Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Veilur í hönnun myntsamstarfsins eru að opinberast. Um leið birtast þau vandamál sem fylgja því að koma á sameiginlegri efnahags- stefnu í 17 mismunandi hagkerfum með mismunandi efnahagsstefnu og ríkisstjórnir. Á næstu árum verður því að taka nokkrar grundvallar- ákvarðanir til að bjarga evrusvæð- inu, ef það er á annað borð hægt,“ segir Martin Callanan, leiðtogi þing- manna breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, um þá ögurstund sem runnin sé upp á evrusvæðinu. Callanan tók þátt í heimsókn hóps Evrópuþingmanna til Íslands sem komu hingað í kynnisferð í vikunni. Þegar Callanan er beðinn að út- skýra gallana í gangverki evrusvæð- isins byrjar hann á að nefna að ESB sé komið mun lengra á braut mið- stýringar en samþykkt var þegar hinum sameiginlega innri markaði var komið á fyrir tæpum 20 árum. Sambandið sé farið að ráða mörg- um málaflokkum sem áður voru á verksviði einstakra ríkisstjórna, á borð við umhverfis- og félagsmál og löggjöf um vinnumarkað. Hafa glatað samkeppnishæfni „Hvað varðar efnahags- og mynt- samstarfið er reynsla síðustu tíu ára sú að sum ríki hafa orðið samkeppnishæfari, á borð við Þýskaland, en samkeppnisstaða sumra Suður-Evrópuríkja orðið 20- 30% lakari í samanburði við sam- keppnisstöðu Þýskalands. Vanda- málin því samfara eru nú að koma í ljós. Þessar þjóðir líða fyrir að ekki eru miklar tilfærslur á fjármunum frá ríkari svæðum til fátækari. Grikkland mun að öllum líkindum yfirgefa evrusvæðið enda fæ ég ekki séð hvernig landið eigi að geta verið áfram þátttakandi í myntsamstarf- inu miðað við núverandi stöðu efna- hagsmála í landinu og mikla og íþyngjandi skuldabyrði. Portúgal er spurningamerki og að undanförnu hefur athyglin í auknum mæli beinst að Spáni. Ef þessi tvö ríki ganga í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu og sýna það aðhald í ríkisfjármálum sem til er ætlast tel ég líkur á því að þau geti haldið áfram að vera í evrusvæðinu. Hvort stjórnmálamenn og al- menningur í þessum löndum séu því fylgjandi að ganga í gegnum slíka endurskipulagningu er annað mál.“ Pólitík, ekki hagfræði „Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hins vegar vaknar sú spurning að úr því að gallar evrusamstarfsins eru svo augljósir hvers vegna var hluti evrópsku stjórn- málaelítunnar svo eindregið fylgjandi evrunni? „Ég er ekki einn þeirra sem eru vitrir eftir á. Þvert á móti varaði ég við því að evrusvæðið gæti ekki gengið upp með núverandi fyrir- komulagi. Því miður hafa þau okkar sem héldu upp slíkum varnaðar- orðum reynst hafa haft á réttu að standa,“ segir hann og rifjar upp rök sem notuð voru fyrir evrunni. Ríkin áttu að sjá ávinninginn „Ástæða þess að jafn breið sam- staða skapaðist um myntsamstarfið er sú að stjórnmálum var leyft að ráða för á kostnað hagfræðinnar. Þá á ég við það stjórnmálalega mark- mið að færa Evrópusambandsríkin saman með sameiginlegri mynt. Sýn þeirra sem réðu för var að aðildarríkin myndu fyrr en síðar sjá skynsemina í því að sameina efna- hagsstefnuna í myntbandalagi. Það er því um margt kaldhæðnislegt að raunin er þveröfug, enda hefur evr- an og samstarfið um hana rekið fleyg í einingu margra Evrópuríkja. Þar nægir að horfa til Grikklands og mótmælenda sem brenna myndir af þýska fjármálaráðherranum og sýna hann í nasistabúningi. Evran er að sundra Evrópu og það er m.a. af þeirri ástæðu sem ég tel að hún verði álitin mikil söguleg mistök. Ég sé tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að nokkur ríki yfirgefi evrusvæðið svo eftir standi sterkara bandalag nokkurra ríkja í norðan- verðri álfunni. Hins vegar að sam- bandið þróist í fullmótað efnahags- bandalag með sameiginlegum fjármálaráðherra og efnahagsstefnu þar sem ríkisútgjöld eru ákveðin af miðstýrðu bandalagi. Slíkt hefði auð- vitað miklar afleiðingar fyrir lýð- ræðið. Til hvers að efna til þingkosn- inga í aðildarríkjum sambandsins ef allar meiriháttar ákvarðanir í efna- hagsmálum eru teknar í Brussel?“ spyr Callanan sem telur engan vafa leika á því að Bretar muni fella hug- myndir um frekari miðstýringu í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu og kjósa að standa utan þess miðstýrða bandalags sem þá yrði eftir. Úrslitastund á evrusvæðinu  Annað hvort þarf að auka miðstýringu í ríkisfjármálum á evrusvæðinu eða fækka evruríkjum að mati bresks þingmanns á Evrópuþinginu  Stofnun evrusvæðisins hafi reynst söguleg mistök Morgunblaðið/Ómar Leiðtogi Þingmaður Íhaldsflokksins Martin Callanan hefur setið á Evrópuþinginu síðan 1999. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tuttugu ár verða liðin á morgun frá því að Vestmannaeyjaferjan Herj- ólfur hóf að sigla á milli lands og Eyja. Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri Herjólfs, segir að engin formleg há- tíðarhöld verði í tilefni dagsins en þó verði boðið upp á ís og blöðrur fyrir börnin um borð. Guðlaugur er sjálfur Eyjamaður og man vel eftir því þegar skipið kom þangað fyrst fyrir tuttugu árum. Þá var hann sautján ára gamall. „Ég var að spila þarna með lúðra- sveitinni á bryggjunni. Þá hugsaði maður með sér: „Vá, hvað þetta er stórt! Hvað ætla menn sér eiginlega að gera við þetta allt saman?““ segir Guðlaugur Það hvarflaði ekki að honum þá að hann ætti eftir að vinna á skipinu síð- ar. Hann byrjaði sem háseti á Herjólfi fyrir sjö árum og hefur tekið tröppuganginn upp í stöðu skipstjóra síðan. Hann segir mikið hafa breyst með tilkomu Landeyjahafnar, sér- staklega fyrir þá sem hættir við sjóveiki. „Með opnun Landeyjahafnar eru allir svo glaðir að sigla. Það er hæpið að fólk nái að verða sjóveikt í þessari siglingu. Það er léttara yfir öllu og dagurinn líður fljótt. Þegar vel geng- ur er þetta æðislegt,“ segir Guð- laugur. Þá hafi nýja höfnin valdið gjörbyltingu í ferðamannastraumi. Mikið sé um að fólk skreppi í hálfs- dagsferðir til Eyja til að fara í sund eða spila á golfvellinum. Skipstjórinn segir skipið sjálft enn eiga nóg eftir. Það hafi verið í slippi í haust og sé í toppstandi. „Auðvitað eru til önnur skip sem henta þessari höfn betur en þetta gerir en það hef- ur reynst afspyrnuvel í öll þessi ár og ekkert stórvægilegt komið upp á. Það er visst gæðamerki að svo sé,“ segir Guðlaugur. Tuttugu ár frá komu Herjólfs Morgunblaðið/Ómar Í höfn Herjólfur, sem nú kemst á þrítugsaldur, siglir í Landeyjahöfn.  Á enn nóg eftir, segir skipstjórinn Callanan bendir á að ein afleiðing þess að evrusvæðið þróist í átt til frekari miðstýringar kunni að verða sú að gefin verði út sameig- inleg skuldabréf sem öflugustu ríkin, einkum Þýskaland, ábyrgist. Með því yrði Þýskaland gert að eins konar „kreditkorti“ fyrir Suð- ur-Evrópuríkin og lántökur þeirra. Þá bendir hann á að reyna muni á afstöðu evrópskra kjósenda til aukinnar miðstýringar, til dæmis í kosningum í Grikklandi 17. júní nk. og í kosningum í Hollandi í haust. Spurður út í viðhorf þingmanna á Evrópuþinginu gagnvart evru- kreppunni segir Callanan marga þingmenn þar líta svo á að stórt skref yrði stigið í átt til lausnar vandans með því að Þjóðverjar fallist á útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir evruríkin. „Það leysir ekki þann grund- vallarvanda að mörg evruríkin hafa orðið lakari samkeppnisstöðu [en þau gerðu fyrir upptöku evr- unnar]. Til að þessi ríki geti haldið í evruna þurfa þau að ganga í gegnum kerfislægar breytingar, láta frá sér stjórn efnahagsmála og breyta vinnulöggjöf- inni.“ Sameiginleg skuldabréf? VERÐUR ÞÝSKALAND „KREDITKORT“ S-EVRÓPU? Verslunarrými Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Verslunarhillur Verðmerkilistar Gínur Útiskilti Fataslár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.