Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is Kirkjusandur 1 - 105 Rvk Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Heimir Bergmann Sími 822 3600 heimir@domusnova.is heimir.domusnova.is Virkilega vel með farin 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi við Kirkjusand 1 ásamt stæði í bílageymslu. Fallegt útsýni. Getur losnað fljótt. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 10. JÚNÍ, FRÁ 17:00-17:30 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins afhentu í gær Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, undirskriftarlista þar sem þeir hvetja þingmenn til að styðja þings- ályktunartillögu um ætlað samþykki við líffæragjafir. Tillagan felur í sér að velferðar- ráðherra verði falið „að láta semja frumvarp sem geri ráð fyrir „ætl- uðu samþykki“ við líffæragjafir í stað „ætlaðrar neitunar“, þannig að látinn einstaklingur verði sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi lát- ið í ljós vilja til hins gagnstæða,“ eins og segir í tillögunni. Jón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri SHS, segir tilganginn með afhendingu undirskriftalistans þann að minna þingheim á tillöguna, sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn styðji heils hugar. „Þetta mál snert- ir okkur þannig að mínir menn eru daglega í sjúkraflutningum, eru að flytja sjúka inn á spítalann og eru meðvitaðir um mikilvægi þess að líf- færaflutningar séu virkir innan okk- ar litla lands. Við erum lítil eyja og líffæraflutningar eru mjög mikil- vægt verkfæri í heilbrigðiskerfinu og við teljum að því auðveldara sem það er að framkvæma líffæraflutn- inga, því betra sé það fyrir heildina. Og mínir menn verða varir við þessa þörf í sinni vinnu,“ segir hann. Jón segir menn óttast að málið verði innlyksa í málaflóðinu á þingi en í þessu samhengi geti hver dag- ur, vika og mánuður skipt marga sköpum. Sem stendur hefur velferð- arnefnd málið til umfjöllunnar en Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segist vonast til þess að það verði afgreitt fyrir þinglok. Hún segir engan ágreining uppi um tillöguna, heldur virðist hún njóta góðs stuðnings, bæði innan nefnd- arinnar og á þinginu. Núgildandi lög gera ráð fyrir „ætlaðri neitun“ og þarf því sam- þykki náinna ættingja áður en líf- færi er numið á brott til ígræðslu í aðra manneskju. Tillagan gerir ráð fyrir að farin verði sama leið og í t.d. Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þar sem gert er ráð fyrir „ætluðu samþykki“. Umsagnaraðilar, sem flestir eru jákvæðir í garð tillögunnar, hafa þó bent á að ýmislegt þurfi að hafa í huga við smíði frumvarpsins, s.s. persónuverndarsjónarmið, rekstur gagnagrunns yfir þá sem vilja ekki gefa líffæri, öfluga upplýsingagjöf til almennings og að staðinn verði vörður um mannréttindi þeirra sem vegna t.d. fötlunar, aldurs eða sjúk- dóms geta ekki haft uppi andmæli gegn ætluðu samþykki. Morgunblaðið/Júlíus Áminning Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn afhentu forseta Alþingis undirskriftalistann í gær. Vilja minna á tillögu um „ætlað samþykki“  Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn styðja líffæragjöf Guðni Einarsson gudni@mbl.is Söluaukning á nýjum fólksbílum fyrstu fimm mánuði þessa árs var 76,6% miðað við söluna í sömu mán- uðum í fyrra. Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, segir að bílasala sé greinilega að taka við sér þótt hún haldi engan veginn í við þörfina á endurnýjun bílaflotans. Því er spáð að heildar- salan geti orðið um 6.500 fólksbílar á þessu ári. Um helmingur af nýju fólksbíl- unum sem seldust frá janúar og til loka maí, 1.772 bílar af 3.338 bílum, fór til bílaleigna. Bílaleigurnar þurfa að endurnýja flota sína ört og bæta við vegna aukins straums ferðamanna. Bílaleigubílarnir koma svo margir á markað í haust og hleypa lífi í sölu notaðra bíla. Bílamarkaðurinn hefur færst æ meira yfir í notaða bíla undanfarin ár, að sögn Özurar. Hann segir að frá árslokum 2008 hafi nær engin sala verið í nýjum bílum þar til í fyrra. Þá fór markaðurinn að taka við sér. Þessu hefur fylgt að fólk hefur frekar skipt í aðeins yngri notaðan bíl frekar en að kaupa sér nýjan bíl. „Við sjáum breytingu núna. Fólk er aðeins farið að kaupa sér nýja bíla,“ segir Özur. „Þetta er þó ekk- ert orðið eins og væri í eðlilegu ári.“ Hann segir að eðlileg endur- nýjunarþörf bílaflotans sé talin vera 12-14 þúsund bílar á ári. Miðað við það hefði þurft að flytja inn 5-6 þúsund nýja bíla fyrstu fimm mánuði ársins. 76,6% meiri sala í nýjum fólksbílum í janúar til maí  Enn vantar talsvert upp á að sala nýrra bíla mæti endurnýjunarþörfinni Nýskráningar Nýir fólksbílar á tímabilinu jan.–maí 2010 2011 2012 790 1.890 3.338 Heimild: Bílgreinasambandið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hugmyndir um stækkun Keflavík- urflugvallar voru kynntar á opnum fundi í Leifsstöð í gær. Fundurinn var hluti af kynningarátaki vinnu- hóps á vegum Isavia sem hefur unnið að þarfagreiningu fyrir flug- völlinn, en formleg drög að að- alskipulagi verða ekki lögð fram fyrr en í fyrsta lagi í október á þessu ári. Almenningi og sérhags- munaaðilum gefst því kostur á að kynna sér áherslur vinnuhóps um aðalskipulag Keflavíkurflugvallar og vekja umræðu um tillögurnar áður en þær verða sendar áfram til stjórnar Isavia. Sigurður H. Ólafsson, skipulags- fulltrúi Isavia, leggur áherslu á að núna sé bara verið að kynna þær hugmyndir sem verið sé að vinna með og að engar ákvarðanir um skipulag flugvallarins hafi verið teknar. Endanleg tillaga að aðal- skipulagi verður ekki lögð fram fyrr en á næsta ári og þá muni aft- ur gefast tækifæri til þess að koma á framfæri athugasemdum við þær tillögur sem þar verða lagðar fram. Vinnuhópurinn leggur m.a. til að nýrri flugbraut frá norðri til suð- urs verði bætt við vestan megin við núverandi flugbrautir, og að braut frá norðvestur til suðaust- urs, sem nú er þegar gert ráð fyrir í aðalskipulagi, verði hliðruð til. Með því væri hægt að tvöfalda af- kastagetu flugvallarins, en árið 2011 fóru 63% allra flughreyfinga á Leifsstöð, þ.e. lendingar og flug- tök, um núverandi norður-suður braut. Fjöldi farþega um Leifsstöð er nú um 2,3 milljónir farþega á ári, en verður líklega á bilinu 3 til 6 milljónir á ári árið 2030. Vinnuhóp- urinn leggur til að þeim vexti verði mætt með því að stækka flugstöð- ina til austurs, en Sigurður bendir á að það séu takmarkaðir stækk- unarmöguleikar í þá átt vegna nú- verandi legu flugbrautarinnar og því sé einnig gert ráð fyrir að flug- stöðin geti stækkað í vesturátt. Hópurinn leggur einnig til að hringtenging verði við flugvöllinn. Sigurður segir það ekki ásættan- legt að einungis sé ein leið að flug- stöðinni, þar sem ekki þurfi mikið að bjáta á til að loka aðgengi að henni alveg. Hægt er að kynna sér tillögur vinnuhópsins á heimasíðu Isavia, og er hægt að koma athugasemd- um við tillögur nefndarinnar til skila fram til 5. júlí nk. Hugmyndir um nýja flugbraut  Einkum ætlað að auka afkastagetu flugvallarins  Flugstöðin hugsanlega stækkuð til að koma til móts við fjölgun farþega  Aðgengi að flugvellinum sjálfum tryggt betur með hringtengingu Morgunblaðið/ÞÖK Flugstöðin Vinnuhópur á vegum Isavia kynnti hugmyndir um hugsanlega stækkun Keflavíkurflugvallar á opnum fundi í Leifsstöð í gær. 80 líffæraígræðslur fóru fram á ís- lenskum sjúklingum á árunum 2006-2010. Fengu 5 einstaklingar hjarta, 17 lifur, 4 lunga og 54 nýra. 272 líffæraígræðslur höfðu verið fram- kvæmdar á íslenskum sjúklingum árið 2010 frá því þær hófust 1970. 18 sjúklingar voru á biðlista eftir líf- færum í lok árs 2010, þar af einn sem beið eftir hjarta, einn sem beið eftir lungum, þrír sem biðu eftir lifur og tólf sem biðu eftir nýra. Einn beið eftir hjarta og nýra. ‹ LÍFFÆRAGJÖF › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.