Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Mig langar í ör- fáum orðum að minnast Skúla Skúlasonar, bif- vélavirkja. Skúli var giftur Hansínu móðursystur minni. Mamma mín, Rósa var elst þeirra systk- ina og Hansa sú næsta í röð- inni. Pabbi minn Valdimar og Skúli komu inn í fjölskyldu afa Sigurjóns og ömmu Áslaugar að Sölvhólsgötu 7 á svipuðum tíma. Elstu synirnir í fjölskyld- unum eru fæddir á sama árinu, 1947 og ég tveimur árum síðar. Þessar fjölskyldur fylgdust Skúli Skúlason ✝ Skúli Skúlasonfæddist í Reykjavík 23. júlí 1924. Hann lést í Seljahlíð 22. maí 2012. Útför Skúla fór fram frá Seltjarn- arneskirkju 4. júní 2012. mjög að fyrstu ár- in. Foreldrar mín- ir settust að í Kópavoginum í sumarhúsi afa míns við Álfhóls- veginn en Skúli og Hansa settust að vestast á Vestur- götunni í Reykja- vík. Við fengum oft að heimsækja þau og lékum okk- ur við Hafstein son þeirra í fjörunni við Ánanaustir, fórum út í Örfirisey, skoðuðum okkur um í Selbúðunum, í járnsteyp- unni eða á öskuhaugunum. Skúli er mér alltaf minn- isstæðastur fyrir það hvað hann var hress og kátur og þegar litið er yfir sextíu ára samskipti við hann er ánægju- legt að velta því fyrir sér að fyrstu kynnin voru nákvæm- lega eins og þau síðustu. Skúli var ætíð áhugasamur um fólkið og framtíðina. Þegar við vor- um pínulítil gantaðist hann við okkur á sinn ótrúlega jákvæða og persónulega hátt. Ég var alltaf sérlega ánægður með það að hann kallaði mig aldrei annað en „Sjonna Páls til hálfs“ og vísaði þar með til afa míns Sigurjóns Pálssonar. Þegar við stækkuðum fór Skúli að spyrja frétta af námi okkar, vinnu og áhugamálum og síðan fór hann að spyrja frétta af börnum okkar og barnabörn- um. Alltaf var umræðan á þessu bjartsýnisnótum þannig að maður var alltaf léttari á sér og bjartsýnni á framtíðina eftir að hafa hitt Skúla. Skúli hafði mikinn áhuga á íþróttum og stjórnmálum og það kom fyrir að ég hitti hann hin síðari ár á stjórnmálafund- um, alltaf jafn áhugasaman um framtíð lands og þjóðar. Eitt atvik er mér alltaf minnisstætt úr heimsóknunum á Vesturgötuna. Það var þegar við bræður vöruðum okkur ekki á aðfallinu í fjörunni við Ánanaustir. Við vorum komnir út í smásker og fyrr en varði hafði flætt að og leiðin til lands var lokuð. Eftir drykklanga stund kom Skúli, hann óð út í skerið og bar okkur í land einn af öðrum. Ekki féllu honum hnjóðsyrði af vörum þó full ástæða hefði verið til að skamma okkur fyrir klaufa- ganginn. Það var ætíð glaðværð og mikill hlátur sem fylgdi sam- kvæmum hjá systkinum móður minnar og mökum þeirra. Kannski var þessi kynslóð sú heppnasta í sögu þjóðarinnar. Þetta fólk ólst allt upp við sára fátækt en komst til bjargálna og upplifði gífurlegar breyting- ar á íslensku samfélagi. Með þessum fátæklegu minningarorðum kveð ég góðan dreng sem ætíð vakti með manni bjartsýni á lífið og til- veruna. Kæra Hansa, Hafsteinn og Áslaug, ég sendi ykkur og fjöl- skyldum ykkar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurjón Valdimarsson. ✝ Stella (Sigríð-ur Erna) Sig- urðardóttir frá Vatnsdal í Vest- mannaeyjum fæddist 31. maí 1921. Hún lést 10. febrúar 2012. Hún var dóttir hjónanna Ágústu Þorgerðar Högnadóttur, f. á Nesi í Norðfirði 17. ágúst 1900, d. 8. október 1948, og Sigurðar Oddgeirs- sonar, f. 24. apríl 1892, d. 1. júní 1963. Eiginmaður Stellu var John Ernest Brown og dóttir þeirra er Edda Rigby. Systk- in Stellu eru Anna Sigurð- ardóttir, f. 1922, Sigurður Sig- urðsson, f. 1928, Svanhildur Sig- urðardóttir, f. 1929, Helga Sig- urðardóttir, f. 1932, d. 1936, og Hilmir Sigurðs- son, f. 1939. Bálför Stellu var gerð í heimabæ hennar, Shrewsbury á Englandi. Ösku hennar var komið fyr- ir í kirkjugarði Vest- mannaeyja í legstað Högna Sigurðssonar, afa hennar, 31. maí sl. Mig langar í nokkrum orðum að minnast frænku minnar, sem lést á sjúkrahúsi í Bretlandi 3. febrúar 2012. Hún var kölluð Stella Sigurðar Brown. Hún var gift breskum manni og bjó í Bret- landi svo til öll sín starfsár. Eina dóttur eignuðust þau og svo skemmtilega vildi til að hún fædd- ist hinn 17. júní 1944 og var skírð Edda Brown. Foreldrar Stellu voru Ágústa Þorgerður Högna- dóttir frá Vatnsdal í Vestmanna- eyjum og Sigurður Oddgeirsson, prests á Ofanleiti í Vestmannaeyj- um. Frá barnæsku átti hún sitt draumaland en það voru einmitt Vestmannaeyjar, sem hún elskaði og dáði og dýrasta djásnið var sjálfur Heimaklettur með sitt 283 m standberg á norðurhlið. Stella og Anna systir hennar, sem var ári yngri, voru mjög samrýndar og nutu þess í ríkum mæli, að komast til afa síns í Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Þær ólust upp í Reykjavík ásamt fjórum yngri systkinum. Það er rétt að geta þess hér að yngsta systirin dó ung í Reykjavík og kom aldrei til Eyja. Hún hét Helga. Þau systkinin voru alla tíð aufúsirgestir í Vatns- dal og mikil tilhlökkun á hverju vori, að fá þau í heimsókn. Ekki var tilhlökkunin hjá systkinunum minni. Afi átti nefnilega svo margt skemmtilegt svo sem gamlan Ford VE 4 og hestana Jarp, Skjóna og Grána og kýr, kindur, hænsni og endur. Allt þetta heill- aði Reykjavíkurbörnin og sveita- störfin áttu vel við þau. Þó var mest gaman að leika sér í þurr- heyinu og fá að velta böggunum inn í hlöðu. Það má hiklaust segja um þær systur, að um leið og skólahurðinni var skellt í lás um miðjan maí voru þær ferðbúnar. En það var ekki nóg því engar fastar skipsferðir voru á þessum tíma til Eyja. Það þurfti oft að bíða lengi eftir skipsferð. Reynd- ar voru Esjan og Súðin á hring- ferð um landið og öðru hvoru kom norska skipið Lýra og danska skipið Dronning Alexandrine. Þegar systurnar stálpuðust fóru þær að taka yngri systkinin með sér. Það voru þau Siggi, Svana og Hilmir, sem var talsvert yngri. Stella var ráðskonan og fórst henni það vel úr hendi. Hún var eins og góð móðir með börnin sín. Það var hrein unun að heyra og sjá hvernig hún hugsaði um og talaði við systkini sín. Svona gekk þetta sumar eftir sumar og allir voru kátir, glaðir og jákvæðir. Svo fluttist Stella til Englands og allir sáu eftir henni en hún bætti það upp með yndislegu bréfunum sín- um og tíðum heimsóknum. Nú að lokum vil ég þakka Stellu hennar stóra þátt í að gera æskusumrin í Vatnsdal að svo góðu veganesti út í lífið. Eftirmæli um góða frænku Brostinn hinn bjartasti strengur, með bergmálið mjúka og þýða. Hljómur þess heyrist ei lengur, í hjörtum þó geymist hann víða. Minning um konu og móður, mildi og ástina mestu. Vorblærinn ber hennar hróður, brosin og handtökin bestu. Hilmir Högnason. Hinn 31. maí var Stella lögð til hinstu hvíldar á Heimaey, staðn- um sem var henni svo kær. Hinsta kveðja. Ég kveð þig kæra vina ég kveð þig Stella mín í faðmi drottins sefur blíðust sálin þín. Á vængjum morgunroðans um röðulglitrað haf fer sála þín á guðs vors helga stað. Þar er engin þjáning né kvöl né sorgartár. Aðeins ró og friður í hverri mannsins sál. Þér þakka samveruna og minninguna um þig. Nú bið ég góðan guð að geyma þig. (K.H.K.) F.h. barna Sigurðar Högnason- ar, Hauks Högnasonar, Esterar Högnadóttur og ástvina þeirra, Hulda Sigurðardóttir. Hún er komin. Já, það var mik- ið fjör þegar Stella frænka kom í heimsókn til okkar. Stella var föð- ursystir mín og bjó stærstan hluta ævi sinnar í Bretlandi. „Gaman að sjá ykkur krakkar, hvað þið hafið stækkað og eruð flott.“ Það var eins og jólin væru gengin í garð þegar hún birtist með sinn ferska blæ og jákvæðni. Þetta er bara brot af minningum mínum um hana Stellu sem elsk- aði landið sitt Ísland heitt og Vest- mannaeyjar áttu hjarta hennar alla tíð. Stella var ein af dætrum Vatns- dals og sem hluti af þeirri fjöl- skyldu kveð ég þig Stella með virðingu og þökk fyrir allt sem þú varst okkur í gegnum tíðina. Ég vil votta pabba mínum og systkinum hans, Eddu dóttur Stellu og dóttursyni, Andra, sam- úð. Stella var alkomin heim þegar systkini hennar komu með jarð- neskar leifar hennar og lögðu til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Vestmannaeyjum 31. maí sl. Þar mun hún hvíla á eyjunni sinni kæru sem hún elskaði út fyrir endimörk veraldar. Megi góður Guð blessa minn- ingu minnar kæru frænku. Þinn bróðursonur, Gylfi Sigurðsson. Stella Sigurðar Brown Mikið óskaplega hlýtur hon- um þarna uppi á efstu hæð að vanta til sín gott og yndislegt fólk, kannski var það þess vegna sem hann þurfti endilega að taka frá okkur hana yndis- legu Ingu, ekki alveg sann- gjarnt því svo sannarlega var hennar tími ekki kominn. En eftir sitjum við ástvinir og fjöl- skylda og syrgjum út í hið óendanlega. Ennþá held ég hreinlega að hún sé alls ekki farin, að hún komi með Sigga frænda í heimsókn í Skólagerð- ið til mömmu og pabba, að ég geti fengið að knúsa hana oftar. Inga Marta Ingimundardóttir ✝ Inga MartaIngimund- ardóttir fæddist 2. september 1943. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut 24. maí 2012. Útför Ingu Mörtu fór fram frá Seljakirkju 5. júní 2012. Lífið getur verið svo ósanngjarnt. Það hljómar svo vel að segja Siggi og Inga. Held ég muni ekki eftir Ingu öðruvísi en brosandi og yndis- legri, svo sæl þrátt fyrir ýmsar hindr- anir. Ég þakka fyr- ir það í dag að hafa farið til hennar á spítalann og fengið knúsið hennar og yndislegu hlýju orð- in með kveðju frá henni til Daníels. Meira að segja á þeirri stundu þegar vitað var að lítið væri eftir þá brosti hún og var svo glöð, alltaf með fullt her- bergi af börnum og barnabörn- um sem ekki viku frá henni. Ég minnist frábæru útilegunnar þegar við hittumst öll í 30 ára afmælinu hennar Jóhönnu, þar var hún sælust með alla sína nánustu hjá sér í hjólhýsinu hennar og Sigga. Ekki hélt ég að þetta yrði síðasta útilegan sem við myndum eiga með henni. Elsku besti Siggi frændi, Sigurlaug, Stefán, Svanberg og Jóhanna, þið eruð sterk og yndisleg fjölskylda sem mun komast í gegnum þetta með fjölskyldum ykkar, þið standið saman eins og klettur. Ég kveð Ingu með miklum söknuði og ennþá meiri sorg, hugsunin og minningarnar um dásamlega konu lifa með mér. Góða ferð elsku besta Inga, ég bið að heilsa þeim sem ég þekki þarna. Berglind Valberg. Elsku Inga mín. Nú er komið að kveðjustund og ég lít yfir farinn veg, hugsa um allar samverustundirnar á sl. árum. Ég var svo lánsöm að kynnast ykkur Sigga þegar Rósa María, systir mín, og ykk- ar góði sonur, Stefán, felldu hugi saman. Þið tókuð okkur alltaf eins og við værum ein af ykkur, Helgu Jónu tókuð þið alltaf eins og hún væri ein af barnabörnum ykkar. Þegar Viðar Svanur fæddist spurðir þú mig hvort að ég tryði því að þú værir orðin langamma, mér fannst það jafn skrítið eins og að Stebbi minn væri orðinn afi, en þú varst svo stolt. Þið Siggi eigið svo yndisleg börn, barna- börn og barnabarnabarn. Ég hef verið svo heppin að kynnast þeim öllum og tel þau öll vera í minni fjölskyldu. Í hvert skipti sem ég hitti þig tókstu utan um mig og sagðir eitthvað fallegt og uppbyggilegt við mig. Þegar ég heimsótti þig á spítalann spurði einn hjúkrunarfræðing- urinn ykkur Sigga hvort ég væri dóttir ykkar, þið svöruðuð því að ég væri vinkona. Það bræddi mitt litla hjarta, mér þykir svo óendanlega vænt um ykkur. Elsku Siggi, Sigurlaug, Svanberg, Jóhanna og Stefán. Ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Haf- ið hugfast að ég verð alltaf til staðar fyrir ykkur ef ég mögu- lega get gert eitthvað til að létta undir með ykkur. Ykkar vinkona, Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir (Sibba). HINSTA KVEÐJA Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Minning þín lifir í hjarta mínu, Helga Jóna Kristmundsdóttir. ✝ Anna Friðriks-dóttir fæddist á Grenivík 4. júlí 1928. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 2. júní 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Friðrik Krist- insson, f. 22. ágúst 1885, d. 22. janúar 1966, og Anna Vig- fúsdóttir, f. 29. nóvember 1891, d. 22. ágúst 1934. Systur Önnu voru Unnur, Sveinlaug og Guð- rún, sem eru allar látnar. Anna giftist 11. október 1947 Sigurði Reyni Hjaltasyni verslunarmanni, f. 27. sept- ember 1925, d. 8. ágúst 1982, á Akureyri. Eignuðust þau tvær dætur: 1) Anna Lilja, f. 27. febr- úar 1950, var gift Magna Hjálmarssyni. Þeirra synir eru Sigurður og Borgar. 2) Inga Hrönn, f. 30. júlí 1954, gift Eiríki Óskarssyni. Dætur Ingu frá fyrra hjónabandi eru Lára, Alma og Selma. Sonur Ingu og Eiríks er Óskar. Anna missti móður sína mjög ung og ólst upp hjá föður sínum og eldri systrum. Hún fór síðan ung að vinna á Ak- ureyri og í Reykjavík. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Akureyri skólaárið 1946-1947. Hún var síðan heimavinnandi húsmóðir á með- an dæturnar voru ungar, vann um tíma við Brauðgerð Kaup- félags Eyfirðinga og síðar í um 30 ár við símavörslu hjá KEA. Anna verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 8. júní 2012, klukkan 13.30. Nú hefur Dúdda amma kvatt okkur í síðasta skiptið. Mikið var það erfitt að segja bless. Þó svo það hafi ekki átt að koma á óvart miðað við veikindin, þá kom það nú samt í bakið á mér. Ég náði að ljúga að sjálfum mér að þú ættir alltaf eftir að flytja aftur heim í Skarðshlíðina, setja rúllur í hárið og bjóða okkur svo öllum í lamba- læri með öllu tilheyrandi. Alltaf hress, stutt í brosið og hláturinn. Sama hvað unglinga- veikin herjaði á mann á árum áð- ur þá kynnti ég þig alltaf stoltur fyrir vinum mínum, enda mann- eskja með eina bestu nærveru sem hægt er að hafa. Brosmild, stolt, sjálfstæð, vel gefin og fal- leg. Að fá að vera með þér síðustu dagana og nóttina, að hafa fengið að kveðja þig svona almennilega, á eftir að fylgja mér það sem eftir er. Takk fyrir allt elsku amma. Óskar Eiríksson. Elsku Dúdda amma, það var mjög erfitt að kveðja þig og eftir standa margar góðar minningar. Veikindi þín komu mjög snögg- lega en þú varst glöð og yndisleg fram á síðasta dag. Það var svo gott að fá að vera með þér síðustu dagana, halda í höndina á þér, spjalla og kveðja. Ég man svo margar góðar stundir, eins og þegar við systurnar mættum í mat til þín alla föstudaga í Hafn- arstrætinu þá var alltaf mjög gaman hjá okkur. Já og ferðirnar suður á Selfoss til mömmu, Eika og krakkanna. Í bílnum á leiðinni fræddir þú mig og strákana mína um heiti á öllum kennileitum á leiðinni. Elsku amma mín ég á eftir að sakna þín rosalega mikið og eftir standa margar og góðar minning- ar. Kveðja, þín ömmustelpa, Lára. Elsku amma. Heimilið þitt og afa í Hafnarstæti 85 var einhver besti staður sem ég hef komið á. Nú eru heil 30 ár síðan Reynir afi varð bráðkvaddur, langt um ald- ur fram. Mér er sársaukinn og sorgin í fersku minni, en verst var þó að finna fyrir sorginni þinni, sem ég held að megi líkja við opið sár, sem þú lifðir með æ síðan. En ég man líka vel samheldnina og hlýju orðin, sem megnuðu að sefa sársaukann um stund. Þú áttir trúna til hjálpar. Og þú varst líka félagslynd og naust góðra vina og fjölskyldu sem þér var annt um að rækta. Mikið hefði ég viljað geta átt með þér fleiri samveru- stundir síðustu árin. Getað leyft litlu dætrunum okkar að kynnast langömmu sinni betur, sem var í miklum metum hjá þeim. Ég tel mig hafa þegið að gjöf mörg af viðhorfum þínum og sýn á lífið og reynt að gera að mínum. Þú varst frjálslynd, réttsýn og heilsteypt, stolt og upplitsdjörf. Þú varst ákveðin í að halda í jákvæðnina og glaðværðina, hvað sem á dundi. Þannig man ég þig og mun alltaf muna þig, elsku amma mín. Með virðingu og þakklæti. Sigurður Magnason. Anna Friðriksdóttir Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.