Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Liðsmenn vígasveita, sem nefnast shabiha og styðja stjórnvöld í Sýr- landi, voru í gær sagðir hafa myrt tugi manna, þeirra á meðal mörg börn, í þorpi og sveit í héraðinu Hama í fyrradag. Flestir shabiha-mannanna eru úr röðum alavíta eins og Assad-fjöl- skyldan sem hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 1971. Alavítar eru um það bil 11% landsmanna, voru kúgaðir öldum saman og hafa verið fyrirlitnir meðal margra múslíma, einkum súnníta sem telja þá vera nánast villutrúarmenn. Flestir liðs- menn uppreisnarsveitanna í Sýr- landi eru súnnítar. Shabiha-mennirnir hafa barist með sýrlenska hernum gegn óvopn- uðum mótmælendum og vopnuðum uppreisnarsveitum. Vígamennirnir eru ekki aðeins sakaðir um að hafa barið mótmælendur til bana, heldur einnig ráðist inn í byggðir súnníta til að hræða þá til hlýðni með grimmi- legum árásum, jafnvel hrannvígum. Sýrlenskir stjórnarandstæðingar sögðu í gær að minnst 55 og allt að 78 óbreyttir borgarar hefðu beðið bana í þorpi og sveit norðvestan við borg- ina Hama. Rami Abdel Rahman, formaður mannréttindahreyfingarinnar SOHR, segir að staðfest hafi verið að 49 lík hafi fundist í Al-Kubeir, litlu þorpi, og flest fórnarlambanna hafi verið í einni fjölskyldu. „Á meðal hinna látnu eru átján konur og börn,“ sagði Rahman og bætti við að minnst sex aðrir hefðu beðið bana í annarri árás. Illa brunnin lík Hreyfing Rahmans og Sýrlenska þjóðarráðið, bandalag stjórnarand- stöðunnar, sögðu að shabiha-víga- menn hefðu myrt fólkið. Stjórnarandstæðingar sögðu að sýrlenskir hermenn hefðu fyrst skot- ið sprengjum á hús í Al-Kubeir. Sha- biha-menn hefðu síðan ráðist inn í þorpið, gengið hús úr húsi, vopnaðir byssum og hnífum, skotið og stungið fólkið til bana. Hermt var að víga- mennirnir hefðu síðan kveikt í hús- um og sum líkanna væru illa brunn- in. „Brunnin lík barna og kvenna lágu á gólfunum,“ hafði fréttamaður AFP eftir Laith, manni sem býr í nálægu þorpi og fór inn í húsin. „Þetta var hryllilegt fjöldamorð,“ sagði hann titrandi röddu. „Fólk var tekið af lífi og brennt. Lík ungra manna voru tekin í burtu.“ Laith sagði að vígamennirnir hefðu komið frá nálægum þorpum alavíta og þeir hefðu tekið nokkur líkanna með sér þangað. Birt var myndskeið á YouTube af líkum barna sem sögð voru hafa ver- ið myrt í árásinni. Sum líkin voru illa brunnin. Sameinuðu þjóðirnar eru með 297 óvopnaða eftirlitsmenn í Sýrlandi en yfirmaður þeirra sagði að þeir hefðu ekki komist til Al-Kubeir í gær vegna þess að hermenn og óbreyttir borgarar hefðu stöðvað þá. Skotið hefði verið á eftirlitsmennina. Stjórn Sýrlands sagði að fréttir fjölmiðla af manndrápunum væru „algerlega ósannar“. „Hryðjuverka- hópur framdi svívirðilegan glæp í Hama sem kostaði níu manns lífið. Fréttir fjölmiðlanna stuðla að blóðs- úthellingum meðal íbúa Sýrlands,“ sagði í tilkynningu frá stjórninni. Sýrlenska þjóðarráðið sagði hins vegar að enginn vafi léki á því að stjórnin bæri ábyrgð á manndrápun- um. Talsmaður ráðsins hvatti vopn- aðar sveitir uppreisnarmanna til að herða árásir sínar á hersveitir og vígamenn stjórnarinnar til að vernda íbúana. Rússneska utanríkisráðuneytið lýsti manndrápunum sem ögrun og sagði að markmiðið með þeim væri að grafa undan friðaráætlun Kofis Annans, sérlegs erindreka Samein- uðu þjóðanna og Arababandalagsins í málefnum Sýrlands. Ráðuneytið sagði að blóðsúthellingarnar sýndu að stjórnin og stjórnarandstaðan í Sýrlandi þyrftu að virða friðaráætl- unina. Ráðuneytið bætti við að ef arabaríki hættu að sjá sýrlenskum uppreisnarmönnum fyrir vopnum myndi það stuðla að því að slík fjöldamorð yrðu ekki framin aftur. Rússnesk stjórnvald hafa lagst gegn refsiaðgerðum eða hernaði til að koma einræðisstjórninni í Sýr- landi frá völdum og sagt að það sé aðeins undir sýrlensku þjóðinni komið hverjir eigi að stjórna landinu. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að fjöldamorðin í fyrradag sýndu að einræðisstjórnin yrði að fara frá þegar í stað og mynda þyrfti bráða- birgðastjórn sem skipuð yrði fulltrú- um sem flestra fylkinga í landinu. Vígamenn stráfelldu saklaust fólk  Mörg börn á meðal tuga óbreyttra borgara sem voru myrtir í árás liðsmanna vígasveita sem styðja einræðisstjórnina í Sýrlandi  Árásarmenn úr röðum alavíta sagðir hafa ráðist á þorp súnníta AFP Blóðsúthellingar Uppreisnarmenn við útför manns sem beið bana í árás sýrlenskra hermanna í Idlib-héraði í Sýrlandi í fyrradag. 100 kmDaraa Hama Homs DAMASKUS Sýrland Idlib Aleppo Heimild: SOHR TYRKLAND ÍRAK M IÐ JA RÐ AR HA F JÓRDANÍA Tugir manna biðu bana í árás á þorp súnníta í fyrradag Deir Ezzor LÍB . Al-Kubeir Útskriftir 2012 Íslensk hönnun og handverk Kringlunni og Síðumúla 35 www.jens.is Borðbúnaður úr eðalstáli skreyttur íslenskum steinum Kökuhnífur 11.800.- Salattöng 17.800.- Ostahnífur 5.900.- Smjörhnífur 5.900.- 24.500.- 11.700.- 15.700.- frá 39.000.- Mikið úrval af skartgripum með íslenskum steinum Blaðastandur 11.700.- 8.200.- 23.900.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.