Morgunblaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/RAX
BAKSVIÐ
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Þótt kalt hefði verið í höfuðborg-
inni í gær var hiti í mönnum á
Austurvelli, en þar fór fram sam-
stöðu- og mótmælafundur útvegs-
manna, sjómanna, landverkafólks
og annarra áhugamanna um sjáv-
arútvegsmál. LÍÚ boðaði til fund-
arins og um tvö þúsund manns
voru viðstaddir, ýmist til að mót-
mæla fyrirhuguðum breytingum á
fiskveiðistjórnunarkerfinu eða
styðja.
Kröftuglega tekist á
Frá þétt skipaðri Reykjavík-
urhöfn ómuðu þokulúðrar frá
morgni fram að fundinum í mót-
mælaskyni við kvótafrumvörp rík-
isstjórnarinnar en þá tóku við
hróp og köll fundargesta sem ým-
ist púuðu eða klöppuðu fyrir
ræðumönnum. Margir áttu erfitt
með að greina orðaskil fyrir há-
vaða.
Viðstaddir tókust kröftuglega á,
og mátti víða sjá menn í rifrildi
þótt ekki brytust út líkamleg átök.
Fjölmennt lögreglulið var viðstatt
og varnargirðing var reist utan
um Alþingishúsið.
Margir andstæðingar frumvarp-
anna auðkenndu sig með því að
klæðast skærlitum sjómannagöll-
um en almennt var hópur við-
staddra fjölbreytilegur á að líta.
Fólk var komið víða að, og voru
gestir úr öllum landshornum og
stéttum. Margir alþingismenn
gerðu hlé á störfum sínum til að
ræða við gesti fundarins og hlýða
á ræður.
Grafalvarlegt mál
Margir báru skilti en á þeim
mátti lesa mismunandi skilaboð,
þar á meðal „alvöru sjómenn láta
ekki kúga sig“, „LÍÚ er ekki Hrói
höttur“, „klærnar burt úr auðlind-
inni“ og „allan fisk á markað“. Al-
mennt voru menn brúnaþungir
enda flestir sammála að um væri
að ræða mál sem snerti íslensku
þjóðina til frambúðar.
Í lok fundar kveiktu sjómenn í
neyðarblysum svo reykjarmökk
lagði upp af vellinum.
Fundurinn leystist upp fljótlega
eftir að ræðuhöldum lauk um
fimmleytið og var Austurvöllur þá
að mestu mannlaus. Þó mátti sjá
nokkrar eftirlegukindur á stangli.
Þær þurftu að deila áfram um
málin, en átakamiklum umræðun-
um lauk þó þegar langt var gengið
í sex .
Morgunblaðið/Eggert
Enn mótmælt á Austurvelli
2.000 manns á samstöðufundi Mótmælendur kvóta-
frumvarps létu í sér heyra Klappað og púað á víxl
Morgunblaðið/Eggert
Gjöf Adolf Guðmundsson tekur við Sölku Völku frá Magnúsi Orra Schram.
Neyðarblys Formaður LÍÚ talaði
um neyðarkall og sjómenn kveiktu
á neyðarblysum í lok fundar.
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2012
„Ég er hingað kominn til að standa
með sjálfum mér,“ segir Ásgeir
Pálsson skipstjóri, sem hefur starfað
í sjávarútvegi í 28 ár. „Skoðun mín á
veiðigjöldunum er sú að þau séu allt
of há og taki of mikið út úr fyrir-
tækjunum. Haldi menn öðru fram
eru þeir annaðhvort að ljúga eða
hafa ekki kynnt sér málið.“
Að sögn Ásgeirs eru fleiri hliðar á
málinu. „Í hinu frumvarpinu er mik-
ið tekið af stærri skipunum. Mér
finnst ekkert réttlæti í því að við
fáum ekki til baka það sem tekið var
af okkur með kvótaskerðingu og var
lofað til baka.“ Aðspurður hverjir
beri ábyrgð er svarið skýrt: „Stein-
grímur og Jóhanna. Þau hafa sagt
mér að fara norður og niður, og ég
óska þeim hins sama.“ Ásgeir vill að
hlustað sé á sjómenn. „Sjónarmið út-
gerðarmanna eru ekki tekin inn í
spilið. Og þegar tekinn er stór hluti
af einni köku í hlutaskiptakerfi þá
bitnar það á öllum, ekki bara útgerð-
armönnum. Annað er þvæla óheið-
arlegs manns, Steingríms J. Sigfús-
sonar. Björn Valur Gíslason ætti líka
að skammast sín.“
Mótmælt „Ekkert réttlæti,“ segir
Ásgeir Pálsson skipstjóri.
„Ættu að skammast sín“
Sigmundur Arnórsson starfar ekki við
sjávarútveg en var að eigin sögn kom-
inn á Austurvöll sem áhugamaður. „Ég
er kominn hingað til að mótmæla of-
beldi LÍÚ og útgerðarinnar. Þeir leigja
öðrum kvótann og græða helling á því,“
segir Sigmundur. „Þetta er okkar auð-
lind og sjálfsagt að þeir borgi af henni
smá rentu,“ segir Sigmundur. „Frum-
varpið er fín byrjun hjá ríkisstjórninni.
Ekki má bakka, fólk verður bara að
sætta sig við þetta.“
„Mótmæli ofbeldi LÍÚ“
Sameign „Þetta er okkar auðlind,“
segir Sigmundur Arnórsson.