Morgunblaðið - 08.06.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 08.06.2012, Síða 16
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hópur foreldra sem á börn í leikskól- unum Sólbakka og Hamraborg í Hlíð- unum er ósáttur við fyrirhugaða ald- ursskiptingu í leikskólunum í haust, en þeir voru sameinaðir síðasta sum- ar undir nafninu Bjartahlíð. Foreldr- arnir eru einnig ósáttir við vinnu- brögð leikskólastjórans og hvernig skólayfirvöld hafa tekið á umkvört- unarmálum þeirra. Telja þeir rök fyr- ir breytingunni ekki haldbær og fyr- irvarann skamman. Gagnrýna þeir jafnframt samráðsleysi yfirvalda og skort á upplýsingum í tengslum við sameininguna og ákvörðun um ald- ursskiptingu. Ekkert hafi verið hlust- að á þeirra gagnrýnisraddir og m.a. komið í veg fyrir að undirskriftalistar færu upp á veggi leikskólanna, til að gefa foreldrum kost á að lýsa skoðun sinni. Engin regla sé heldur uppi hjá borginni hvaða leikskólar megi ald- ursskipta börnum og hverjir ekki. Þá hafa foreldrarnir leitað til hverfaráðs Miðborgar og Hlíða en engin við- brögð fengið þaðan eða stuðning. Ekki á sömu torfunni Sólbakki er við Stakkahlíð, við hlið- ina á húsi Blindrafélagsins, og þar eiga yngri börnin að vera. Hamra- borg er við Grænuhlíð, skammt frá Suðurveri, og þar verða eldri börnin vistuð. Samanlagt eru börnin um 135 talsins. Í nokkrum tilvikum munu for- eldrar eiga börn í báðum skólunum og hefur þeim verið boðið að hafa systkinin saman á Hamraborg næsta haust. Hafa flestir foreldranna þegið þetta boð. Talsmaður foreldra, Jónas Vil- helmsson, segir athyglisvert að fjöl- skyldurnar hafi langflestar valið að hafa bæði börnin á Hamraborg þrátt fyrir fagleg rök leikskólastjóra um gildi aldursskiptingar. Þetta boð yf- irvalda sé hins vegar aðeins í gildi næsta haust, aldursskiptingin sé að öðru leyti komin til að vera. Jónas segist hafa komist að því í gönguferðum með þriggja ára syni sínum að á milli Sólbakka og Hamra- borgar er 10-15 mínútna gangur. Ald- ursskiptingu hafi verið komið á í öðr- um leikskólum í Reykjavík, sem og á Seltjarnarnesi, en á þeim og Björtu- hlíð sé sá reginmunur að þeir séu nánast á sömu torfunni. Að sögn Jónasar hafa foreldrar reynt að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við leikskólastjóra Björtu- hlíðar. Þar hafi ekki verið hlustað á þeirra rök og í lok mars sl. var óskað eftir fundi með yfirmönnum skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Sá fund- ur komst á í lok apríl og þar var m.a. ákveðið að koma á fundi með skóla- stjórnendum, foreldraráði og fulltrú- um frá sviðinu. Að sögn Jónasar ætl- aði sviðið einnig að standa fyrir könnun hjá foreldrum Björtuhlíðar um afstöðuna til aldursskiptingar. „Við vorum mjög ánægð með þessar áætlanir og fengum loforð um að við myndum heyra frá sviðinu aftur eftir rúma viku. Þessi tímamörk stóðust því miður engan veginn,“ segir Jónas en ítrekað var þrýst á um einhver svör frá borginni. Þau fengust ekki fyrr en 23. maí, þess efnis að skóla- og frístundasvið styddi ákvörðun og vinnubrögð leikskólastjórans. Loforð um að gera könnun meðal foreldra var ekki efnt. Síðan fékkst fundur með Oddnýju Sturludóttur, formanni skóla- og frí- stundaráðs, 1. júní sl. en Jónas segir þessi fundahöld engu hafa skilað þar sem áform um aldursskiptinguna munu standa. Bent hafi verið á að for- eldrar geti kært málið til innanrík- isráðuneytisins en Jónas segir for- eldrana hafa takmarkaðan áhuga eða getu til þess, sér í lagi vegna nýlegs úrskurðar ráðuneytisins þar sem kæru á sameiningu leik- og grunn- skóla í borginni var hafnað. „Við gerðum okkur hins vegar ákveðnar vonir um að Oddný myndi skilja okkar sjónarmið,“ segir Jónas og vísar þar til fyrri ummæla Odd- nýjar í fjölmiðlum á sínum tíma um systkinaforgang í leikskólum. Þannig lét Oddný hafa eftir sér á visir.is: „Á það hefur verið bent að það er harla ósanngjarnt að foreldrar keyri með lítil börn á tvo mismunandi staði í borginni. Það er í senn mikið álag á börnin og fjölskyldulífið í heild, auk þess sem það er ekki umhverf- isvænt.“ „Ekkert hlustað á okkur“ Jónas segist vilja koma þeirra sjón- armiðum á framfæri opinberlega, þannig að foreldrar leik- og grunn- skólabarna í Reykjavík sjái hvernig borgaryfirvöld taka á umkvörtunar- efnum foreldra. „Eftir á að hyggja var engin alvara á bak við það hjá borginni að finna lausnir í málinu eða hlusta á okkar sjónarmið. Við höfum verið dregin á asnaeyrunum,“ segir Jónas en tekur fram að foreldrarnir hafi ekkert út á starfsfólk Björtuhlíðar að setja. Al- menn ánægja sé með störf þeirra og börnunum líði vel. Leikskólar séu hins vegar í grunninn þjónustustofn- anir og foreldrar séu ekki skyldugir til að setja börnin í leikskóla líkt og í grunnskóla. Það sé ekki góð þjónusta af hálfu borgarinnar ef foreldrar þurfi að leita út fyrir hverfið til að koma börnunum í einn og sama skól- ann. „Mér finnst mikilvægt að foreldrar í Reykjavík átti sig á því hvers konar vinnubrögð eru viðhöfð hjá borginni. Það liggur við að það taki því ekki að berjast fyrir einhverjum málum því það skiptir engu máli. Skilaboðin eru skýr; það er ekkert hlustað á okkur. Þetta er íbúalýðræðið sem Jón Gnarr talar svo mikið um. Við gætum alveg eins sagt við hann: Leyfðu okkur að kjósa um hundagerði á Klambra- túninu en eyðileggðu leikskólana okk- ar.“ Ekki hlustað á foreldrana  Foreldrar ósáttir við aldursskiptingu í leikskólunum Sólbakka og Hamraborg  Ekkert tillit tekið til þeirra sjónarmiða  „Höfum verið dregin á asnaeyrunum“ Morgunblaðið/Ómar Sólbakki Annar sameinaðs leikskóla undir nafni Björtuhlíðar er Sólbakki við Stakkahlíð. Þar verða yngri börn en eldri börnin í Hamraborg við Grænuhlíð. Sameining Sólbakka og Hamraborgar í Björtuhlíð Grunnkort/Loftmyndir ehf. Sólbakki yngri börn Hamraborg eldri börn Menntaskólinn við Hamrahlíð Hlíðaskóli Hamrahlíð Kr in gl um ýr ar br au t Miklabr. B og ah líð H áa hl íð St ig ah líð St ak ka hl . 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Um 27% reykvískra foreldra sem þiggja fjárhagsaðstoð eiga barn með sértæka námsörðugleika, hegðunar- röskun, langvarandi sjúkdóm eða fötlun. Meðal foreldra á atvinnu- leysisbótum er þetta hlutfall 20% en 15% meðal foreldra í launaðri vinnu. Þetta kemur fram í rannsókn fjög- urra kvenna fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar en markmiðið var að kanna aðstæður reykvískra barnafjölskyldna. Þátttakendur í könnuninni voru 694, þar af 539 konur, og tóku 55% þeirra sem leitað var til þátt. Konurnar sem unnu rannsóknina heita Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Elísabet Karlsdóttir, Heiður Hrund Jónsdóttir og Vala Jónsdóttir og er ein niðurstaðan sú að foreldrar sem þiggja fjárhagsaðstoð í borginni eru í meirihluta ungar, einhleypar konur og algengt er að þær hafi ekki menntað sig að loknum grunnskóla. Fá minni aðstoð Foreldrar sem njóta fjárhags- aðstoðar og foreldrar á atvinnu- leysisbótum hitta vini og ættingja oftar en foreldrar í launaðri vinnu en geta þó síður reitt sig á að fólk sem ekki býr á heimilinu aðstoði við umönnun barna, heimilisstörf eða viðhald húsnæðis, en foreldrar í launaðri vinnu. Fram kemur í rannsókninni að þegar einstaklingar sem þáðu fjár- hagsaðstoð árið 2011 voru spurðir hvaða örðugleika, sjúkdóm eða fötl- un barnið þeirra væri greint með, að í 47% tilvika var um ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) eða aðra hegðunarröskun að ræða. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úti við Mörg börn búa við skort. Líklegri til að eiga veik börn  Ný rannsókn á fátækt foreldra Vefsíðan www.rekinn.is var form- lega opnuð í gær. Þar fer fram undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að koma núverandi borgarstjórnar- meirihluta í Reykjavík frá völdum. Aðstandendur síðunnar eru for- eldrar og íbúar í Reykjavík, sem fengið hafa nóg af forgangsröðun fjármála í borginni og illa ígrund- uðum ákvörðunum varðandi grunn- og leikskóla, segir í fréttatilkynn- ingu. „Samkvæmt samstarfsyfirlýsingu Samfylkingar og Besta flokksins er kjósendum lofað íbúalýðræði og samráði í skipulags-, umhverfis- og skólamálum. Þrátt fyrir að íbúar í borginni hafi látið skoðun sína í ljós með afgerandi hætti hefur borgarstjórnarmeirihlutinn virt vilja þeirra algjörlega að vettugi. Skorið hefur verið niður í grunn- þjónustu á meðan miklum fjár- munum er eytt í ólögbundin hugð- arefni meirihlutans í borginni,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar hafa nokkur hundruð manns skráð sig á síðuna. Slóðin er www.rekinn.is. Vilja meiri- hlutann í borginni frá Nóg járn á meðgöngu Hvernig er best að viðhalda járnþörf líkamans eðlilegri? Ef þú þjáist af járnskorti á meðgöngu þá þarftu að borða mikið af járnríkum mat til að leiðrétta það. Mörgum ófrískum konum finnst erfitt að borða það magn sem þarf til að hækka og viðhalda járnbirgð- um líkamans. Þá þurfa þær önnur ráð, Floradix hágæða járnbætandi blanda getur hjálpað til að ná upp járnbirgðum líkamans hratt. Floradix inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum ásamt C-vítamíni, ávaxta- og jurtaþykkni til að bæta enná upptökuna. Þessar sérstöku blöndur innihalda mýkjandi jurtir sem hjálpa til að halda meltingunni góðri og koma í veg fyrir harðlífi sem járntöflur geta valdið. Mikilvægt er að nýbakaðar mæður haldi áfram að taka Floradix eftir fæðingu til að viðhalda góðum járnbúskap og byggja upp orku og kraft. Því litla barnið þarfnast þess að eiga mömmu sem er full af orku og áhuga. Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.