Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 ✝ Ellen SvavaFinnbogadóttir húsmóðir fæddist á Ísafirði 25. október 1922. Hún lést 23. maí 2012. Foreldrar hennar voru Dagmar Una Gísladóttir, f. 20. sept. 1898, d. 21. mars 1971, og Finn- bogi Ingólfur Magn- ússon, f. 23. júní 1898, d. 31. des. 1951. Systkini hennar eru Guðrún Margrét Finnbogadóttir, f. 19. jan. 1918, d. 10. des. 1941, Rögnvaldur Finn- bogason, f. 25. okt. 1919, d. 9. júlí 1997, Kristján Finnbogason, f. 6. þrjú börn: Adríana Margrét, Mar- íana Sofía, Victoria Camila. 2) Helgi, f. 10. mars 1954. 3) Dag- mar Sesselja, f. 23. jan. 1955, maki Guðlaugur Eiríksson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, a) Ellen Svava, gift Magnúsi Guð- laugssyni, þau eiga þrjú börn: Íris Eva, Karen Ósk, Bjarki Freyr, b) Aðalheiður Ósk, unnusti Arnar Freyr Búason, c) Eiríkur. 4) Finn- bogi Ingólfur, f. 16. febrúar 1957, hann á þrjú börn, a) Egill Sam- son, hann á einn son: Ólafur, b) Hallgrímur, giftur Ásu Laufeyju Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn: Sigríður Freyja, Guðlaug María, Matthías Kári, c) Dagmar Una, gift Jónasi Haraldssyni. 5) Rögnvaldur Arnar, f. 19. feb. 1965, hann á þrjú börn, a) Guð- björn Már, f. 12. sept. 1991, d. 11. sept. 2010, b) Sylvía Svava, c) Ragnar Helgi. Útför Ellenar fór fram í kyrr- þey 6. júní 2012. apríl 1926, Bogi Arn- ar Finnbogason, f. 10. des. 1934, Dagmar Gréta f. 13. febrúar 1936, d. 8. ágúst 1936. Eiginmaður Ell- enar var Hallgrímur Helgason, f. 24. jan. 1929, d. 9. júní 2009. Börn Ellenar eru 1) Guðrún Margrét Stef- ánsdóttir, f. 17. des. 1947, maki Haraldur Harrý Lárusson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. a) Ellen Hrefna, gift Ottó Winter, þau eiga tvö börn: Anna Andrea og Tómas Harrý, b) Haraldur Þór, c) Jón Magnús giftur Aneliesse, þau eiga Elskulega móðir mín. Þá er komið að leiðarlokum og margs að minnast. Ég er svo þakklát fyrir hvað við höfum alla tíð verið miklar vin- konur, getað talað mikið saman og verið til staðar fyrir hvor aðra. Ég veit að þú lifir áfram í öðrum heimi með ástvinum þínum sem farnir eru. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Ég segi við þig: Takk fyrir að gefa mér lífið. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Takk fyrir elsku þína og blíðu. Takk fyrir að kenna mér heið- arleika. Takk fyrir að vera yndisleg mamma og amma. Takk fyrir að gera mig að þeirri manneskju sem ég er. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúk- dóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Ég kveð þig núna í hinsta sinn með orðunum þínum „Farðu var- lega“ elsku mamma. Þín dóttir, Dagmar. Nú í sumarbyrjun þegar landið tekur árstíðarbreytingum og allt líf vaknar eftir vetrardvalann kvaddi móðir mín lífið. Hún horfði björtum augum fram á þennan bjartasta tíma ársins. En skjótt skipast veður í lofti. Mamma veiktist snögglega á mánudegi og á miðvikudegi kveð- ur hún þessa tilveru lífs síns, um- vafin hlýju og kærleik ástvina þinna. Þeir voru erfiðir þessir tveir sólarhringir sem móðir mín barðist fyrir lífi sínu. Eftir situr djúpur söknuður enda var hún skemmtilegur og sterkur per- sónuleiki, hún mamma mín. Mamma var fædd og uppalin á Ísafirði til 15 ára aldurs, er fjöl- skyldan tekur sig upp og flytur til Reykjavíkur. Mamma saknaði alltaf Ísafjarðar og minntist hans alltaf með hlýju og söknuði. Margar skemmtilegar sögur sagði hún okkur af mönnum og málefnum frá þessum fæðing- arbæ sínum. Tvær systur sínar missti mamma ungar, Dagmar Gréta var aðeins sex mánaða og Guðrún Margrét lést 23 ára göm- ul frá tveimur ungum sonum sín- um. Þessir tímar voru fjölskyld- unni mjög erfiðir og minntist mamma alla tíð systra sinna með miklum söknuði og eftirsjá. Mamma vann lengi hjá Lyfja- verslun ríkisins og þar kynntist hún mikið af góðu fólki. Góð vin- kona hennar á þessum tíma var Guðrún Á. Símonardóttir og stóð hugur mömmu mjög til söng- náms. En ekki voru efni og að- stæður til þess þá. En í staðinn söng hún fyrir sjálfa sig og okkur börnin hinar fegurstu perlur og hafði hún svo fallega og hljóm- fagra rödd, enda var hún alltaf syngjandi. Árið 1953 kynntist mamma föður okkar, Hallgrími Helga- syni, og giftu þau sig 12. október sama ár og þá byrjaði brauðstrit- ið, eins og mamma sagði oft og iðulega. Börn hennar og Hall- gríms urðu fjögur og fyrir átti mamma eina dóttur. Eftirvænt- ingin var mikil í stórri fjölskyldu þegar flutt var í nýja húsið í Kópavogi árið 1961. Á þessum tíma var Kópavogur nánast eins og sveit, búskapur stundaður víða og ævintýrin á hverju strái. Þeg- ar við vorum börn saumaði mamma og prjónaði allt á okkur systkini, enda mikil handavinnu- og listakona og lék allt í hönd- unum á henni. Fríin sem móðir mín fór í á þessum árum voru húsmæðraor- lofin og var hún hrókur alls fagn- aðar og tilhlökkun var mikil að komast í þetta langþráða frí. Eft- ir hana liggja leikrit, gamanvísur og stökur frá þessum ferðum. Mamma var mikil félagsvera og tók hún virkan þátt t.d. í starf- semi kvenfélaga. Mamma hafði alla tíð áhuga á andlegum málefnum og var viss um að líkamsdauðinn væri ekki endir lífsins. Jarðlífið væri aðeins viss áfangi á þroskabrautinni, lík- aminn væri aðeins hylki sem sálin yfirgæfi á andlátsstundinni. Ég er viss um það á andlátsstund hennar, þegar hún brosti í tví- gang, að hún sá ættingja sína koma og taka sig í faðm sinn, færa henni líkn og leysa hana frá þrautum. Mig langar að lokum að láta fylgja með ljóð frá móður minni þar sem hún minnist æskustöðva sinna. Unaðsstundir átti hér, þakkir ykkur færi. Þú ávallt býrð í huga mér, Ísafjörður kæri. Ég þakka móður minni fyrir samveruna að sinni og Guð geymi hana. Þinn sonur, Helgi. Fallin er frá mín elskulega móðir og amma barnanna minna. Margs er að minnast í bæði gleði og sorg. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir mig. Á góðum stundum samgladdist hún mér og á erf- iðum stundum huggaði hún mig og veitti mér stuðning. Hún sá alltaf það góða í fólki og lifði sam- kvæmt því. Fimmtug tók hún upp á því að skella sér í Gítarskóla Ólafs Gauks og ég man hvað hún hafði gaman af að spila á gítarinn sinn. Hún ljómaði öll þegar hún spilaði á hann og á ég mjög góðar minn- ingar af henni spilandi þar sem hún brosti út í eitt. Mikið var spilað heima, þá að- allega Rússi, Manni og Rommí. Þá var oft mikið hlegið og oftar en ekki af mér því ég var með ein- dæmum tapsár og hélt því oftar en einu sinni fram að það hafði verið svindlað á mér! Ég hef lúmskan grun um að hún hafi ansi oft leyft mér að vinna. Móðir mín var mjög barngóð og ég veit að börn, barnabörn og barnabarnabörn sakna hennar mikið. Ég veit að Guðbjörn sonur minn, faðir og aðrir ástvinir hafa tekið vel á móti henni. Nú bíður móður minnar eilíft líf með ást- vinum sínum sem hafa kvatt þennan heim. Þetta eru ekki endalok heldur byrjun á nýju lífi. Ég kveð móður mína og ömmu barnanna minna með miklum söknuði. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Rögnvaldur, Sylvía Svava og Ragnar Helgi. Elsku amma og langamma okkar. Við munum ætíð muna hlýjuna þína, létta skapið og húm- orinn þinn. Þú varst algjört yndi, svo ljúf og góð. Við vitum að þér líður vel þar sem þú dvelur nú. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ók. þýð: Ásgerður Ingimarsdóttir) Hvíl í friði elsku besta amma og langamma okkar. Ellen Svava, Aðalheiður Ósk, Eiríkur, Íris Eva, Karen Ósk og Bjarki Freyr. Ellen Svava Finnbogadóttir HINSTA KVEÐJA Kæra tengdamamma mín, Ellen Svava. Er ég kveð þig hinstu kveðju vil ég þakka þér kærleikann og velviljann í minn garð alla tíð. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Þinn tengdasonur, Guðlaugur. Maðurinn með ljá- inn hafði loks sigurinn þrátt fyrir að þú hefðir barist af öllum krafti. Þú sigraðir hann oftar en einu sinni en nú hafði hann vinninginn. Addý var skemmtilegur karakter, mjög víðlesin, einstaklega bóngóð og ótrúlega viljasterk. Hún sagði sjálf að hún væri einfari og var ég henni að nokkru sammála. Síðustu Arndís Guðnadóttir ✝ Arndís Guðna-dóttir sjúkra- liði fæddist í Reykjavík 25. maí 1948. Hún lést á Landspítalanum 26. maí 2012. Arndís var jarð- sungin frá Laug- arneskirkju 6. júní 2012. árin hafa verið henni erfið vegna líkam- legra veikinda en ekkert stöðvaði Addý. Hún hafið þennan X factor, þ.e. ef hún ætlaði sér eitt- hvað þá gerði hún það. Sumarbústað- urinn á Þingvöllum (kofinn minn) var henni mjög hugleik- inn enda dvaldi hún þar öllum stundum. Þar gat hún hvílt sig, lesið góðar bækur, legið í pottinum og fengið útrás fyrir feg- urðina sem umleikur Þingvalla- sveit. Ég votta eftirlifandi eigin- manni, börnum og aðstandendum mína dýpstu samúð. Anna Guðrún Gunnarsdóttir. Það var mikil gæfa mín, að við Gulla Páls urðum vinkonur í Goðheimunum fyrir um hálfri öld, en þá kynntumst við syst- urnar og foreldrar okkar Lóu og Palla og börnum þeirra, þessari sterku vestfirsku fjölskyldu, og vináttuböndin hafa haldist æ síð- an. Lóa var heilsteyptur karakt- er, fylgin sér, áhugasöm og sér- Ólöf Karvelsdóttir ✝ Ólöf Karvels-dóttir fæddist í Hnífsdal við Ísa- fjarðardjúp 15. nóvember 1916. Hún lést á Hrafn- istu, Hafnarfirði, 27. maí 2012. Útför Ólafar fór fram frá Lang- holtskirkju 5. júní 2012. lega trygg. Á stórum stundum í lífi okkar systra var Lóa ævinlega ná- læg. Stundirnar heima hjá Lóu 2. febrúar ár hvert, á afmælisdegi Gullu, þegar hún bauð til sín okkur gömlu vinkonunum og fjöl- skyldu sinni til að minnast hennar, eru í minning- unni ómetanlegar, ásamt því að fá að kynnast og fylgjast með nýjum einstaklingum í fjölskyldu hennar. Fyrir alla tryggðina og vináttuna vil ég þakka og við fjöl- skyldan sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Lóu Karvels. Þóra Fríða og fjölskyldan. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast Péturs frænda míns en af mörgu er að taka og margs að minnast. Ég er þakklát fyrir þennan hlýja og sterka frænda sem var mér jafnframt föðurímynd. Allt frá því að ég var lítil stelpa spilaði Pétur frændi stórt hlutverk í lífi mínu. Pétur var móðurbróðir minn en mikill samgangur var á milli systkin- anna. Ég minnist þess að þegar Pétur átti að skutla mér í leik- skólann fór sú ferð oftar en ekki þannig að ég neitaði að fara inn og endaði á rúntinum með hon- um. Ég gleymi seint þegar Pétur Pétur Ingvason ✝ Pétur Ingvasonfæddist í Reykjavík 4. ágúst 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Mörk 27. maí 2012. Útför Péturs Ingvasonar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 4. júní 2012. fór eitt sinn utan og færði mér minn fyrsta dúkkuvagn. Eitt sinn skar ég mig á vör, Pétur var þá snöggur til og við lokuðum okkur inni í borðstofu og hann gerði að sárinu þar. Hann sýndi því mik- inn skilning að ég vildi ekki fara upp á sjúkrahús, þar sem honum var sjálfum ekki vel við lækna, og þessu til minningar ber ég „péturssporið“. Eftir að ég kynntist manninum mínum bjó ég úti á landi. Við komum svo suður þegar maður- inn minn fór í nám og bjuggum þá í sama húsi og Pétur og Ella, allt- af var hlýja og væntumþykja alls- ráðandi hjá þeim hjónum. Ég á ákaflega góðar minningar af Ránargötunni og úr Unufellinu. Um leið og ég þakka mínum kæra frænda fyrir samfylgdina sendi ég Ellu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Lilja Ósk Þórisdóttir. ✝ Jóhanna RuthBirgisdóttir fæddist í Hafn- arfirði 14. júní 1970. Hún varð bráðkvödd 2. maí 2012. Foreldrar henn- ar eru hjónin Birg- ir Brynjólfsson, f. 1. júlí 1940, og Viktoría Björk Vil- hjálmsdóttir, f. 29. nóvember 1942. Systkini Jó- hönnu eru Brynja Birgisdóttir, f. 19. nóvember 1962, Anna María Birgisdóttir, f. 19. sept- ember 1967, og Vilhjálmur Birgisson, f. 29. ágúst 1978, d. 2. apríl 1988. Börn Jóhönnu eru Arnar Þór Haraldsson, f. 16. janúar 1985, Vikt- oría Björk Haralds- dóttir, f. 16. októ- ber 1987, d. 16. október 1987, Anna Lilja Jó- hönnudóttir, f. 27. apríl 1989, Aron Ágúst Birgisson f. 30. mars 1992, og Þórður Alex- ander Úlfur Júlíusson, f. 8. mars 1997. Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 11. maí 2012. Við viljum minnast okkar elskulegu vinkonu með söknuði, en umfram allt með þakklæti. Jóhanna var smávaxin en við vorum fljótar að finna hversu stórt hjarta hún hafði og nutum við góðs af því allan þann tíma sem við áttum með henni. Hún var líka þessi listakokkur sem gerði hvern dag einstakan. Það er ekki hægt annað en að brosa og hugsa með hlýju til síðustu jóla, þau voru dásam- legur tími. Jóhanna sá til þess með dugnaði sínum og skyn- semi. Við sendum ástvinum Jó- hönnu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Elena og Dagmar. Jóhanna Ruth Birgisdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.