Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Gallabuxur í ferðalagið 3 litir - 3 lengdir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Sumarið 2012 frá Chanel er komið Gréta Boða verður í snyrtivöruversluninni Glæsibæ dagana 6.-8. Júní. Við tökum vel á móti þér og veitum faglega ráðgjöf um allt það nýjasta frá Chanel. Glæsilegar snyrtitöskur frá Chanel fylgja með keyptum vörum fyrir 12.000,- eða meira.* *á meðan birgðir endast Sími 5685170 Sjómannasamband Íslands er ekki aðili að aðgerðum útvegsmanna á sama tíma og barið er á rétti sjó- manna í öðrum málum, segir í til- kynningu frá SSÍ í gær, og er þar vísað til kjaradeilna. Aðgerðir út- vegsmanna gagnvart stjórnvöldum séu alfarið á þeirra ábyrgð. Hins vegar telur sambandið að með frumvarpinu um veiðigjöld á útgerðina gangi stjórnvöld of langt í tillögu sinni um skattheimtu á út- gerðina. Sjómannasambandið deilir því þessari skoðun með útvegs- mönnum auk þess sem ýmislegt í frumvarpinu um stjórn fiskveiða þarf að laga til að breytingarnar skaði ekki hagsmuni sjómanna. Um kjaramálin segir í tilkynn- ingu sambandsins: „Nú nýlega vís- uðu útvegsmenn kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Í kröfugerð LÍÚ á hendur sjómönnum kemur fram hörð krafa um verulega lækkun á launum sjómanna óháð því hvort frumvarpið um veiðigjöld verður að lögum eða ekki. Auk þess hafna út- vegsmenn alfarið að bæta sjómönn- um þá kjaraskerðingu sem sjómenn hafa þegar orðið fyrir vegna af- náms sjómannaafsláttarins. Jafn- framt eru einstaka útgerðarmenn að þvinga fram fækkun í áhöfnum skipa til að lækka launakostnað og telja þeir að þær aðgerðir komi sjó- mönnum eða samtökum þeirra ekk- ert við. Fleira af þessum toga mætti nefna.“ Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Sjómenn við komuna til borgarinnar í gærdag. SSÍ ekki aðili að aðgerðum útvegsmanna  Gagnrýnir LÍÚ vegna kjaramála  Segir gengið of langt með veiðigjöldum Ólafur Ragnar Grímsson er með 46% fylgi samkvæmt skoð- anakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir RÚV. Þóra Arnórsdóttir er með 39% fylgi en aðrir frambjóð- endur fá minna fylgi. Ari Trausti Guðmundsson mælist með 9%, Her- dís Þorgeirsdóttir fær 2,5%, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir 2% og Hannes Bjarnason 1%. Í frétt RÚV um könnunina segir að Ólafur Ragnar njóti hlutfallslega mests fylgis meðal stuðningsmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks en Þóra sækir meira fylgi til stuðningsmanna stjórnarflokkanna. Stuðningur við Ólaf Ragnar eykst með auknum aldri og hann er sterk- ari á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Þóra sækir fylgi sitt frekar til yngra fólks og höfuð- borgarsvæðisins og nýtur mun meira fylgis hjá þeim sem hafa há- skólapróf. Niðurstöðurnar eru úr netkönnun sem gerð var fyrstu vikuna í júní. 1500 voru valdir af handahófi úr Við- horfahópi Capacent Gallup og svar- hlutfall var 61%. 13% tóku ekki af- stöðu, 4% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 1% sagðist vilja kjósa einhvern annan en er í fram- boði til embættis forseta Íslands. Ólafur með 46% fylgi Hæstiréttur staðfesti í gær fjögurra ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönn- um sem sakfelldir voru fyrir nauðg- un. Mönnunum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 1,2 milljónir króna í miskabætur. Þeir neituðu sök. Mennirnir, Arkadiusz Zdzislaw Pawlak og Rafal Grajewski, fæddir 1980 og 1981, óku framhjá fórnar- lambi sínu, ungri konu, þar sem hún var á leið um Snorrabraut og hugðist fara að verslun við Barónsstíg á átt- unda tímanum 16. október sl., sem var sunnudagur. Konan sagði að þeir hefðu ávarpað hana á ensku og boðist til þess að aka henni að versl- uninni. Af því varð ekki því ökumað- urinn ók að Reykjavíkurflugvelli þar sem hann stöðvaði bifreiðina. Mennirnir réðust þar á konuna með ofbeldi og neyddu til kynferð- ismaka í bifreiðinni. Konan reyndi að telja þeim trú um að hún væri HIV-smituð, til þess að fá þá til að hætta, auk þess sem hún öskraði. Ökumaðurinn tók hana hálstaki og sló hana í andlitið. Þótti sannað að mennirnir hefðu þvingað konuna til kynferðismaka með ofbeldi. Fjögurra ára dómur vegna nauðgunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.