Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Snyrt og snurfusað Þessir duglegu menn dyttuðu að Álsey frá Vestmannaeyjum undir háværum skipsflautum í Reykjavíkurhöfn í gær og gerðu skipið tilbúið fyrir sumarið.
Ómar
Fingraför fyrrver-
andi fjármálaráðherra
Steingríms J. Sigfús-
sonar sjást víða. Eftir
að hann tók við
stjórnartaumunum í
fjármálaráðuneytinu
hefur allt farið þar til
verri vegar. Enda fór
svo að Steingrímur
skipti um ráðuneyti
eftir að hann var bú-
inn að rústa skatt-
kerfi landsmanna. Um 170 skatta-
lagabreytingar hafa verið gerðar í
tíð Steingríms. Jú – hann ætlaði að
skatta landsmenn út úr kreppunni.
Vinstrimenn hafa sjaldnast skilið
samhengi hóflegra skatta og skatt-
heimtu. Undir forystu Steingríms
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var
hafist handa við að ráðast á annars
ágætt virðisaukaskattskerfi. Sam-
kvæmt bókhaldi ríkissjóðs er allur
innskattur færður til frádráttar
þeim útskatti sem reiknast af
virðisaukaskattsskyldum við-
skiptum innanlands (á vörum og
þjónustu). Man ég enn umræðuna
á Alþingi þegar Steingrímur lagði
til hækkun virðisaukaskatts á mat-
væli – úr 7% og upp í 24,5%. Rök-
in voru að slíkt væri almenn tekju-
öflun fyrir ríkissjóð. Mættu þessar
tillögur mikilli andstöðu hjá okkur
framsóknarmönnum. En Stein-
grímur og AGS voru ekki ráða-
lausir. Í stað þess að láta gott
virðisaukaskattskerfi í friði gerði
hann aðra atlögu að kerfinu og
lagði til nýtt virðisaukaskattsþrep
– að matvæli ættu að bera 14%
skatt og aðrar vörur 25% skatt.
Steingrímur var rekinn til baka
með þessar tillögur líka og eftir
stendur að efra virð-
isaukaskattsþrepið
var hækkað í 25,5%,
sem er hæsti virð-
isaukaskattur sem
þegnar þurfa að inna
af hendi á byggðu
bóli. En hverju skilaði
þetta ríkissjóði? Jú –
tæplega 40 milljarða
tekjutapi á álagning-
arárunum 2010 og
2011. Því má í raun
segja að innlenda
virðisaukaskattskerfið
sé tæknilega „gjaldþrota“ eftir
árásir fyrrverandi fjármálaráð-
herra á það. Í skriflegu svari frá
fjármálaráðherra sem barst mér
nú í vikunni kemur fram að tekjur
af innlendum virðisaukaskatti voru
33 milljarðar 2009, 20 milljarðar
2010 og í bráðabirgðatölum fyrir
uppgjör ársins 2011 er innskatt-
urinn kominn í tæpa níu milljarða í
mínus – sem á í raun ekki að vera
hægt – því kerfið á að vera „virð-
isaukandi“. Þessi tekjustofn rík-
isins er hruninn. Ætli Steingrími
þyki það ekki glæsileg niðurstaða
hjá sér eftir þriggja ára setu sem
fjármálaráðherra.
Eftir Vígdísi
Hauksdóttur
» Því má í raun segja
að innlenda virðis-
aukaskattskerfið sé
tæknilega „gjaldþrota“
eftir árásir fyrrverandi
fjármálaráðherra á
það.
Vigdís
Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins
í Reykjavík.
Virðisaukaskatt-
skerfið er hrunið
Steingrímur J. Sig-
fússon sjávar-
útvegsráðherra með
meiru sýndi sjómönn-
um Íslands ótrúlega
lítilsvirðingu og dóna-
skap í sjómanna-
dagsræðu sinni í Rík-
isútvarpinu á
sjómannadaginn um
síðustu helgi. Hroki
hans og geðþóttajafnræði er mikið
áhyggjuefni.
Steingrímur sagði í sjómanna-
dagsræðunni að sér hefði ekki þótt
skemmtilegt að taka ákvörðun um
að afnema sjómannaafsláttinn, en
hann hefði gert það til þess að
bjarga efnahag Íslands. Það var
ekkert annað. Bjarga efnahag Ís-
lands.
Um sex milljarðar á nótum skatt-
fríðinda lágu undir árið sem ríkis-
stjórn Jóhönnu og Steingríms J.,
vinstristjórnin, tók ákvörðun um að
afnema fríðindi sjómanna í svoköll-
uðum sjómannaafslætti, sem upp-
runalega kom til vegna samninga
sjómanna, útvegsmanna og ríkis-
stjórnar Íslands, en hefur áratugum
saman verið metinn sem umbun
vegna vinnu fjarri heimili eins og
tíðkast í skattfríðindum allra stétta í
landinu í formi dagpeninga og ann-
arra skattalegra fríðinda.
Árið sem vinstristjórnin ákvað að
afnema þessi fríðindi sjómanna
vegna vinnu fjarri heimili var ætlað
að skattaleg fríðindi af sömu ástæð-
um og fyrr gætu hafa verið um sex
milljarðar króna. Þar af var sjó-
mannaafsláturinn metinn á um
1.200 milljónir króna, eða um 20% af
heildarfríðindum allra stétta lands-
ins í þessum efnum.
Til þess að „bjarga
efnahag Íslands“, eins
og ráðherrann orðaði
það, var tekin ákvörð-
un um að kasta rétt-
indum sjómanna einna
langt út í hafsauga en
verja réttindi allra
landkrabba á Íslandi
og þar spila opinberir
embættismenn höf-
uðhlutverkið.
Hvers vegna tóku
Steingrímur og Jó-
hanna og þeirra lið ekki fríðindin af
öðrum en sjómönnum til þess að
bjarga efnahags landsins enn betur,
4.800 milljónir auk 1.200 millj-
ónanna af sjómönnum?
Nú eru sjómenn eina stéttin á
landinu sem nýtur ekki skattalegra
fríðinda vegna vinnu fjarri heimili
sínu, en hver á í rauninni skilið að fá
fríðindi í þessum efnum ef ekki sjó-
menn? Þó ekki væri nema fyrir
þetta eitt má núverandi ríkisstjórn
skammast sín.
Á fjölmennum fundi sjómanna
Brims og annarra starfsmanna og
gesta um stefnu ríkisstjórnarinnar í
fiskveiðimálum í húsi Brims á Mið-
bakka í Reykjavík þriðjudaginn 5.
júní sl. hafði Steingrímur J. Sigfús-
son sjávarútvegsráðherra á orði að
einhvern tíma í framtíðinni væri
hugsanlegt að sjómenn fengju
skattaleg fríðindi vegna vinnu sinn-
ar.
Hvað er eiginlega að Steingrími
J. Sigfússyni? Hvers eiga sjómenn
að gjalda?
Undirritaður hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp ásamt nokkrum
þingmönnum um lögbindingu skatt-
fríðinda sjómanna í anda laga um
fríðindi annarra stétta í landinu.
Þessi lög miðast við samskonar
lög og gilda í Noregi og Færeyjum
og miðast í stuttu máli við það að
hafi sjómaður meira en helming
tekna sinna af sjósókn fái hann 15%
af þeim hlut sem skattfríðindi. Þetta
þýðir að gamla hámarkið í sjó-
mannaafslættinum hækkar miðað
við almennu regluna úr 460 þús. kr.
á ári í 1.460 þús. kr. á ári
Ef einhverjum dettur í hug að
hundsa sjómenn og rétt þeirra þá
erum við aðeins að búa til farveg
sem leiðir til þess að íslenskir sjó-
menn vilja fremur vinna í Noregi og
Færeyjum en á Íslandi.
Steingrímur J. Sigfússon sjávar-
útvegsráðherra væri maður að meiri
af hann bæði sjómenn afsökunar á
ummælum sínum og þekkingarleysi
á heildarfríðindum í þessum efnum.
Hitt er klárt að við sem vinnum
að hagsmunum sjómanna og lands-
manna allra og jafnræði í okkar
landi munum tryggja þessi fríðindi
sjómanna þegar sá óskapnaður sem
nú stýrir landinu hrekst frá völdum.
Við eigum ekki að bjóða sjómönn-
um okkar lakari kjör en gerist í ná-
grannalöndum okkar sem hafa um
margt sama fiskveiðimunstur og
við. Þá værum við að bjóða mann-
réttindi íslenskra sjómanna á út-
sölu.
Eftir Árna
Johnsen » Til þess að „bjarga
efnahag Íslands“,
eins og ráðherrann
orðaði það, var tekin
ákvörðun um að kasta
réttindum sjómanna
einna langt út í
hafsauga.
Árni Johnsen
Höfundur er alþingismaður.
Lítilsvirðing sjávarútvegs-
ráðherra í garð sjómanna