Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 43
Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða.
Hesteyri í Jökulfjörðum er minn
uppáhaldsstaður á Íslandi. Þetta
yfirgefna þorp í hvannar- og kerfils-
skógi, sem hefur meira að segja
misst kirkjuna sína, er paradís sem
komin er í fullkomna mótsögn við
fortíðina. Djúp og eilíf kyrrð stað-
arins er meira en mögnuð, borin
saman við skarkalann sem þarna
ríkti frá athafnalífi fyrri tíma, hval-
stöð og síðar síldarbræðslu.“
En hvað með boltann, Jón Örn?
„Jú, ég er Víkingur inn að beini,
sem er mikið þolinmæðisverk, og
held líka meira en ég kæri mig um
með Barcelona. Ég hlýt að vera að
reskjast þegar ég get fullyrt að hafa
spilað í tvo áratugi með eldri
drengja liði Víkings. Ég hef líka spil-
að með Lönsj United en þar á æfing-
um er fullyrt að menn spili eins og
þeir séu í hægri endursýningu.
Í gamla daga spilaði ég svo með
Víkverjum úr Reykjavík. Vonandi
hitti ég sem flesta af sparkfélögum
mínum úr fortíðinni í dag.“
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Arnar er Rut
Gunnarsdóttir, f. 14.10. 1975, lög-
fræðingur hjá Íslandsbanka, dóttir
Gunnars Indriðasonar tæknifræð-
ings og Hildur Þorvaldsdóttir
leikskólastarfsmanns.
Börn Jóns Arnar og Rutar eru
Gunnar, f. 30.1. 2001 og Björk, f.
28.10. 2005.
Dætur Jóns Arnar frá því áður:
Kristín Lilja, f. 1.4. 1984, nemi í
hjúkrunarfræði við HÍ, gift Halli
Ólafi Agnarssyni og eru synir þeirra
Mikael Logi, f. 29.5. 2005, Gabríel
Snær, f. 3.1. 2007, og Agnar Nóel f.
12.3. 2012; Hildur Ýr, f. 28.4. 1992,
nýstúdent frá MR.
Alsystkini Jóns Arnar: Jóhanna
Andrea, f. 7.11. 1954, aðstoðar-
yfirtollvörður í Reykjavík; Guð-
bjartur Páll, f. 10.7. 1956, hugbún-
aðarfræðingur í Reykjavík; Baldur
Bjarki, f. 23.4. 1960, bifvélavirki á
Selfossi.
Hálfsystur, sammæðra: Bergljót
H. Jósepsdóttir, f. 16.2. 1947, snyrti-
fræðingur á Spáni; Jóna B.Jóseps-
dóttir, f. 17.1. 1949, í Reykjavík.
Hálfbræður, samfeðra: Ingiberg,
f. 13.5. 1939, blikksmiður í Kópavogi;
Kristján, f. 12.11.1942, skrif-
stofumaður í Reykjavík.
Foreldrar Jóns Arnar voru Guð-
bjartur Sigurgísli Bergmann Krist-
jánsson, f. 15.12. 1914, d. 20.6. 1967,
bílstjóri, ogAndrea Helgadóttir, f.
13.11. 1927, d. 26.7. 2003, sjúkraliði.
Úr frændgarði Jóns Arnar Guðbjartssonar
Páll S Jónsson
skipstj. í Brautarholti í Haukadal
Andrea Andrésdóttir
húsfr. í Brautarholti
Bjarni Jónatansson
smiður á Flateyri
Stefanía Arngrímsdóttir
húsfr. á Flateyri
Kristín Kristjánsdóttir
húsfr. á Ísaf.
Guðbrandur Halldórsson
b. á Vindási á Rangárv.
Guðríður Þorláksdóttir
húsfr.
Jón Örn
Guðbjartsson
Guðbjartur S. Bergmann
bílstj. í Rvík.
Andrea Helgadóttir
sjúkraliði og varaf. Sóknar
Bergljót Bjarnadóttir
húsfr. í Haukadal
Helgi Pálsson
kennari í Haukadal í Dýraf.
Jóhanna Guðbransd.
húsfr. í Rvík.
Kristján Jónsson
sjóm. í Rvík.
Jón eldri Þorkelsson
póstur á Ísafirði
Bjarni Ólafur Helgason
fyrrv. skipherra hjá Gæslunni
Hólmfríður Jónsd.
húsfr.
Júlíus Sólnes, verkfr.
og fyrrv. alþm. í Rvík.
Jón G. Sólnes
alþm. á Akureyri
Ingimar Ingimarsson
fyrrv. fréttam.
Þorkell Ingimarsson
skólastjóri
Guðrún Þorkelsd.
húsfr. í Stykkish.
Arreboe Clausen
bílstj. í Rvík.
Örn Clausen
lögm.
Haukur Clausen
tannlæknir
Sigríður
Sigurgísladóttir
húsfr. á
Raufarhöfn og
í Rvík
Sigursælir Víkingar Jón Örn fagnar með félögunum á Pollamóti á Akureyri.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
90 ára
Elísabet Einarsdóttir
85 ára
Guðrún Sigurbjörnsdóttir
Sigríður Þorgeirsdóttir
80 ára
Friðrika Þorgrímsdóttir
Ólafur Jón Jóhannesson
Bachmann
75 ára
Eggert Karlsson
Gréta Molander
Guðný Þórðardóttir
Gunnlaugur Kristjánsson
Laufey Böðvarsdóttir
Sigríður Dagbjartsdóttir
Þórunn Einarsdóttir
70 ára
Baldur Guðvinsson
Guðmunda Ólafsdóttir
Oddný Björgvinsdóttir
Sævar Kristinn Jónsson
Þórný Elísdóttir
60 ára
Ásgrímur Guðmundur
Konráðsson
Guðný Albertsdóttir
Hermann Ragnar Jónsson
Jóhanna Magnúsdóttir
Matthías Þorsteinsson
Ólafur Árnason
Ólöf Stefánsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Steinunn Ingvarsdóttir
Þorsteinn Vilhelm
Pétursson
50 ára
Aðalsteinn Óskarsson
Arney Einarsdóttir
Eiríkur Loftsson
Erna Guðrún Sigurðardóttir
Eva Guðfinna
Sigurðardóttir
Friðfinnur Hallgrímsson
Guðrún Eyjólfsdóttir
Helga Þórey Sverrisdóttir
Hrönn Sigurðardóttir
Jan Podlewski
Jerzy Zbigniew Sawicki
Jón Örn Guðbjartsson
Rattana Bunpaeng
Sigrún Aðalsteinsdóttir
Sigrún Edwald
Sigurjón Ingvarsson
Sylwester Jan Myszak
Vilborg Hjartardóttir
Weeruphan Sigurdsson
Þórhallur Dan Þorgeirsson
40 ára
Agnar Kristján
Þorsteinsson
Ásbjörn J. Georgesson
Baldur Jón Baldursson
Elín Ása Hreiðarsdóttir
Erika Erna Cubero
Finnbogi Ástvaldur
Jörgensson
Friðrik Þór Birgisson
Gunnar Bjarni
Guðmundsson
Hákon Þór Elmers
Jóhann Ingvi Ingvason
Kristína Guðbjartsdóttir
Margrét Ósk Ragnarsdóttir
30 ára
Arnar Þór Jónsson
Bjarni Már Óskarsson
Guðni Steinarsson
Íris Ósk Ólafsdóttir
Kristín Elena
Benediktsdóttir
Oddný Hróbjartsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Trausti er fæddur
í Reykjavík og ólst upp á
Ísafirði. Hann lauk kerfis-
fræði frá Háskólanum í
Reykjavík og starfar sem
þjónustustjóri fyrir hug-
búnaðarlausnir hjá Marel.
Maki Sonja Sigurðar-
dóttir, f. 1974, förðunar-
fræðingur.
Börn Arna Lísa, f. 1993,
Arnar Helgi, f. 1998 og
Hildur Lilja, f. 2008.
Foreldrar Árni Trausta-
son, f. 1945 og Kristín
Gísladóttir, f. 1947.
Trausti
Árnason
40 ára Ragna fæddist á
Akureyri og ólst þar upp.
Hún er nemi í viðskipta-
fræði við Háskólann á
Akureyri og var að ljúka
fyrsta ári. Í sumar mun
hún starfa í Vörubæ.
Maki Jón Albert Jónsson,
f. 1967, sjómaður.
Börn Þórir Örn, f. 1993,
Harpa Rut, f. 1997 og
Anna Mary, f. 2002, Jóns-
börn.
Foreldrar Jóhanna Ragn-
arsdóttir, f. 1952, og Þórir
Snorrason, f. 1943.
Ragna
Þórisdóttir
Guðmundur (Jónsson) Kamban,rithöfundur og leikstjóri,fæddist hinn 8. júní 1888 í
Litlabæ á Álftanesi en ólst upp í Arn-
arfirði.
Guðmundur var í hópi fremstu rit-
höfunda Íslendinga á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. Hann var fjölhæfur lista-
maður, samdi bæði skáldsögur, ljóð og
leikrit og gerði kvikmyndir. Jafnframt
var hann fyrsti Íslendingurinn sem
hafði atvinnu af leikstjórn við leiksvið.
Guðmundur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1910 og fluttist því næst til Kaup-
mannahafnar og bjó þar lengst af. Þar
las hann heimspeki og bókmenntir en
lauk ekki prófi. Hann einbeitti sér að
leikritagerð og tók upp höfundarnafnið
Kamban.
Guðmundur starfaði sem leikstjóri í
Kaupmannahöfn og kom að uppsetn-
ingu síns fyrsta leikrits Höddu Pöddu
árið 1912 í Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn. Hadda Padda fékk
prýðisundirtektir gagnrýnenda, var
sýnd 13 sinnum og var einnig sett upp
á Íslandi sama ár.
Guðmundur dvaldist um hríð í
Bandaríkjunum 1915-1917 og hugðist
hasla sér völl á enskri tungu en hafði
ekki erindi sem erfiði. Þó kom Hadda
Padda út í New York árið 1917 með
formála eftir Georg Brandes. Guð-
mundur vildi einnig komast á Þýska-
landsmarkaðinn eins og aðrir Norð-
urlandahöfundar, naut skáldsaga hans
um raunir Ragnheiðar biskupsdóttur,
Skálholt 1-IV, töluverðra vinsælda
þar.
Leikrit hans hafa verið sett upp á
fjalir leikhúsanna sem og lesin í út-
varp. Leikritið Vér morðingjar var
sett upp í Þjóðleikhúsinu árið 2000 og
hlaut fína dóma. Þekktustu verk hans
eru eflaust ofangreind leikrit auk
Marmara og Skálholts. Þess má geta
að í upphafi ritferils hans árið 1906
kom út lítið kver í hans nafni; Úr dul-
arheimum, með sögum sem ýmis
framliðin stórskáld áttu að hafa skrif-
að í gegnum hann.
Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar,
hinn 5. maí árið 1945, ætluðu danskir
frelsisliðar að handtaka hann vegna
gruns um samstarf við Þjóðverja en
myrtu hann. Eftir andlátið var hann
hreinsaður af þeim áburði.
Merkir Íslendingar
Guðmundur
Kamban
30 ára Hallur Heiðar
fæddist á Akranesi og er
búsettur þar í dag. Hallur
vinnur í Íslandsbanka við
erlenda greiðslumiðlun.
Hann er viðskiptafræð-
ingur frá HÍ og lauk MAcc
prófi í reikningshaldi og
endurskoðun árið 2011.
Maki Steinunn Tómas-
dóttir, f. 1986, nemi í
Copenhagen Business
School í Kaupmannahöfn.
Foreldrar Jón Þór Halls-
son, f. 1951, og Ástríður
Ástbjartsdóttir, f. 1951.
Hallur Heiðar
Jónsson
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050
STURTU- OG BAÐHURÐIR
með hertu öryggisgleri
ALMAR STURTUHAUSAR FJÖLBREYTT ÚRVAL
STAR STURTUHORN ÁN BOTNS OASIS STURTUHURÐ ÁN BOTNS
SKINNY handsturtuhaus
SPRING sturtuhaus
EMOTION sturtuhaus