Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 47
Föstudagur 08.06 » 19:30 Beethoven-hringurinn IV Miðasala » Sími: 528 5050 www.sinfonia.is » www.harpa.is AUKATÓNLEIKAR MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is Tökum er lokið á endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. Mikla undrun vakti er fréttir bár- ust af endurgerð- inni á erlendum kvikmyndasíðum í gær en mikil leynd hefur hvílt yfir vinnslu henn- ar, segir kvik- myndavefur Var- iety. Endur- gerðin, sem hefur fengið heitið Prince Aval- anche, er í höndum leikstjórans Dav- ids Gordons Greens og hefur nær ekkert spurst til verkefnisins fyrr en nú. „Þeir fréttu einhvern veginn af myndinni og leist mjög vel á,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson um tildrög endurgerðarinnar. „Hand- ritið er að mörgu leyti mjög svipað upprunalegu hugmyndinni og haldið mjög fast í hana. Húmorinn er örlítið amerískari en sagan er sú sama,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri, en hann fékk að berja handritið augum áður en tökur hóf- ust. „Ég er mjög spenntur að sjá myndina og finnst forvitnilegt að einhver skuli vilja gera myndina aft- ur. Þetta eru spennandi leikarar og það verður áhugavert að sjá hvernig þeir fara með þetta,“ segir hann um endurgerð myndarinnar en í aðal- hlutverkum verða bandarísku leik- ararnir Paul Rudd og Emile Hirsch. Á annan veg gerð á bandarískan máta  David Gordon Green leikstýrir hinu leynilega verkefni Vegur Úr kvikmyndinni Á annan veg. Leikararnir Sveinn Ólafur Gunn- arsson og Hilmar Guðjónsson kasta af sér vatni við ónefndan veg. Paul Rudd Ljósmyndarinn Kári Óskar Sverrisson fékk í vikunni birta tískuljósmynd á vefsíðu ítalskrar útgáfu hins virta tískutímarits Vogue. „Þetta byrjaði nú bara með því að ég bjó til prófíl á síðunni og byrjaði að senda inn myndir,“ seg- ir Kári en hægt er að skrá sig á síðuna og senda þangað ljós- myndir í von um að fá þær birtar. „Myndaritstjóri ítalska Vogue fer yfir allar myndir sem berast og velur hverjar komast á síðuna,“ útskýrir Kári svo myndbirtingin er mikill heiður fyrir hann sem ljósmyndara. Að myndatök- unni komu einn- ig stílistinn Sara Hlín Hilmars- dóttir, sem hefur haldið úti tísku- blogginu Style Report, Margrét Sæmundsdóttir, sem sá um hár og förðun, og fyrirsætan Stein- unn María Agnarsdóttir. Ljósmynd Kára Óskars má sjá á vefsíðu ítalska Vogue, www.vogu- e.it. sigyn@mbl.is Íslensk tískuljósmynd á vefsíðu ítalska Vogue Kári Óskar Sverrisson Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is Kammerpoppsveitin Melchior gaf nýverið út þriðju breiðskífu sína, Matur fyrir tvo, sem er tónlistarlegt framhald plötunnar Melchior sem kom út árið 2009. Matur fyrir tvo samanstendur af þrettán lögum, sem hvert og eitt fjalla um ákveðið augnablik, og ein- um sálmi. „Þetta kemur upp þegar við erum að horfa á textana sem eru að verða til. Þá sjáum við að þeir hafa tilhneigingu til að fjalla um ákveðinn stað og ákveðna stund,“ segir Karl Roth, einn af Melchior- liðum en hljómsveitina skipa ásamt Karli Hilmar Oddsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Kristín Jóhanns- dóttir, Gunnar Hrafnsson og Kjartan Guðnason. Augnablik eða heill dagur „Það er svolítið skemmtilegt að einbeita sér að því að eitthvað sé að gerast í hverju einasta lagi. Það get- ur verið stutt augnablik eða allt að því heill dagur,“ útskýrir hann og bendir til dæmis á lagið „Uglan“ sem er sagt gerast í mynni Hjaltadals þann 21. júlí árið 1970 kl. 20:13- 21:50. „Uglan er náttúruþrillerinn okkar, spennusaga sem gerist í náttúrunni. Óskrifuð eða skrifuð af Guði sjálfum ef menn vilja orða það þannig. Þá er myndin þannig að alls staðar er eitthvað spennandi að ger- ast í náttúrunni og lífið og dauðinn alltaf að kljást,“ segir Karl um lagið. „Hugmyndin kemur frá því þegar við Hilmar vorum saman í sveit sem litlir strákar og fundum hálfdauða uglu úti í móa,“ segir hann og á þá við Hilmar Oddsson sem er einnig í hljómsveitinni. „Þetta atvik situr greinilega í Hilmari ennþá enda var þetta æðisgengin upplifun.“ Þríleikur Narfa Nafnið Narfi er rauður þráður í plötuútgáfu Melchior en á Matur fyrir tvo má til dæmis finna lagið „Narfi Snær“. „Narfi Snær er síð- asti Narfinn í Narfa-þríleiknum,“ út- skýrir Karl en lagið er sagt gerast 17. febrúar 2012 kl. 01:07 á fæðingardeildinni. „Á fyrstu plötunni okkar sem kom út árið 1978 var það Narfi, ungur maður sem var að byggja og þræla sér út til að koma sér upp umhverfi. Síðan á plötunni sem kom út árið 2009 var lagið „Bréf frá Narfa“ sem var um son Bygginga-Narfa sem er í útlöndum að senda pabba bréf. Þriðji Narfinn er svo Narfi Snær sem er bara lítill og nýfæddur á fæð- ingardeildinni,“ segir Karl og bætir við að í laginu sé svolítill afafílingur. „Reyndar hittir þannig á að ég er nýorðinn afi svo þetta þræl- stemmir.“ Minningar og nostalgía Aðspurður segir Karl textana ekki endilega einkennast af fortíðar- þrá. „Tímasetningin hefur kannski ekki alltaf einhverja sérstaka merk- ingu en hugmyndin er að hún setji ákveðna stemningu,“ segir hann um textasmíðina. Með geislaplötunni fylgir texta- hefti þar sem hvert lag fær eina blaðsíðu með textanum við lagið, tíma- og staðsetningu þess ásamt málverki eftir hinn tíu ára gamla Odd Þór Hilmarsson. „Kannski var ákveðin nostalgía fólgin í hugmynd- inni en við vildum að textaheftinu svipaði til gamalla barnabóka,“ út- skýrir Karl. Hægt er að skoða myndirnar í fullri stærð þar sem þær hanga til sýnis í Kongó, Nýlendugötu 29. Í byrjun júlí verða haldnir tvennir tónleikar til að fagna útgáfu plöt- unnar. „Þetta verða útgáfutónleikar nyrðri og syðri,“ segir Karl um fyrirkomulagið en útgáfutónleika- rnir verða haldnir á Þjóðlagahátíð á Siglufirði 7. júlí og í Iðnó 12. júlí. Morgunblaðið/Eggert Háþróuð Kammerpoppsveitin heldur áfram að þróa stíl sinn. Í þetta skiptið býður hún upp á náttúruþriller. Tímasett kammerpopp  Nýjasta plata Melchior inniheldur lög sem fjalla um stað og stund  Tíu ára gamall listamaður myndskreytir Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Níu Grímutilnefningar! Allra síðasta sýning 22. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Lau 16/6 kl. 19:30 Allra síð.sýn. Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Allra síðasta sýning 16. júní. Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Sun 2/9 kl. 19:30 Eitt vinsælasta verk Pinters. Sýningar í september komnar í sölu. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Hringurinn - athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins (Kassinn) Fös 22/6 kl. 19:30 Aeðins þessi eina sýning! 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–EB Fbl Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Fös 8/6 kl. 20:00 Sun 10/6 kl. 20:00 aukas Þri 19/6 kl. 20:00 aukas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Allra síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Tímamótaverk í flutningi pörupilta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.