Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Berlín. AFP. | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands, sögðu eftir fund þeirra í Berlín í gær að sáttmál- inn um aukið aðhald í ríkisfjármálum dygði ekki til að leysa skuldavanda evruríkjanna. 25 af 27 aðildarríkjum Evrópu- sambandsins hafa undirritað sátt- málann. Merkel sagði á stuttum blaðamannafundi eftir viðræðurnar við Cameron að ríkisfjármálasátt- málinn væri „nauðsynlegur en ekki eina forsendan“ fyrir því að hægt yrði að leysa vandann eftir tveggja ára umrót á evrusvæðinu. Cameron tók í sama streng og sagði að fjármálasáttmálinn væri „mikilvægur en ekki fullnægjandi“ til að binda enda á umrótið. Bretar hafa ekki undirritað sáttmálann. Boðar fullveldisafsal Merkel lagði áherslu á að þýska stjórnin væri staðráðin í því að „tryggja stöðugleika á evrusvæðinu“ og vildi nota „þau tæki sem við höf- um skapað til stuðnings“ skuldugum evrulöndum. Hún sagði að evrulönd- in þyrftu að fallast á fullveldisafsal á fleiri sviðum en ríkisfjármálum til að hægt yrði að hindra að slík kreppa skylli á aftur. Fyrir fundinn með Cameron sagði Merkel í sjónvarpsviðtali að evrurík- in þyrftu ekki aðeins að byggja upp bandalag í ríkisfjármálum, heldur einnig að koma á pólitískum sam- runa. „Við þurfum fyrst og fremst pólitískan samruna, það þýðir að við þurfum að afsala okkur ábyrgð á valdsviðum,“ sagði Merkel í viðtal- inu. Merkel og Cameron neituðu því bæði að aukinn samruni evruríkja leiddi til nýrrar tvískiptingar ESB, eða „tveggja hraða Evrópu“ eins og þau kalla það. „Við höfum alltaf haft mismunandi myndir samruna,“ sagði Merkel og nefndi sem dæmi Bretland og Danmörku sem hafa ákveðið að taka ekki upp evruna. „Við getum sætt okkur við Evrópu- samband þar sem löndin fara ekki öll á sama hraða,“ sagði hún. Cameron tók í sama streng. „Ég efast ekki um að evrulöndin munu vilja leita eftir auknum samruna. Þetta gerist augljóslega á næstu mánuðum og árum,“ sagði hann. „Bretland er ekki í myntbandalag- inu, við munum ekki ganga í það, þannig að við tökum ekki þátt í sam- runanum.“ Cameron lagði einnig áherslu á að Bretland myndi ekki taka þátt í bankabandalagi sem er einnig til umræðu innan Evrópusambandsins. „Við myndum ekki vilja biðja breska skattgreiðendur að ábyrgjast inn- stæður spænskra og grískra banka,“ sagði hann. Cameron áréttaði einnig andstöðu Breta við þá hugmynd að innleiða svonefndan Tobin-skatt á fjármála- gjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi ESB. AFP Báru saman ráð sín David Cameron og Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í gær eftir viðræður þeirra um skuldavanda evrulanda. Segja að fjármála- sáttmálinn dugi ekki  Merkel beitir sér fyrir pólitískum samruna evrulanda Þjóðverjar svartsýnir » Ný skoðanakönnun bendir til þess að 78% Þjóðverja telji að skuldavandi evruríkja eigi enn eftir að versna. » Um 56% aðspurðra sögðust hafa áhyggjur af sparifé sínu og 53% bjuggust við því að evrukreppan yrði til þess að tekjur þeirra og eignir minnk- uðu. » Um 55% sögðu að betra hefði verið að halda þýska markinu en að taka upp evr- una. » 70% aðspurðra sögðust þó telja að evran myndi halda velli. Nunna með innkaupapoka, merktan þýska tískufyrirtækinu Hugo Boss, á hátíðargöngu í Varsjá í tilefni af dýradegi í gær. Dýridagur er hátíð í kaþ- ólsku kirkjunni til minningar um innsetningu altarissakramentisins. Hún hefur verið haldin frá 1264 og fellur á fimmtudag eftir þrenningarhátíð. AFP Dýridagur í Varsjá Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 Opnunartími: 08:00 - 17:00 alla virka daga www.ispan.is - ispan@ispan.is CE-VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt HERT GLER: Í handrið • Í skjólveggi Grænmetisblanda • Brokkál 25% • Spínat 25% • Rauðrófur 25% • Salatkál 10% • Gulrætur 10% • Steinselja 4.95% Lífrænt grænmeti - Dagskammtur af næringu. Fyrir alla fjölskylduna - bragðgóður næringarauki í barnamat. 100%hreint grænmetiduft. 40 daga skammtur Fæst í Lifandi Markaður, Lyfjaver, Yggdrasil, Hagkaup, Krónunni. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Færð þú nægjanlegt magn af lífrænu grænmeti í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.