Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Kvikmyndin Prometheushefur vakið mikla athyglimeðal Íslendinga endavar hún að hluta til tekin
upp á öræfum landsins.
Myndin átti upprunalega að vera
fimmta Alien-myndin og gerast á
undan fyrstu myndinni. Framleiðslu
hennar var þó frestað og úr varð hálf-
gert sjálfstætt framhald sem þó ger-
ist í sama söguheimi og áðurnefndar
myndir.
Kvikmyndin heldur athygli áhorf-
andans ágætlega og spennan er til
staðar. Handritshöfundar mynd-
arinnar gera sig þó seka um virkilega
hallærisleg samtöl sem hafa líklegast
fengið hálfan salinn til að ranghvolfa
augunum. Að sjálfsögðu var síðan
ansi veik ástarsaga saumuð inn í
myndina sem hreyfði ekki við neinum
tilfinningum. Einnig er að finna atriði
þar sem persónur myndarinnar
hlaupa undan rúllandi grjóti og
greinilegt að ekki var grafið djúpt í
hugmyndabanka Hollywood. Ágæt-
lega skemmtilegar pælingar um lífið
og tilveruna má finna í myndinni og
ekki skemmir tengingin við grísku
goðafræðina fyrir.
Leikarar standa sig þokkalega í
myndinni og lítið hægt að sakast við
þá. Hinsvegar var Guy Pearce í hlut-
verki hins gamla Peter Weyland ansi
gervilegur. Förðunin á honum var
svo slæm að geimverur myndarinnar
voru líkari manneskjum en hann. Sá
sem hélt myndinni uppi var hins-
vegar Michael Fassbender í hlut-
verki sínu sem vélmennið David.
Kaldhæðin og dularfull persóna hans
er í raun sú eina sem auðvelt er að
mynda tengsl við. Sérstaklega þótti
undirrituðum skemmtilegt þegar vél-
mennið horfði á vel valið atriði úr
kvikmyndinni Lawrence of Arabia.
Sviðsmyndin var mjög góð og
drungalegt landslag íslenska hálend-
isins nýtur sín vel. Dettifoss kemur
einkar vel út auk þess sem ægileg
fegurð Vatnajökulsþjóðgarðs mynd-
ar ákveðið andrúmsloft. Tæknileg
vinnsla er einnig til fyrirmyndar og
geimverurnar hæfilega jarðbundnar
til að hægt sé að hafa gaman af þeim.
Myndin er hæfilega ógeðsleg og
nokkur atriði í henni gætu lagst illa í
viðkvæmar sálir. Tengingin við
gömlu Alien-myndirnar er greinileg
og geimverunördar ættu því að gleðj-
ast.
Prometheus er svolítið eins og B-
mynd sem hefur fengið mjög stóra
fjárhæð til framleiðslu. Samtöl og
annað þess háttar er á köflum virki-
lega hallærislegt, en tæknibrellur
eru góðar.
Uppruni manns-
ins afhjúpaður
Prometheus Klaufalega skrifað handrit skyggir talsvert á góða sviðsmynd.
Sambíóin, Laugarásbíó, Smára-
bíó, Háskólabíó og Borgarbíó
Prometheus bbmnn
Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Damon
Lindelof og Jon Spaihts. Aðalleikarar:
Noomi Rapace, Charlize Theron, Idris
Elba, Kate Dickie, Logan Marshall-
Green, Michael Fassbender, Rafe Spall
og Sean Harris. Bandaríkin, 2012. 124
mín.
DAVÍÐ MÁR
STEFÁNSSON
KVIKMYNDIR
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Unglingahljómsveitin White Signal
komst í úrslit síðustu Músíktilrauna,
flutti þar fjörugt popp en hafði ekki
sigur. Hins vegar var trommuleikari
hljómsveitarinnar, hin 16 ára Sólrún
Mjöll Kjartansdóttir, valin besti
trommuleikari keppninnar. Sólrún
hefur numið trommuleik í tónlistar-
skóla FÍH frá síðasta hausti en hef-
ur þó leikið á trommur í átta ár.
Nú hefur hún ásamt tveimur öðr-
um liðsmönnum White Signal,
Brynjari Guðlaugssyni og Katrínu
Helgu Ólafsdóttur, sagt sig úr þeirri
hljómsveit og stofnað nýja sem ekki
hefur enn hlotið nafn. Auk þeirra
voru í White Signal Guðrún Ólafs-
dóttir og Snorri Örn Arnasson.
Blaðamaður sló á þráðinn til Sól-
rúnar í fyrradag og sagði hún þau
Brynjar og Katrínu hafa tekið þá
ákvörðun í síðustu viku að hætta í
White Signal og stofna nýja hljóm-
sveit. Þau ætli að auglýsa eftir
bassaleikara og söngvara. „Það er
hægt að gera það á Facebook og ég
er í FÍH-tónlistarskólanum og það
er hellingur af fólki þar, maður get-
ur auglýst þar og svo náttúrlega í
blöðunum,“ svarar Sólrún, spurð að
því hvar þau ætli að auglýsa og fær
um leið ókeypis auglýsingu í Morg-
unblaðinu.
– Hvers konar hljómsveit verður
þetta, hvernig tónlist ætlið þið að
spila?
„Okkur Katrínu langar voða mikið
að prófa eitthvað nýtt, vinur hennar
leikur raftónlist og okkur langar að
gera nokkur lög með honum, vinna
eitthvað með honum og síðan langar
okkur til að gera eitthvað skemmti-
legt bara,“ segir Sólrún. Hún segir
White Signal hafa leikið fjölbreytt
lög, leikið dansprógramm og spilað
fönk og rokk líka.
Spurð hvers vegna þau hafi hætt í
White Signal vill Sólrún sem minnst
segja en segir að sig hafi persónu-
lega langað að semja eigin tónlist og
fá að ráða meiru, hafa sjálf skoðun á
málum. Blaðamaður lætur sér það
svar nægja.
– Ætlið þið að taka upp plötu?
„Já, við stefnum að því og kannski
að taka aftur þátt í Músíktilraunum,
það kemur í ljós. Við erum ekki byrj-
uð að æfa ennþá,“ segir Sólrún.
Sumarið verði vel nýtt til æfinga.
Bassaleikari
og söngvari óskast
Þrír meðlima White Signal hættir í hljómsveitinni
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Byrjun Liðsmenn hinnar nýju og ónefndu hljómsveitar, þau Sólrún Mjöll
Kjartansdóttir, Brynjar Guðlaugsson og Katrín Helga Ólafsdóttir.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
PROMOTHEUS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power)
SNOWWHITEANDTHEHUNTSMAN Sýnd kl. 4 - 7 - 10
MEN IN BLACK 3D Sýnd kl. 5 - 8
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 10:15
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
HHHH
“SCOTT TEKST AÐ SKAPA
RAFMAGNAÐA STEMNINGU Í
PROMETHEUS”
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
HHHH
-ROGER EBERT
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Moonrise
Kingdom
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
PROMETHEUS KL. 5.50 - 8 - 10.15 16
SNOW WHITE AND THE... KL. 8 - 10.15 12
MIB 3 3D KL. 6 10
SLAY MASTERS KL. 6
PROMETHEUS 3D KL. 6 - 9 16
MOONRISE KINGDOM KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 9 12
MIB 3 3D KL. 9 10
GRIMMD:SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10
MBL
PROMETHEUS 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 16
PROMETHEUS 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 16
PROMETHEUS 2D KL. 5.20 - 10.40 16
SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 8 - 10.40 12
MIB 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
MIB 3 2D KL. 5.30 10
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L
LEITIN AÐ UPPRUNA OKKAR GÆTI LEITT TIL ENDALOKANNA
„SCOTT ... TEKST AÐ SKAPA RAFMAGNAÐA
STEMNINGU Í PROMETHEUS“
-V.J.V., SVARTHOFDI.IS
- ROGER EBERT