfaður bjargvættur og for- spár en hann getur líka verið illgjarnt fól og hrafnsgall þurfti til að fram- kvæma misgóða galdra. Gamlar krummavísur eru langlífar og þær eru enn sungnar, flestir Íslendingar Þú ert eins og úfinn hrafnsungi Allir þekkja krumma sem getur verið stríðinn, uppátækjasamur, glysgjarn, grimmur, vitur, tryggur og góður. Sumir segja hann boðbera válegra tíðinda en aðrir leggja sig fram um að gefa honum mat, af því Guð launar fyrir hrafninn. Mörg orðatiltæki eru tengd honum og um tuttugu ólík hljóð koma úr barka hans. Morgunblaðið/Styrmir Kári Laupur Gerður bjó til laup með greiðu, garni, spýtu og kaðli eins og vera ber, því krummi er vanur að tína til allskonar dót í hreiðrið sitt. Hrafnsgörn Hluti þeirra orðatiltækja sem Gerður setti upp á vegg á sýn- ingunni og tengjast krumma karlinum, sem er stór hluti af þjóðarsálinni. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Vefsíðan knuz.is var stofnuð í minn- ingu Krumma, Gunnars Hrafns Hrafn- bjargarsonar, sem féll frá fyrir aldur fram, en hann var afkastamikill í net- skrifum. Eitt af því síðasta sem Krummi skrifaði í lífinu var: „Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breyt- ist það í vígvöll.“ Vinir hans vilja breiða út knúzið, sem er vinalegt og smáfyndið, en líka grafalvarlegt and- svar við hverskyns óréttlæti og vit- leysu. Krummi var mikill femínisti en tilgangur síðunnar Knuz.is er einmitt að vera vettvangur þeirra sem vilja reynast góðir femínistar í eftirfarandi skilningi: Femínisti er manneskja sem hefur áttað sig á því að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill gera eitt- hvað til að breyta því. Fastir höfundar skrifa greinar á síðuna en fólk er líka hvatt til að senda inn efni og ábend- ingar. Vonin er að skrifin geti stuðlað að breytingum í átt til jafnréttis. Vefsíðan www.knuz.is Morgunblaðið/Eggert Jafnrétti Krafan um jafnrétti kemur upp á mörgum sviðum samfélagsins. „Alnetið þarf knúz miklu oftar“ Á morgun, laugardag, verður talið í rokkveislu í Bragganum við Slátur- húsið á Egilsstöðum þegar VegaREIÐI verður haldin í sjötta sinn. Þar munu koma fram VAX, 200.000 Naglbítar, Gunslinger, B.J. and the army, 2nd white sunday, The Cocksuckerband og hljómsveitin Brönd. Aðaltilgangur veg- aREIÐI er að bjóða upp á góða rokk- tónleika á Héraði og gefa ungu fólki kost á því að taka þátt og njóta og ekki síst gefa tónlistarfólki á Austur- landi tækifæri til að koma og reyna sig í faglegu umhverfi. Húsið verður opn- að kl. 20 og tónleikunum lýkur upp úr miðnætti. Allir velkomnir, frítt inn. Endilega… …farið austur í rokkveislu VegaREIÐI Frábær rokkveisla. Nú þegar sumarið er loksins komið og allt í blóma í sveitum landsins, er ekki laust við að borgarbúar vilji komast út úr bænum og í snertingu við lífið í sveitinni. Þeir sem ekki eiga frændfólk í sveitinni eða hafa af öðr- um ástæðum ekki aðgang að lífinu þar, ættu hiklaust að nýta sér opna húsið sem verður á sunnudaginn næsta, 10. júní, hjá yfir 100 ferða- þjónustubændum um land allt. Þann dag ætla þeir að taka á móti fólki milli kl. 13.00-17.00 og þá getur fólk fengið að skoða aðstöðuna hjá þeim, þegið kaffisopa, spjallað við bændur og upplifað stemninguna á bæjunum. Mikið verður um að vera og á ákveðnum bæjum verður hægt að fylgjast með mjöltum, skoða fjár- húsin, taka þátt í heimatilbúinni sæl- gætisgerð, fara á hestbak og gæða sér á heimabakstri, svo fátt eitt sé nefnt. Nú er lag að skella sér í sveit- ina á opna húsið sem er í boði Ferða- þjónustu bænda, Beint frá býli og Op- ins landbúnaðar. Nánari upplýsingar og lista yfir þá bæi sem bjóða heim má finna á vefsíðunni www.sveit.is Ferðaþjónustubændur bjóða heim Opið hús í sveitinni á sunnudag Morgunblaðið/Styrmir Kári Dásamlegar Kýr eru indælar skepnur þrungnar stóískri ró og góðri nærveru. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Full búð af fallegum fatnaði á alla fjölskylduna! F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.