Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Í nútíma er fátt sem réttlætirrekstur Ríkisútvarps. Tæknin er þannig að fjárhagslega er slíkur rekstur ekki lengur óviðráðanlegur fyrir einstaklinga eða félög þeirra. Tvennt hefur verið notað til að rétt- læta enn slíkan rekstur. Meint ör- yggishlutverk annars vegar og mikilvægi þess að hafa eina slíka stofnun sem standi utan og ofan við pólitíska áróðurstilburði.    RÚV, eins og það er nú kallað,hefur hvað eftir annað sýnt að það stendur sig síst betur en aðrir við að tryggja öryggisþáttinn. Það brást algjörlega í miklum jarð- skjálfta og var ótrúlega seint til verks í eldgosi, án þess að það hefði neinar afleiðingar fyrir þá starfs- menn sem stóðu sig ekki.    Í barsmíðabyltingunni misskildiRÚV hlutverk sitt, ýtti undir óáran og stefndi öryggi lögreglu og almennra borgara í hættu. Það út- varpaði gagnrýnislaust svívirð- ingum og stóryrðum, sem þeir, sem fyrir þeim urðu, áttu engan kost á að svara. Það útvarpaði án þess að biðjast afsökunar tilkynningum um hvar tilteknir einstaklingar, sem höfðu verið hrópaðir niður í út- sendingu RÚV, höfðu heimilisfesti.    En nú þegar sjávarútvegurinnog landsbyggðin eru að verja sig gegn atlögu ríkisvaldsins flytur útvarpið hverja „fréttina“ af ann- arri til að koma höggi á þessa aðila.    Er ótrúlegt að fylgjast með þess-um tilburðum, þótt svívirðileg misnotkun RÚV sé orðin alþekkt eftir að Óðinn Jónsson tók við æðstu stjórn fyrirtækisins. RÚV Samfylkingar- stöðin enn á ferð STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 alskýjað Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 12 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað Vestmannaeyjar 7 alskýjað Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 8 þoka Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 17 þrumuveður Brussel 17 skúrir Dublin 12 alskýjað Glasgow 13 skúrir London 15 skúrir París 21 skúrir Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 20 léttskýjað Berlín 20 skýjað Vín 27 léttskýjað Moskva 17 skúrir Algarve 22 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 23 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 26 heiðskírt Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 26 skýjað Montreal 20 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 26 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:06 23:49 ÍSAFJÖRÐUR 2:00 25:04 SIGLUFJÖRÐUR 1:37 24:54 DJÚPIVOGUR 2:23 23:31 Andri Karl andri@mbl.is Börn á aldrinum 15 til 18 ára njóta ekki sömu rétt- arverndar og yngri börn þar sem þau fá ekki að- gang að Barnahúsi. Þetta sagði Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra á málþingi um skýrslutökur af börnum í sakamálum, en það hélt ráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands. Ögmundur sagði ekkert benda til að afleiðingar ofbeldis væru vægari fyrir eldri hópinn og spurði hvort munurinn væri réttlætanlegur. „Ég er á þeirri skoðun að börn á Íslandi verði að sitja við sama borð í þessum efnum, og spyr hvort það sé virkilega svo að lagabreytinga sé þörf til að koma á slíku jafnræði.“ Segja má að svarið hafi leynst í ræðu Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykja- ness. Hún fór yfir þau lagaákvæði sem gilda og benti á að með setningu laga um meðferð saka- mála árið 2008 hefði umrætt aldursmark verið lækkað. Hún sagði það aðeins koma fram í grein- argerð með frumvarpinu að lækkunin tengdist því að 15 ára yrðu menn sakhæfir hér landi og bætti við að hún hefði gjarnan viljað fá ítarlegri rökstuðning. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barna- húss, minntist einnig á þetta misræmi og sagðist velta fyrir sér hvers vegna börn á aldrinum 15-18 ára ættu að fá öðruvísi þjónustu en önnur börn þegar kemur að skýrslutökum, en fengju annars sömu þjónustu hjá Barnahúsi. Vilja börn yfir 15 ára í Barnahús  Ráðherra segir öll börn eiga að sitja við sama borð og íhugar lagabreytingu Þorláksbúðarfélagið er búið að skila yfirliti ársreikninga til Rík- isendurskoðunar. Reikningunum var skilað í síðustu viku og er verið að vinna úr þeim. Ekki er vitað hvað það tekur langan tíma sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun. Stofnunin þurfti að margítreka við Þorláksbúðarfélagið að skila yf- irliti ársreikninga. Ríkið hefur veitt 9,5 milljónir til framkvæmdanna frá árinu 2008. Ríkisendurskoðun óskaði eftir ársreikningum í þeim tilgangi að fá það staðfest að pen- ingarnir hefðu farið í það sem þeir voru veittir til. Árni Johnsen, forsvarsmaður Þorláksbúðarfélagsins, sagði í Morgunblaðinu í byrjun maímán- aðar að Skálholtsstaður og Skál- holtsskóli önnuðust fjármálahlið Þorláksbúðarverkefnisins. Bókhald Þorláksbúð- ar yfirfarið Þorláksbúð Í byggingu í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.