Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is
Tónastöðin
býður upp á mikið úrval
hljóðfæra og nótnabóka
fyrir allar tegundir tónlistar
og leggur áherslu á góða
og persónulega þjónustu.
Hjá okkur færðu
faglega þjónustu,
byggða á þekkingu
og áratuga reynslu.
Spænski píanistinn Pablo Peláez
heldur tónleika í Norræna húsinu í
kvöld kl. 19 og eru tónleikarnir
styrktir af ræðisskrifstofu Spánar á
Íslandi. Peláez stundaði tónlist-
arnám við Real Conservatorio Su-
perior de Música í Madrid á Spáni á
árunum 1972 til 1980 og hefur frá
árinu 2000 flutt píanóverkið Prelu-
des í fjölda borga á Spáni og í Míl-
anó, París, Havana, Panama og
Boston með aðstoð ræðisskrifstofa
Spánar í Montevideo og Düsseldorf.
Efnisskrá tónleikanna er tví-
skipt. Í fyrri hlutanum leikur Pelá-
ez verkin Ostrich … and I saw a
new sky, og svítuna Time Drops. Í
öðrum hluta leikur hann At Dawn,
Autumn in Bremen, The way, The
white Stork og Dolphins og síðan
lagasyrpuna Songs for Children.
Tónleikunum lýkur með lagasyrp-
unni Farewell. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
Píanisti Pablo Peláez heldur tón-
leika í Norræna húsinu í dag.
Peláez leik-
ur á píanó
Tónleikar í Nor-
ræna húsinu í dag
Í frétt í blaðinu í gær um úthlutun
starfsstyrkja Hagþenkis var rangt
farið með nafn eins þeirra sem sitja
í úthlutunarráði. Stóð þar að Arn-
þór Helgason sagnfræðingur sæti í
ráðinu en Arnþór er Gunnarsson.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Arnþór er
Gunnarsson
Leiðrétt
Myndlistarkonan Sirra Sigrún Sig-
urðardóttir opnaði í gær sýninguna
Tremors í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi. Sýningin er sú fyrsta í
röð einkasýninga á vegum gallerís-
ins Kling & Bang og ber röðin yf-
irskriftina The Demented Diamond
of Kling & Bang’s Confected Video
Archive.
Sýning Sirru er fjölrása mynd-
banda- og hljóðinnsetning og sýnir
Selfyssinga tjá sig með hreyfingum
og tali um jarðskjálftann sem reið
yfir heimabæinn árið 2008, átti
upptök sín suðvestur af bænum. Þá
tjá þeir sig einnig um efnahags-
hrunið sem varð í október sama ár.
Selfyssingar tjá sig
Morgunblaðið/Heiðar
Skjálfti Sirra Sigrún Sigurðar-
dóttir sýnir í Hafnarhúsi.
Fjallað er um íslenskt leikhúslíf í
vorhefti leikhúsritsins Western
European Stages sem gefið er út af
Martin E. Segal Theatre Center
sem heyrir undir The City Univers-
ity of New York, í grein sem ber yf-
irskriftina Theatre in Iceland, Win-
ter 2011. Greinina ritar Steve
nokkur Earnest. Í greininni fjallar
Earnest m.a. um velgengni leikhóps-
ins Vesturports sem tók við Evr-
ópsku leiklistarverðlaununum í Pét-
ursborg í fyrra og mikla aðsókn að
íslenskum leikhúsum veturinn 2010-
11, þrátt fyrir kreppu. Starf Borg-
arleikhússins og Þjóðleikhússins sé
hvað mest áberandi í íslensku leik-
húslífi. Fjallað er ítarlega um upp-
setningar Borgarleikhússins fyrr-
nefndan vetur og þá m.a. á söng-
leiknum Galdrakarlinum í Oz sem
Earnest segir líklega þá mest spenn-
andi sem leikhúsið hafi sett upp og
gallalausa. Earnest segir Þjóðleik-
húsið hafa fært á svið afar mörg öfl-
ug verk í desember í fyrra og hafi
hvað mest spenna ríkt fyrir uppsetn-
ingu þess á Vesalingunum. Nefnir
hann fleiri verk, m.a. Svartan hund
prestsins og Elsku barn. Þá segir
Earnest undir lok greinar það aðdá-
unarvert að nær öll íslensk börn yfir
tveggja ára aldri fari minnst einu
sinni á ári í leikhús.
Öflugt leikhúslíf
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ísmús er nýr íslenskur gagna-
grunnur sem geymir og birtir gögn
úr íslenskum menningarheimi. Þar
má finna hljóðrit, ljósmyndir, kvik-
myndir, handrit og texta. Katrín
Jakobsdóttir menntamálaráðherra
opnar vefinn í dag, 8. júní, í Salnum
í Kópavogi við hátíðlega athöfn.
„Fyrir tíma netsins höfðu menn
ekki tök á öðru en bókaútgáfu. En
eftir að hægt var að tengja saman
hljóð, mynd og skjöl kviknaði þessi
hugmynd. Með þessu móti má opna
tónmenningargátt þjóðarinnar og
veita fólki aðgang að því sem í ár-
hundruð var hulið og á lokuðum
söfnum,“ segir Bjarki Sveinbjörns-
son, tónlistarfræðingur og hug-
myndasmiður vefjarins.
Gögnin sótt víða
Verkefnið á sér 17 ára sögu. Í
upphafi var einungis ætlunin að
birta myndir af íslenskum tónlistar-
handritum og upplýsingum um þau.
Verkið vatt upp á sig og Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
opnaði fyrstu gerð Ísmús-verkefn-
isins við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni
28. júní 2001. Þá birtust þar myndir
af handritum og vaxhólkahljóðrit
Jóns Pálssonar og Jóns Leifs. 1. maí
2004 var um 2.000 hljóðritum úr
þjóðfræðisafni Árnastofnunar form-
lega bætt við verkefnið.
Með tímanum hefur áherslan
breyst og nú opnar Ísmús breiðan
aðgang að tónlistar- og sagnamenn-
ingu og ýmsum heimildum um
menningarsögu þjóðarinnar. Hér
koma því fram áður óþekktir mögu-
leikar til rannsókna og heimilda-
öflunar af ýmsum toga, fyrir al-
menning, sérfræðinga, nemendur og
kennara.
„Ég byrjaði á því að sækja gögnin
á allar helstu stofnanir sem staddar
eru í Reykjavík. Ég fékk leyfi hjá
Þjóðskjalasafni, Landsbókasafni og
Þjóðminjasafni og Árnastofnun til
þess að varðveita frumgögnin. Svo
fékk ég einnig leyfi til þess að setja
þetta á stafrænt form,“ segir Bjarki
sem jafnframt fékk aðgang að hljóð-
skjölum Ríkisútvarpsins.
„Upphaflega hugmyndin var að
veiða allar hljóðupptökur frá Árna-
stofnun. Fljótlega áttuðum við okk-
ur þó á því að ef við myndum ekki
taka allan pakkann þá yrði það aldr-
ei gert,“ segir Bjarki.
Á vefnum má finna fjöldann allan
af efni sem kemur úr ólíkum áttum.
„Í þessum frásögnum fáum við
einnig rammann utan um þann heim
sem fylgir hljóðupptökum frá ein-
staklingum sem segja frá tónlist-
inni. Því fáum við miklu stærri
mynd af þessu en við gerðum okkur
grein fyrir í upphafi þegar við fórum
af stað í þessa vinnu,“ segir Bjarki.
Hann segir að efni síðunnar geti
höfðað til margra.
„Það geta allir notið síðunnar.
Margir geta heyrt þarna í fornum
ættingjum. Skólakerfið fær aðgang
að ævintýrum og þulum. Eins má
finna alls kyns sagnir af hjátrú, sjó-
mennsku, reiðtúrum, tröllasögum,
kvæðum, barnavísum og sálmum
svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir
Bjarki.
Vinnan heldur áfram
Mikil vinna hefur farið í þetta frá
Bjarka og Jóni Hrólfi Sigurjóns-
syni, sem unnið hafa sameiginlega
að þessu verkfni. Nær ekkert annað
hefur komist að. „Þetta er mín
heimsmeistarakeppni, Evrópu-
keppni og Ólympíuleikar. Ég verð
að gramsa í hljóðskrám þegar aðrir
eru að horfa á Evrópukeppnina í
sumar,“ segir Bjarki að lokum. Vef-
inn má finna á slóðinni
www.ismus.is.
„Mín heimsmeistarakeppni“
Gagnagrunnurinn Ísmús verður opnaður í Salnum í Kópavogi dag Vefur
sem geymir og birtir gögn úr íslenskum menningarheimi 17 ár í vinnslu
Morgunblaðið/Ómar
Kostagripur Bjarki Sveinbjörnsson hjá orgeli sem er smíðað hjá Lyon&Healy í Chicago um aldamótin 1900.
Vefurinn inniheldur ógrynni af
efni sem Bjarki Sveinbjörnsson
og Jón Hrólfur Sigurjónsson
hafa aflað, unnið að gagnasöfn-
un í aukavinnu og m.a. notað
sumarfrí í að safna gögnum um
orgel á Íslandi.
Meðal efnis sem má finna á
ismus.is er: 41.966 hljóðrit, 192
handrit og bækur, 2.644 ein-
staklingar, 438 kirkjur, 514 org-
el, 12.633 ljósmyndir og 706
myndskeið.
Tugþúsundir
skráa
ÍSMÚS ER MIKIÐ VERK