Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Friðrik Indriðason, blaðamaður hjá 365, verður 55 ára í dag.
Friðrik kemur af mikilli fjölmiðlaætt og er bróðir hans, Arnaldur
Indriðason, einn af okkar helstu rithöfundum.
„Ætli ég bjóði ekki samstarfsmanni mínum út að borða á Jóm-
frúna þegar morgunvaktinni lýkur,“ segir Friðrik, en hann ætlar
annars að taka því rólega yfir daginn.
Friðrik bjó átta ár í Kaupmannahöfn og starfaði þar sem bygg-
ingaverkamaður. Friðrik hefur gaman af því að spila brids og
varð klúbbmeistari þegar hann dvaldist í Danmörku. Verðlaunin
voru ekki af verri endanum, eða kassi af eðalrauðvíni.
Friðrik hefur ferðast mikið og nýtti vel tímann á árum sínum í
Danmörku. ,,Ég gleymi því aldrei þegar ég ákvað að skella mér
til Kanarí um jólin í viku,“ segir Friðrik, en hann rakst á tilboð
sem hljóðaði upp á einungis 1400 danskar krónur
Eins og fyrr sagði kemur Friðrik af mikilli fjölmiðlaætt, en
hann hefur verið blaðamaður frá því hann lauk stúdentsprófi.
Ekki var hann spenntur til að byrja með en pabbi hans hvatti
hann áfram. „Kallinn vildi endilega að ég gæfi þessu tækifæri,“
segir Friðrik og tekur fram í léttu gríni að hann hafi ekki verið
góður blaðamaður í byrjun, en eins og með annað, skapi æfingin
meistarann. pfe@mbl.is
Friðrik Indriðason verður 55 ára í dag
Afmæli Friðrik Indriðason, kallaður Frikki, verður 55 ára í dag.
Fékk 12 flöskur af
eðalrauðvíni í laun
J
ón Örn ólst upp í Smáíbúða-
hverfinu í Reykjavík en
dvaldi í Haukadal í Dýra-
firði á sumrin frá sjö til
sextán ára aldurs við ýmis
störf á Húsatúni í Haukadal og í fiski
á Þingeyri.
Dúx Barcelona Business School
Jón Örn varð stúdent frá MS
1982, lauk BA-prófi í íslensku frá HÍ
1985 og MA-prófi 2000 en meistara-
prófsverkefni hans var það fyrsta
við HÍ sem var að öllu leyti pappírs-
laust, skilað á margmiðlunardiski og
á vefsvæði. Jón Örn lauk MBA
gráðu með láði frá Barcelona Bus-
iness School 2007 og hlaut þá hæstu
einkunn sem skólinn hafði veitt.
Sama ár lauk hann þaðan MA gráðu
í almannatengslum.
Jón Örn var blaðamaður á DV
1987-89, sinnti kennslu við FB í tvo
vetur, starfaði við dagskrárgerð og
íþróttafréttamennsku á Stöð 2 1989-
93, og aftur 2007, við flutning al-
mennra frétta og dagskrárgerð.
Jón Örn var markaðsstjóri hjá
hugbúnaðarfyrirtækinu Streng hf.
1993-96, stofnaði þá Landsteina Ís-
land í félagi við fleiri aðila og var þar
markaðsstjóri sem og hjá tengdum
fyrirtækjum 1996-2001, og markaðs-
stjóri hjá ecSoftware 2001-2006.
Jón Örn er nú sviðsstjóri hjá HÍ
auk þess að sinna dagskrárgerð
fyrir sjónvarp um vísindarann-
sóknir.
„Ég les mikið og tek gjarnan
margar skáldsögur í skorpum,“ seg-
ir Jón Örn þegar hann víkur að
áhugamálunum. „Síðast las ég þrí-
leik Jóns Kalmans Stefánssonar,
sem gerist vestur á fjörðum.
Annars á ég mínar stærstu stund-
ir á hverju sumri er ég geng um
Hornstrandir. Í sumar stefni ég á
Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri HÍ, 50 ára
Tiginn gestur Jón Örn tekur á móti Kofi Atta Annan, fyrrv. aðalritara Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd HÍ.
Sókn í samskiptum
Við Hesteyri Hér er fjölskyldan á uppáhaldsstað Jóns Arnar, í Hesteyr-
arfirði í Jökulfjörðum. Þar var iðandi athafnalíf fyrir einum mannsaldri.
Hafnarfjörður Aníta Sól fæddist 12.
ágúst. Hún vó 4.475 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar eru Elva Björk
Kristjánsdóttir og Stefán Örn Krist-
jánsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Fjóla Ólafsdóttir
frá Bolungarvík
verður níræð 10.
júní næstkomandi.
Til að fagna því
verður hún og fjöl-
skylda hennar
með opið hús í Fé-
lagsheimili Bolungarvíkur laugardag-
inn 9. júní frá kl. 15 til 17. Vonast þau
til að sjá sem flesta ættingja og vini.
Gjafir eru vinsamlega afþakkaðar.
Árnað heilla
90 ára
Reykjavík Alexander Bjarni fæddist
20. ágúst. Hann vó 16 merkur og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru
Stella Valdís Gísladóttir og Brynjar
Már Bjarnason.
Nýir borgarar
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem
hefur hafið göngu sína í Morgun-
blaðinu. Þar er meðal annars sagt
frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæð-
ingum eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi