Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sagði alþingismann vera drukkinn 2. Bein útsending frá höfninni 3. Ekki annað eins í 32 ár 4. Drápu smábörn með hnífum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Japanski tónlistarmaðurinn Gen- zoh Takehisa flytur verk eftir Bach og frumflytur eigið tónverk í Útskála- kirkju á morgun kl. 17 og eru tónleik- arnir hluti af alþjóðlegu listaveislunni Ferskir vindar í Garði. Genzoh Takehisa á Ferskum vindum  Nýtt úti- listaverk Sól- veigar Aðalsteins- dóttur, Streymi tímans, verður af- hjúpað í Litluhlíð, nærri þeim stað sem Vatnsberi Ás- mundar Sveins- sonar stóð á í Öskjuhlíðinni, á morgun kl. 14. Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, mun afhjúpa verk- ið og segja nokkur orð. Streymi tímans afhjúpað á morgun  Nýja stuttmynd í syrpu Sigur Rósar sem unnin var út frá nýjustu breið- skífu hennar, Valtari, má nú sjá á vefnum sigur-ros.co.uk. Hana vann Ingibjörg Birgisdóttir við lagið „Varúð“. Syrpan ber yfir- skriftina Mystery Film Experiment. Ýmsir listamenn voru fengnir til að búa til myndir út frá lögum plöt- unnar. Ný stuttmynd komin á vef Sigur Rósar Á laugardag og sunnudag Austlæg átt, 3-8 m/s víðast hvar. Skýjað með köflum og stöku skúrir syðra, einkum síðdegis. Hiti 9- 15 stig vestantil en 3-9 stig austantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA og A 5-13 m/s, en 10-18 með SA- ströndinni. Skýjað og yfirleitt þurrt en dálítil úrkoma sunnan- og suðvestantil fram á kvöld. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast S- og V-lands. VEÐUR Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur fleiri framherja í kvennalandsliðið í knatt- spyrnu en áður til að bregð- ast við þrálátum meiðslum Margrétar Láru Viðarsdóttur. Þar á meðal er 17 ára nýliði, Elín Metta Jensen. Hann seg- ir að bestu leikmenn Íslands hafi komið inn í landsliðið á þessum aldri, Elín sé leik- maður framtíðarinnar og fái nú að sýna sig og sanna í hópnum. »3 Velur fleiri fram- herja en áður Guðmundur varar sína menn við vanmati Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson, úr Breiðabliki, vann Kaldalshlaupið á 70. vormóti ÍR í frjálsíþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli í gærkvöldi þótt ekki bætti hann sinn fyrri árang- ur í greininni. Hin efnilega hlaupa- kona úr ÍR, Aníta Hinriksdóttir, vann í 800 m hlaupi á fínum tíma og Hafdís Sigurðardóttir, UFA, vann tvöfalt í spretthlaupum. »1 Kári vann á 70. vormóti ÍR í Laugardal ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það hringdi einhver tölfræðingur og líkurnar á þessu eru víst stjarnfræðilega litlar, sérstaklega í svona litlum skóla,“ segir Jón H. Sigurmundsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn. Skóla- slit voru í fimmtugasta skiptið nú á dögunum og vakti það sérstaka at- hygli að við þau voru stödd fimm tví- burapör. Það vill svo skemmtilega til að tvö tvíburaparanna sátu sama bekkinn í vetur og ekki nóg með það heldur deila þau sama afmælisdegi. Morgunblaðið ræddi einnig við Halldór Sigurðsson skólastjóra: „Það eru tvennir tvíburar í sama bekknum með sama afmælisdaginn, 1. júní, og því nýorðin þrettán ára. Það er náttúrlega alveg frábært,“ segir Halldór. Jón svarar því aðspurður að til- viljun ein þurfi ekki endilega að ráða öllu um tildrög málsins. „Á árum áð- ur sá maður að afmælisdagarnir voru gjarnan tengdir vertíðunum, svona þegar þetta var alvöru hörku- vertíð. Þá gat maður talið frá vertíð- arlokum. Eins tók ég eftir því að verslunarmannahelgin hefur oft gef- ið af sér,“ segir Jón glettinn. Þakkar vatninu Spurðir út í það hvort tilhugalíf í Þorlákshöfn sé með öðru sniði en gengur og gerist, og því sé sá fjöldi tvíbura sem raun ber vitni, svara þeir starfsbræður ólíkt. „Sem betur fer þá veit ég ekkert sérstaklega mikið um tilhugalífið hér í Þorláks- höfn, ekki svona almennt,“ segir Jón og hlær. Halldór virðist hins vegar harðákveðinn í því að skýringuna megi finna í vatni þeirra bæjarbúa enda sé um besta vatn í heimi að ræða. Morgunblaðið heyrði í sérfræð- ingi í líkindum, Þorsteini Arnalds, og hafði hann sitthvað um málið að segja. Hann segir það frekar snúast um að meira sé tekið eftir því þegar eitthvað öðruvísi eigi sér stað heldur en að um merka tilviljun sé að ræða. Samkvæmt upplýsingum fæðast tví- burar í um það bil eitt skipti af hverjum hundrað. „Þannig að í raun og veru ættu að vera sirka fimm börn í 230 manna skóla sem væru tvíburar. Í þessu til- felli eru það tíu einstaklingar, þann- ig að það er svona tvöfalt það sem telst venjulegt.“ Þorsteinn segir málið samt langt frá því að vera ein- stakt. „Þetta er ekkert eitthvað sem gerist á hundrað eða þúsund ára fresti. Þetta er frekar eitthvað sem gerist á tveggja til tíu ára fresti. Það má samt ekki rugla því saman að þó svo þetta sé ekki líkindafræðilega stór atburður þá er þetta stór at- burður fyrir fólkið í þessum skóla. Alveg eins og það er ekki stór at- burður að einhver vinni í lottói þó að það sé stór atburður fyrir þann sem vann.“ Fimm tvíburapör við skólaslit  Tvö pör deila afmælisdegi og eru saman í bekk Talið frá öftustu röð frá vinstri: Helgi og Sigurður Jónssynir, Ingimar Rafn og Halldór Rafn Ágústssynir, Ester Eik og Hafdís Þöll Berglindardætur, Birta Ósk og Bjarki Óskarsbörn og Daníel og Birgitta Björt Rúnarsbörn. Á Vísindavef Háskóla Íslands kem- ur fram að tvíeggja tvíburar gangi að einhverju leyti í erfðir en það eigi ekki við um eineggja tvíbura. Þar segir að líkur á fæðingu tvíeggja tvíbura varði aðeins gen móðurinnar. Aldur konunnar hefur talsvert að segja en kona sem er 37 ára er fjórum sinnum líklegri til að eignast tvíeggja tvíbura en stúlka á 18. aldursári. Tvíburafæð- ingar eru einnig breytilegar eftir kynþáttum en kona frá Vestur- Afríku er tíu sinnum líklegri til að eignast tvíeggja tvíbura en kona frá Kína eða Japan. Konur af evr- ópskum uppruna eru þarna mitt á milli. Tvíburar ganga í erfðir TVÍBURAFÆÐINGAR AUKAST EFTIR ÞVÍ SEM MÓÐIRIN ER ELDRI Morgunblaðið/Golli Tvíburar Tvíeggja tvíburar ganga að einhverju leyti í erfðir. Ísland mætir Hollandi í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið en það er fyrri viðureign þjóðanna um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2013. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að Hollend- ingar séu sýnd veiði en ekki gefin og kveðst hafa varað menn við því að falla í þá gryfju að ætla að vanmeta þá. »2 VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.