Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 ✝ GunnlaugurGunnarsson fæddist í Reykja- vík 5. janúar 1936. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 30. maí 2012. Gunnlaugur var sonur hjónanna Gunnars Vilhjálms- sonar og Guð- veigar Hinriks- dóttur. Gunnlaugur ólst upp hjá for- eldrum sínum, elstur af fjórum systkinum. Næst í röðinni er Erna Kristbjörg, f. 1938, þá Guðný María, f. 1940, yngst er Vigdís Unnur, f. 1943. Gunnlaugur kvæntist Þor- björgu Ragnhildi Einarsdóttur 28. desember 1957. Foreldrar hennar voru Einar Guðjónsson frá Ísafirði og Margrét Jónína Gunnlaugsdóttir frá Reynhól- um í Miðfirði. Gunnlaugur og Þorbjörg eignuðust fjögur börn saman, sem eru: 1) Gunnar ján, f. 1965, d. 1987. Gunn- laugur eignaðist einnig Auði Rögn 1976, maki hennar er Há- kon Einar Birgisson, börn þeirra eru a) Bjarnveig Birta, b) Þórir Snær, c) Elísa Eir og d) Fróði Reyr. Gunnlaugur vann ýmis al- menn störf, meðal annars á Keflavíkurflugvelli. Árið 1969 stofnaði hann hreingerninga- fyrirtækið Þvegilinn og vann við það þar til hann lét af dag- legum störfum árið 2000 er Einar sonur hans tók við rekstri fyrirtækisins en áfram sinnti Gunnlaugur ýmsum störfum fram á síðasta dag. Gunnlaugur var virkur í starfi fyrir Myntsafnarafélag Íslands í áratugi og sinnti þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Söfnun póstkorta frá fyrri tíð var áhugamál hans alla tíð auk þess sem hann var áhugamaður um skák og meðlimur í Tafl- félagi Kópavogs til fjölda ára. Gunnlaugur var mikð nátt- úrubarn og hafði mjög gaman af allri veiði, bæði í ám og vötnum og skotveiði. Gunnlaugur verður jarð- sunginn frá Fella- og Hóla- kirkju í dag, 8, júní 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Karl, f. 1955, maki hans er Hólmfríður G. Kristinsdóttir, börn þeirra eru: a) Hildur Björk, maki Jón F. Hjaltested, þau eiga tvö börn, Jakob Frey og Arndísi Láru, b) Áslaug, maki henn- ar er Davíð A. Ein- arsson, börn þeirra eru Andri Berg, Sara Björg og Kristjana Rut, c) Ragna Kristín, maki hennar er Arnar Þ. Hjaltested, börn þeirra eru Brynja Karen og óskírð dóttir. 2) Einar Már, f. 1957, maki hans er Magnea Júlía Geirsdóttir, börn þeirra eru a) Gunnlaugur Þór, b) Bjarndís Sif, c) Þorbjörg Rán og d) Stefanía Eir. 3) Birna, f. 1960, maki hennar Björn Jóns- son, börn þeirra eru a) Dagný Rós, dóttir hennar er Alex- andra Angela, b) Jón Brynjar og c) Linda. 4) Brynjar Krist- „Hvað varðar oss bændur um þrjátíu kýr, þegar nóg er til af hænsnum“. Spakmælin sem felast í þess- ari setningu hafði pabbi okkar meðal annars að leiðarljósi í líf- inu. Hann trúði því að við ættum ekki að sýna græðgi þegar okkur nægði minna og við ættum ávallt að hugsa um og styðja þá sem minna mega sín í lífinu. Ófáa tók hann upp á sína arma og studdi með ýmsum hætti, til dæmis með því að taka þá í vinnu. Marga skemmtilega karaktera hafði hann í vinnu í hreingerningafyr- irtæki sínu í gegnum árin og tók þeim alltaf eins og einum af fjöl- skyldunni. Iðulega kom hann með vinnumenn sína í mat í há- deginu þar sem mamma reiddi fram fisk- eða kjötrétti og alltaf súpu eða graut í eftirmat. Síðan voru það aðrir sem voru með okkur líka á hátíðisdögum eins og á jólum og páskum. Pabbi vann mikið alla sína tíð eins og venjan var í þá daga og tók kannski ekki jafnmikinn þátt í uppeldi okkar systkina og ungir feður í dag en við kynntumst honum samt vel. Öll kynntumst við því að fara í útilegur með for- eldrum okkar og oftar en ekki var veiðistöngin höfð með og úti- legan snérist upp í að veiða í matinn og kenna okkur réttu handtökin við það. Hann var al- veg ótrúlega fiskinn og vissi iðu- lega hvar fisk var að hafa í ánni. Hann var mikið náttúrubarn og undi sér hvergi betur en úti í náttúrunni. Hann kenndi okkur að þekkja fuglana og mismun- andi hljóðin þeirra. Hann var mjög vel lesinn um ótrúlegustu hluti og fróður um landið okkar og náttúru, um fiskana og fuglana og allt þar á milli. Hann kenndi okkur líka snemma að tefla og þegar að við ólumst upp komu vinir pabba oft í heimsókn og þá var setið heilu kvöldin og teflt. Hann var einnig mikill safnari og safnaði póstkortum, mynt og bókum og hafði líka mjög gaman af málverkum. Við eigum eftir að sakna pabba mikið, því öll höfðum við unun af því að spjalla við hann um allt milli himins og jarðar, myntsöfnun, póstkortin, veiði, vinnuna, þjóðmálin og bækur svo eitthvað sé nefnt. Við trúum því að pabbi og Binni séu nú loks sameinaðir. „Hvar sem þú finnur fátækan á förnum vegi, gerðu honum gott, en grættu hann eigi. Guð mun launa á efsta degi.“ Með þessum spakmælum sem pabbi hafði oft yfir viljum við kveðja hann og þakka honum fyrir allar góðu minningarnar. Gunnar, Einar og Birna. Gulli tengdapabbi minn hefur kvatt. Síðustu misserin hefur heilsa hans smám saman gefið eftir og ljóst að hann var orðinn þreyttur og fann að farið var að styttast í brottför. Reyndar höf- um við ættingjarnir nokkrum sinnum haldið að komið væri að leikslokum síðustu árin en alltaf sneri Gulli hress til baka. Nú var kallið hins vegar komið. Gulli skildi sáttur við og taldi sig vera búinn að gera það helsta sem hann ætlaði sér hérna megin og kvaddi eins og hann hefði helst kosið og með sína nánustu að- standendur sér við hlið. Ég kynntist Gulla fljótlega eftir að við Birna dóttir hans fór- um að rugla saman reytum fyrir aldarfjórðungi. Sá fljótt að þarna var skemmtilegur og um margt sérstakur maður á ferð; svona ákveðin blanda af sveitamanni og heimspekingi sem vildi öllum vel og hafði skoðanir á flestum hlutum. Maður sem ávallt var gaman að ræða við enda vel les- inn og sameiginlegur áhugi beggja á fyrri tíð þar sem gömlu póstkortin hans og þekking og reynsla af lífi í sveit voru upp- spretta margra eftirminnilegra viðræðna. Hægt væri að rifja upp fjöl- margar skemmtilegar samveru- stundir í gengum tíðina. Gulli og Dodda heimsóttu okkur til Texas þegar við bjuggum þar og ferð- uðust m.a. með okkur um Mexíkó, sem var mikil ævin- týraferð. Í seinni tíð minnist ég heimsóknanna í Æsufellið og komum hans til okkar í Fanna- foldina þar sem hann settist nið- ur og stóð upp til skiptis á nokk- urra mínútna fresti til að teygja úr sér og fá sér pípu. Sú hefð var einnig komin á að þau Dodda voru hjá okkur á aðfangadags- kvöld og verður þar skarð fyrir skildi. Hundurinn okkar Trixý, sem fór nánast í andnauð af gleði í hvert skipti sem Gulli birtist, þarf líka að laga sig að breyttum aðstæðum. Gulli var af þeirri kynslóð sem hafði sína sýn á hvernig verkaskiptingu væri háttað á heimilum og ekki lét hann held- ur nútíma tískusveiflur um heilsusamlegt líferni trufla sig um of. Nægjusamur og jákvæð- ur maður sem bætti umhverfið í kringum sig og hafði góð áhrif á þá sem hann umgekkst. Lét skráveifur ekki slá sig út af lag- inu og hélt sínu striki þótt að- eins gáraði. Maður sem við flest getum tekið okkur til fyrir- myndar. Hafðu þökk fyrir sam- fylgdina og skemmtileg kynni. Björn Jónsson. Elsku afi okkar. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur en við vitum að þér líður mun betur núna og okkur þykir ljúft að geta hugsað til þess að þú sért kominn til Binna. Þær eru svo margar minning- arnar sem við systkinin eigum um þig og munu þær alltaf vera með okkur. Eins og á yngri ár- um þegar við komum í heimsókn á Álfhólsveginn til ykkar ömmu, þar sem þú gafst okkur harðfisk og kenndir okkur að tefla. Það var svo gaman hvað þú varst allt- af til í að tefla við okkur, hafðir mikla þolinmæði og kenndir okk- ur mörg góð „leynibrögð“. Það sama á við um Angelu sem sagði öllum í skólanum sínum frá því að langafi hennar væri heims- meistari í tafli. Þótt það hafi nú ekki verið alveg satt þá ertu allt- af tafl-heimsmeistari í okkar augum. Jólin eiga ekki eftir að vera eins án þín en þá áttum við margar góðar stundir saman og það á virkilega eftir að vanta þig í bláa sófann hjá mömmu og pabba með allar bækurnar sem þú fékkst alltaf í jólagjöf. Við vit- um samt að þú munt fylgjast með okkur áfram. Trixý á líka eftir að sakna þín, hún skilur ef- laust ekkert af hverju afi Gulli komi ekki í heimsókn að viðra sig og lauma að sér smá harðfiski. Þú varst alveg í sérstöku uppá- haldi hjá henni. Þú varst virkilega góður afi, góðhjartaður og dæmdir engan, þú tókst okkur öllum eins og við erum og hafðir alltaf sterka trú á okkur. Til þín gátum við alltaf leitað með margt sem aðrir ekki skildu. Elsku afi Gulli okkar, þú varst sannarlega afi úr gulli og þín verður sárt saknað. Þín barnabörn, Dagný Rós, Jón Brynjar og Linda. Elsku afi. Við trúum því varla að þú sért farinn. Þú varst ekki líkur neinum öðrum, lést ekki neinn segja þér fyrir verkum heldur fórst þínar eigin leiðir. Þú safnaðir ótrúleg- ustu hlutum og var það mynt- söfnunin sem alltaf stóð upp úr. Stóri peningaskápurinn inni í herbergi sem „Boggi“ passaði vel var alltaf spennandi og var það ekki leiðinlegt þegar þú leyfðir okkur að kíkja inn í skáp- inn. Með árunum tókst þér að smita pabba af þessari mynt- safnaraáráttu og núna undanfar- ið höfum við ósjaldan heyrt ykk- ur ræða um verðgildi gullsins. Þú vissir einnig mikið um plöntur og fugla. Ef þú varst eitthvað efins um hvaða plöntu þú komst að tókstu hana bara upp og hreinlega smakkaðir á henni. Við munum nú ekki gleyma þegar við vorum í sveit- inni og þú sagðir okkur að smakka á alls kyns plöntum sem við þorðum auðvitað ekki að segja nei við. Þú varst líka alltaf svo stoltur af því hvað þú áttir orðið mikið af afkomendum og það var alltaf gaman að segja þér að við ættum von á barni því það var nokkuð sem gerði þig mjög stoltan. Pípan var líka eitt af þínum aðalsmerkjum og eigum við pott- þétt eftir að minnast þín í hvert skipti sem við finnum lykt af pípureyk eða -tóbaki, eða bara við að heyra „Prins Albert“. Við erum nokkuð vissar um að þú sért kominn á betri stað, með pípuna í munnvikinu og syngj- andi „Ranka var rausnarkerling og rak eitt hænsnabú“. Þínar afastelpur, Hildur, Áslaug og Ragna. Með Gunnlaugi Gunnarssyni er fallinn frá einn traustasti og dyggasti félagi okkar í Mynt- safnarafélagi Íslands. Gulli gekk í félagið strax á fyrsta starfsári þess (1969) og starfaði í ótal nefndum og stjórnum oftar og lengur en hægt er að telja upp hér. Þekktastur var hann fyrir störf sín í uppboðs- og uppstill- inganefndum en þar starfaði hann í mörg ár. Gulli var ákaflega áhugasam- ur safnari, það var fátt í mynt- inni sem hann hafði ekki áhuga á. Eins og svo margir félagar okkar í Myntsafnarafélaginu hafði Gulli sín sérsvið þar sem kunnátta hans var fremri öðrum. Gulli var líka fljótur að leita sér aðstoðar þar sem við átti og sam- band okkar var mjög náið árum saman, ég mun sakna þess að hafa hann ekki til að ræða við um okkar sameiginlegu áhugamál. Gulli var víðlesinn og vel að sér í staðháttum víða um land enda ferðaðist hann og veiddi hvar þar sem hann gat. Hann var ástríðu- safnari sem lét deigan aldrei síga þrátt fyrir heilsubrest og vanlíð- an. Anton Holt. Gunnlaugur Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku Gulli minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Þorbjörg. Í minningu Rebba. „Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroð- ans meira að starfa guðs um geim.“ (Jónas Hallgrímsson) Í Menntaskólanum á Akur- eyri voru mér samtíða margir gjörvulegir ungir menn. Einn þeirra var Guðmundur Karl, kallaður Rebbi. Það er nú þann- ig að sumir ná að snerta hjartað meira en aðrir og Rebbi kom Guðmundur Karl Erlingsson ✝ GuðmundurKarl Erlings- son fæddist 17. október 1954. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. maí 2012. Úför Guðmundar fór fram frá Sel- tjarnarneskirkju 30. maí 2012. við hjartað í mér sem skólabróðir og góður félagi. Það var auðvelt að þykja vænt um Rebba. Hann birt- ist mér sem gleði- gjafi, hlýr, glaður, skemmtilegur, kankvís, uppá- tækjasamur, forvit- inn, stríðinn og spurull en einnig viðkvæmur, dulur og alvarleg- ur, hann studdi og lét sig varða. Hann kunni að slá stúlkum gull- hamra og gleðja með fallegum orðum og hann hafði sérstakan glampa í augunum. Eftir að menntaskólaárunum lauk rakst ég ekki oft á Rebba en stundum á förnum vegi, í flugvélum og á afmælishátíðum í MA. Alltaf var gaman að hitta hann. Það var svo fyrir sex ár- um þar sem ég var á gangi í Lækjargötu að maður kallaði til mín: „Ég þekki þig“. Ég leit um öxl og svaraði: „Nei, við þekkj- umst örugglega ekki“. Maður- inn hvarf inn í verslun og ég hélt áfram. Allt í einu laust nið- ur í huga mér, þetta var Rebbi. Ég hafði ekki þekkt minn gamla skólabróður, svo mjög hafði hann breyst í útliti. Ég hljóp til baka, fann hann, bað hann af- sökunar á mistökum mínum og það urðu fagnaðarfundir. Margt hafði breyst í lífi Rebba, að- stæður voru erfiðar, lífið var honum oft grimmt og hafði sett sín spor á manninn. En hlýjan og væntumþykjan var hin sama, hann átti enn fallegu orðin sem glöddu og glampinn í augunum var þar. Síðustu árin tókum við stundum tal saman á rölti okkar um miðbæ Reykjavíkur og ein- stöku sinnum hringdi Rebbi og alltaf sagði hann eitthvað fal- legt. Og enn þykir mér svo vænt um hann Rebba. Ég hugsa til hans og minnist hans með gleði og þakklæti í hjarta og bið að allt hið góða og fagra umvefji hann, alltaf. Móður, sonum, fyrrum eig- inkonu og öllum þeim sem þótti vænt um hann, votta ég samúð. Elsa Friðrika Eðvarðsdóttir. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu, langömmu og systur, HALLDÓRU BJARNADÓTTUR, Kvígindisfelli, Tálknafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðmundsson. ✝ Elskuleg systir mín og mágkona, STEINUNN GUÐNADÓTTIR BLEVINS, Panquich, Utah, Bandaríkjunum, lést að heimili sínu mánudaginn 7. maí sl. Minningarathöfn verður í Laugarneskirkju í dag, föstudaginn 8. júní, kl. 13.00. F. h. fjölskyldunnar, Gerður Karítas Guðnadóttir, Sveinn Hallgrímsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.