Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Hátt í 400 nemendur hafa skráð sig í
inntökupróf í læknisfræði og sjúkra-
þjálfun í Læknadeild Háskóla Ís-
lands sem fer fram í næstu viku. 307
þreyta inntökupróf í læknisfræði
fyrir komandi haust og 63 í sjúkra-
þjálfun. Af þeim komast 48 nemend-
ur í lækninn og 25 í sjúkraþjálfun.
Guðmundur Þorgeirsson, deildar-
forseti læknadeildar, segir að fjöld-
inn í inntökuprófinu nú sé svipaður
og í fyrra en þó ívið meiri. „Fjöldinn í
inntökuprófið hefur aukist mikið
undanfarin ár en milli síðustu
tveggja ára er ekki veruleg aukning.
Það hefur orðið gríðarleg fjölgun í
háskólanámi og við erum að fá okkar
hlutfall af því,“ segir Guðmundur.
46 nemendur úrskrifast úr lækna-
deildinni nú í vor og 48 verða teknir
inn í haust. Guðmundur segir þessa
tölu hafa verið þá sömu í mörg ár.
„Fjöldinn miðast fyrst og fremst
við afkastagetu deildarinnar. Það er
mikið verklegt nám í læknisfræðinni
og það er hámark á því hvað margir
geta farið í gegnum það í einu. Talan
sem er valin fyrir inntökuna ræðst af
afkastagetunni í verklega náminu.“
Þarf að laga starfsskilyrðin
Nokkuð hefur verið rætt um
læknaskort í landinu, sérstaklega í
heimilislækningum. Guðmundur
segir að það muni ekki leysa þann
vanda að taka fleiri nema inn í lækn-
isfræðina. „Eins og staðan er núna
getum við ekki annað fleiri nemum.
Ég held að það sé almenn skoðun að
lausnin á vanda íslenskrar
heilbrigðisþjónustu með starfsmenn
er ekki að fjölga útskrifuðum lækn-
um. Nánast allir okkar læknar fara
úr landi til framhaldsnáms og það er
áhyggjuefni að þeir virðist ekki skila
sér heim í sama mæli og áður. Af
ýmsum ástæðum eru okkar störf
ekki fyllilega samkeppnishæf við
störf í mörgum öðrum löndum.
Lausnin er ekki að mennta fleiri og
fleiri lækna, lausnin er frekar sú að
skapa þannig skilyrði að störfin séu
samkeppnishæf.“
Guðmundur segir að til að bæta
stöðuna þurfi að laga starfskilyrðin á
heilbrigðisstofnunum. „Til viðbótar
við kjarastöðuna hefur það áhrif
hversu mikið basl er á heilbrigðis-
stofnunum landsins. Við erum í úlfa-
kreppu með marga hluti; tækjabún-
að, aðstöðu og margt fleira.“
Sjö komast inn í tannlækningar
Í stétt tannlækna hefur einnig
verið rætt um yfirvofandi tann-
læknaskort. Inn í tannlæknadeild
Háskóla Íslands komast sjö nemend-
ur ár hvert. „Síðasta haust voru
skráðir um 60 nýnemar. Eftir fyrstu
önnina er próf og þá komast sjö
hæstu áfram. Þetta fyrirkomulag
hefur verið í áratugi,“ segir Teitur
Jónsson forseti tannlæknadeildar.
Ekki hefur verið í umræðunni að
taka fleiri inn í tannlæknanámið.
„Það er ekki hægt að fjölga nemend-
um nema að stækka deildina og fjár-
festa í tækjum. Í tengslum við bygg-
ingu á nýjum Landspítala er búið að
hanna nýja tannlæknadeild og þar er
ekki gert ráð fyrir stærri deild og er
nú. Það hefur enginn séð þörf fyrir
stækkun á deildinni.“
Teitur segir að tannlæknar flytji
nú í auknum mæli til útlanda vegna
minnkandi kaupgetu hjá almenningi
og minnkandi framlaga frá hinu
opinbera. „Þeir flytja út því kúnna-
hópurinn er ekki eins öflugur að
kaupa af þeim þjónustu. Starfsemi
tannlækna er einkarekin, byggist á
frjálsum markaði sem er að dragast
saman. Afleiðingin er sú að tann-
læknar flytja út og því verður skort-
ur á þeim. Svarið er ekki að mennta
fleiri tannlækna því þá værum við að
mennta þá fyrir útlönd. Deildin upp-
fyllir þær þarfir sem þjóðin hefur
fyrir tannlækna, það eru bara aðrir
þættir sem eru að rugga bátnum.“
Ekki lausn að fjölga nemendum
Fjöldatakmarkanir inn í læknadeild og tannlæknadeild Háskóla Íslands ekki ástæða læknaskorts á
landinu Fjöldinn miðast við afkastagetu deildanna Aldrei fleiri þreytt inntökupróf í læknisfræði
Í aðgerð 46 læknar útskrifast í ár.
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Félagar í Fuglamerkingafélaginu
hafa merkt yfir 40 hrafnsunga á
suðvesturhorninu í vor en ungarnir
sem þeir fundu hreiðri í klettum
fyrir ofan Ísólfsskála við Grindavík
voru þeir allra stærstu hingað til.
Alls voru ungarnir fjórir, tveir náðu
að flögra úr hreiðrinu og lengra út í
klettana en hinir tveir voru rétt
tæplega fleygir og gátu aðeins látið
sig svífa niður í hraunið. Þar náðust
þeir og voru ekki sérlega ánægðir,
eins og sést á myndinni að ofan.
Ólafur Torfason fór við annan
fuglamerkingamann að hreiðrinu
–eða laupnum eins og hreiður
hrafnsins nefnast – í fyrrakvöld.
Unginn sem sést hér rífast og
skammast lét sig þá svífa á braut og
lenti í hrauninu í um 200 metra fjar-
lægð. Þar tókst honum að hoppa um
300 metra áður en Ólafur og félagar
náðu honum. Hann var snarlega
merktur og sleppt aftur, undir vök-
ulum augum foreldra hans, og þar
sem hann vantaði aðeins herslu-
muninn til að geta flogið býst Ólaf-
ur við að unginn sé þegar í dag orð-
inn fullfleygur og kominn á flakk
með fjölskyldunni.
Komst ungur á bragðið
Ólafur kynntist fuglamerkingum
á unglingsaldri en hætti þeim svo.
Þegar hann hafði eyðilagt lappirnar
á sér í fótbolta byrjaði hann á þeim
aftur og hefur síðustu 20 ár merkt
firnin öll af fuglum. „Ég er frekar
illa haldinn af þessari dellu,“ segir
Ólafur og hlær. Hann merkir einnig
mikið af tjöldum og á hverju sumri
fer Ólafur austur í eyjuna Skrúð til
að merkja sjófugla.
Eins og kunnugt er gerir hrafn-
inn sér víða hreiður og í gær fóru
Ólafur og félagar að merkja hrafns-
unga í laupnum á Austurbæj-
arskóla. Þá eru eftir tvö hreiður
sem þeir vilja komast að í vor, ann-
að er uppi í tré í Fossvogs-
kirkjugarði en hitt er í hraunvegg í
iðnaðarhverfi sunnan við Hafn-
arfjörð.
Illa haldinn af merkingadellu
Fuglamerkingafélagið hefur merkt
yfir 40 hrafnsunga á SV-horninu í vor
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Laupur Hrafnsungar í Austurbæjarskóla voru merktir í gær.
Ljósmynd/Haraldur H. Hjálmarsson
Rifrildi Unginn hálffleygi lætur Ólaf Torfason heyra það. Unginn var líklega orðinn fleygur í gær og lætur örugglega ekki ná sér aftur.
Lögreglu bárust í gær þrjár til-
kynningar um innbrot í hesthús í
Víðidal. Segir í frétt frá lögreglu að
ekki sé ólíklegt að í framhaldinu
bjóði einhverjir illa fengna hnakka
og hjálma til sölu.
Reiðtygjum var einnig stolið í
tveimur innbrotum í hesthús í Mos-
fellsbæ á dögunum og því rétt að
fólk hafi þetta hugfast ef því býðst
að kaupa slíkar vörur.
Brotist inn í
hesthús í Víðidal
og Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Eggert
Hæstiréttur hef-
ur sýknað
Reykjavíkur-
borg af kröfu
Brimborgar sem
krafðist þess að
fá að skila lóð
sem fyrirtækið
fékk úthlutað.
Héraðsdómur
hafði áður dæmt
Brimborg í vil.
Brimborg fékk árið 2006 úthlutað
lóð undir atvinnuhúsnæði við Esju-
mela. Í byrjun október 2008, þegar
aðstæður í efnahagslífinu höfðu
breyst til hins verra, óskaði fyr-
irtækið eftir að fá að skila lóðinni
og fá endurgreitt um 136 milljónir
sem greiddar voru í lóðagjöld.
Borgin hafnaði beiðninni.
Hæstiréttur féllst ekki á það
sjónarmið Brimborgar að sam-
kvæmt skilmálum borgarinnar hefði
fyrirtækið átt einhliða rétt á að
skila lóðinni gegn endurgreiðslu
lóðagjalda. Ekki var heldur fallist á
að slíkur réttur hefði verið til stað-
ar á grundvelli venjuhelgaðrar
framkvæmdar borgarinnar né að
bréf frá borginni til Brimborgar
hefði leitt af sér réttmætar vænt-
ingar fyrirtækisins um að það gæti
hvenær sem væri og án tillits til að-
stæðna tekið einhliða ákvörðun um
skil á lóðinni gegn endurgreiðslu
lóðagjalda.
Borgin sýkn-
uð af kröfu
Brimborgar