Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 28
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is V ið sjáum þennan eina ár- gang nokkuð víða og hann gæti verið nokkuð stór,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson fiski- fræðingur, sem tók þátt í árlegum 24 daga rannsóknaleiðangri Hafrann- sóknastofnunarinnar á rann- sóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem lauk í síðustu viku. Sveinn bætir við að ekki hafi náðst nógu góð mæling á árganginum ennþá, 2011-árganginum, en hann hafi sést hér og þar og meira verið af honum en af árgöngum undanfarinna ára. Kemur til með að auka veiðar „Hann kemur örugglega til með að auka þær ef þetta er eins og mér sýn- ist vera,“ segir Sveinn, aðspurður hvaða áhrif sterkari árgangur kol- munna muni hafa á kolmunnaveiðar á næstu árum. Að sögn Sveins skiptir miklu máli í þessu samhengi hvort það verði fleiri en einn góður árgang- ur. Hann segir um verulega breyt- ingu að ræða á milli árganga. „En við sjáum þetta ekki fyrr en þetta er komið inn í veiðina raunveru- lega eftir svona 2-3 ár. Þá förum við virkilega að sjá hvort þessi árgangur er svona stór eins og við vonumst til að hann verði,“ segir Sveinn og bætir við: „Ef allir næstu árgangar eru mjög lélegir þá mun það valda breyt- ingum á veiðunum, það er nokkuð ljóst.“ Lélegir árgangar síðustu ár Aðspurður segist Sveinn ekki geta sagt til um hvað valdi því að þessi ár- gangur virðist vera stærri en fyrri kolmunnaárgangar. „Við vitum ekki af hverju við höfum haft svona lélega árganga undanfarin mörg ár en fyrir þann tíma höfðum við þessa feikna- lega stóru árganga sem héldu uppi miklu meiri veiði en við gátum búist við,“ segir Sveinn. „Við hefðum átt að sjá minnkun í stofninum miðað við þær veiðar sem stundaðar voru af því að þegar við spáum um stofnstærð, á meðan við vitum ekki hvað árgangarnir eru stórir, reiknum við með meðal- árgöngum oftast nær,“ segir Sveinn og bætir við: „En yfir heillangt tíma- bil voru árgangarnir miklu stærri en meðalárgangar þannig að það var hægt að halda uppi þessari miklu veiði.“ Að sögn Sveins er orðið mjög langt síðan síðast sást stór árgangur af kol- munna en hann segir kolmunna- árganga hafa verið lélega í langan tíma. „Nú förum við vonandi að sjá nýtt tímabil með góðum árgöngum en fyrstu vísbendingar fyrir þennan ár- gang virðast vera mjög góðar,“ segir Sveinn í samtali við Morgunblaðið. Mjög jákvæðar fréttir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir,“ segir Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Að sögn Gunnþórs hefur stofninn verið í lægð á síðustu árum og nefnir hann sem dæmi að fyrir ári hafi verið út- hlutað alls um 15 þúsund tonna kvóta af kolmunna. Í ár hafi kvótinn verið tæp 70 þúsund tonn en þegar kol- munnaveiðar hafi gengið sem best, fyrir u.þ.b. áratug, hafi menn verið að veiða yfir 400 þúsund tonn af kol- munna. „Það er alltaf jákvætt þegar fiskistofnarrétta úr sér,“ segir Gunn- þór. Spurður að því hversu verðmætur kolmunninn sé segir Gunnþór: „Hann er af stærstum hluta nýttur í mjöl- og lýsisvinnslu og það eru náttúrlega sterkir markaðir þar. Þannig að hann vegur mjög þungt hjá þeim fyr- irtækjum og byggðarlögum sem eru í uppsjávarveiðum og vinnslu. Stærsti kolmunna- árgangur í árafjölda Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Kolmunni Árgangurinn mælist nú sterkur í fyrsta skipti í árafjölda og er það von manna að stærri kolmunnaárgangar skili sér í auknum veiðum. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Formaður utan-ríkismála- nefndar segir að rætt hafi verið í nefndinni að fara þurfi yfir stöðuna í Evrópu og fá mat á því hvað sé að gerast. Ekk- ert liggi þó fyrir um hvenær eða hvernig þetta verði gert. Í gær gerðist það að láns- hæfismat Spánar lækkaði um þrjú þrep hjá einu af stóru matsfyrirtækjunum og er nú aðeins einu þrepi frá rusl- flokki. Þetta er aðeins nýjasta dæmið um alvarleg vandamál Evrópusambands- ins. Falli Spánn verða afleiðing- arnar allt aðrar og meiri en við fall Grikklands. Sofandaháttur stjórnarflokkanna gagnvart ástandinu innan Evrópusam- bandsins er ótrúlegur. Þeir láta enn eins og evrukreppan muni ekki snerta Ísland og það geti gerst aðili að Evr- ópusambandinu og tekið upp evruna. Fer ekki að líða að því að þeir þurfi að rumska og líta í kringum sig? Utanríkismálanefnd ætlar jafnvel við tækifæri að kynna sér stöðuna í ESB} Sofið á verðinum Kannanirsýna aðAlþingi Ís- lendinga er einna neðst á skalanum yfir virðingu og traust, þegar álit þjóðarinnar á því er mælt. Við eðlilegar aðstæður ætti sú aldagamla stofnun, lykill lýð- ræðis í landinu, að tróna nærri toppnum. En því miður kemur niðurstaðan ekki á óvart. Ákaft er unnið að því þar innan dyra að ná botnsæti á þennan mælikvarða og hamast mest af þeim sem síst skyldu. Yfir eitt hundrað málum er dengt inn á þingið um það bil sem lokafrestur til framlagn- ingar rennur út. Forysta rík- isstjórnarinnar, sem þannig fer að, bítur svo höfuð af skömminni með því að krefjast þess að lungi þeirra mála verði afgreiddur á fáeinum dögum. Breytir þó engu þótt um sé að ræða illa unnin mál og hroð- virknisleg, þar sem þjóð- arhagsmunir eru í húfi og bull- andi ágreiningur ríkir. Með öðrum orðum þá er verið að krefjast þess að málin verði af- greidd án eðlilegrar athug- unar og umræða verði skorin svo við nögl að hún verði verri en engin. Stærstu mál eru send út í þjóðfélagið til umsagnar, eins og rétt er og skylt, en með óboðlega stuttum fresti til svars. Í því felast skilaboð um að í rauninni sé ekki ætlast til þess af þinginu að umsagnar- aðili leggi mikla orku í yfirlegu og svar. Og þau skilaboð eru svo endanlega staðfest þegar umsagnir sem menn gefa, þrátt fyrir fátæklegan tíma, fá móttökur sem eru ígildi þess að hafna í ruslafötum þing- manna. Fróðlegt, en þó miklu fremur dap- urlegt, var að heyra eða sjá um- mæli Steingríms J. Sigfússonar um þingið, þar sem hann hefur enn nokkuð þýð- ingarmikið hlutverk. Hann reigði sig í ræðustól og sagði að það gerði ekkert til þótt þingið héldi áfram sínu bagsi inn í sumarið. Ekki með þeim rökum að þingmenn þurfi að sinna og svo ljúka sínum verk- um. Á slík rök má fallast, þótt ekki fari vel á því að þeir sem starfsöngþveitinu valda geri slíkar kröfur. Rök VG - foringjans voru þau að það hefði enginn neinn áhuga fyrir því sem fram færi í þinginu. Fólkið í landinu væri fremur að hugsa um fótbolta- keppni í fjarlægum löndum að hans mati. Og það gerði heldur ekkert til að þingið væri við störf á þeim fáu vikum sem eftir lifa fram að forsetakosn- ingum. Fyrrnefnt áhugaleysi þjóðarinnar á þingstörfunum væri slíkt að ekkert í þinginu væri til þess fallið að trufla hinar almennu kosningar. Hingað til hefur þess jafnan verið gætt að gera hlé á þing- störfum vegna þeirra lýðræð- islegu kosninga sem stjórnlög landsins ákvarða að skuli reglulega fara fram. Það er sjálfsögð skylda til að tryggja að slíkar kosningar geti farið fram við eðlilegar aðstæður. Á meðan hrokagikkir á borð við þá sem telja sig þess um- komna að gera í senn lítið úr hlutverki þingsins og þjóð- kjöri forseta Íslands eru enn fyrirferðarmiklir í þingsalnum eru ekki miklar líkur á því að álit þjóðarinnar á þeirri stofn- un rísi á ný. Yfirlæti og yfirgang- ur eru ekki líklegust til að auka hróður Alþingis} Lítið álit kemur ekki á óvart E inhvern veginn tókst að leyna því fyrir íslenskum almenningi í heil sextán ár að á Bessastöðum leyndist harðsvíraður og ósvífinn svíðingur, belgfullur af for- dómum um allt og ekkert. Konur og samkyn- hneigðir hafa til dæmis orðið illilega fyrir barðinu á þessum manni, sem vílar ekki fyrir sér að afþakka boð í gleðigöngur og ber því við að hann sé önnum kafinn við að sinna störfum sínum og skyldum. Uss og svei. Þessi óforskammaði einstaklingur hefur ver- ið forseti undanfarin 16 ár og framið ýmiss kon- ar illvirki í rokinu á Álftanesinu, að því er virð- ist í algjörri leynd, þar sem enginn hefur svo mikið sem imprað á þessum óhæfuverkum hans fyrr en nú. Svo merkilega vill til að upp kemst um kauða í kosningabaráttu sem virðist stefna í að verða býsna harðvítug. Þökk sé öllu því ósérhlífna fólki sem vílar ekkert fyrir sér í sannleiksleitinni, því hver veit upp á hverju hann gæti tekið í framtíðinni? Kannski bein- ast fordómarnir næst að hvítum, miðaldra karlmönnum. Enn merkilegra er þó, að þeir sem ljóstra upp um alla þessa svívirðu eru, sumir hverjir, blaðamenn með ára- langa starfsreynslu. Einhverjir þeirra hafa meira að segja verið orðaðir við rannsóknarblaðamennsku. Í ljósi þess hefðu þeir átt að hafa alla burði til þess að grafa þessar syndir forsetans upp fyrir lifandis löngu. Ef einhverjir, þó ekki væri nema lítið brot af þeim sem telja það núna vera heilaga skyldu sína að flytja landslýð linnulausar fregnir af þessum voða- verkum, hefðu skýrt frá þeim fyrr, hefði ís- lenskur almenningur horfst þögull í augu, gripið heykvíslar sínar (ef einhver lumar á slíkum fyr- irbærum) og skundað á Bessastaði. Einn glæpa forsetans felst meðal annars í því að hafa byrjað kosningabaráttuna sína þegar sá frambjóðandi sem kemst honum næst að fylgi lá á sæng eftir barnsburð. Þetta er ekk- ert annað en argasta tillitsleysi og svona nokkuð ætti auðvitað að varða við lög. Annars er það merkilegt að á meðan ávirð- ingar af öllu hugsanlegu tagi dynja á forset- anum, þá má hvorki æmta né skræmta um aðra sem eru í forsetaframboði, án þess að það sé kallað „árásir“, „ómaklega vegið að fólki“ eða eitthvað þaðan af verra. Kosningabarátta er nefnilega ekki fyrir viðkvæmar sál- ir eða móðgunarpésa sem fara í fýlu út af öllum sköpuðum hlutum. Þetta er slagur fyrir harðjaxla og hörkutól. Bara svo það sé á hreinu. Svo eru sumir sem starfa sinna vegna ættu að halda sig eins fjarri kosningabaráttu og þeim áróðri sem henni fylgir og mögulegt er. Þar má til dæmis nefna þá blaða- og fréttamenn sem hafa hug á að einhver taki þá alvarlega þegar þeir sinna daglegum störfum sínum. En þau felast að öllu jöfnu í því að flytja fréttir af mönnum og málefnum á eins hlutlausan hátt og kostur er á. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hvorki viðkvæmir né blaðamenn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Kolmunnastofninn hefur verið í þónokkurri lægð á síðustu árum og eru kolmunnaveiðar núna ekki nema brot af því sem þær voru fyrir tæpum áratug. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu veiddu íslensk skip rúm 286 þúsund tonn af kol- munna árið 2002 en veiðarnar náðu hámarki árið 2003 þegar íslensk skip veiddu rúmlega 501 þúsund tonn af kolmunna. Á síðasta ári voru kolmunna- veiðar hinsvegar verulega tak- markaðar en þá veiddu Íslend- ingar ekki nema 5.887 tonn af kolmunna eða sem nemur 1,2% af kolmunnaveiði ársins 2003. Í ár gengu kolmunnaveiðar hins- vegar töluvert betur en árið áð- ur og var heildaraflinn rúm 58 þúsund tonn. Samið er um heildarkol- munnaaflann árlega á ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar. Náðu há- marki 2003 KOLMUNNAVEIÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.