SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 2
2 1. júlí 2012 Við mælum með Um næstu helgi verður tónlist- arhátíðin Rauðasandur Festival haldin í náttúruparadísinni á Vestfjörðum, Rauðasandi. Á há- tíðinni er boðið upp á alvöru sveitatónleika en tónleikarnir fara fram í gamalli hlöðu við bæinn Melanes. Áhersla er lögð á kántrý, blús og aðra óraf- magnaða tónlist. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinnni eru Lay Low og Prinspóló. Morgunblaðið/Ómar Tónleikum á Rauðasandi 4-8 Vikuspeglar Nýr forseti Egyptalands, breytingar á bótakerfi lífeyrissjóða og mömmuklám. 14 Góða skapið í reglum mótsins Strákar í sjöunda flokki mættust á Akranesi. 16 Er þetta allt einn og sami maðurinn? Eistinn Valmar Väljaots er maður ekki einhamur og hefur sett svip á tónlistarlífið norðanlands. 28 Hugsjón, ekki gróðastarfsemi Hótelstjórinn í Flatey bjó áður í Frakklandi. 32 Skákað yfir Atlantshafið Íslendingar leiða Evrópumótið í bréfskák sem lifir góðu lífi á tækniöld. 34 Tóku áhættu sem borgaði sig Ung hjón reka Red Apple Apartments sem leigir út íbúðir í 56 borgum. 36 Rómantískt afdrep í útjaðri Skagafjarðar Á sveitasetrinu Lónkoti hefur útihúsum verið breytt í veitinga- og gisti- hús í anda sjötta og sjöunda áratugarins. 38 Hin fjölhæfa Nora Ephron kveður sviðið Farið yfir feril handritshöfundar rómantísku gamanmyndanna Sleep- less in Seattle og When Harry Met Sally. Lesbókin 42 Spennandi tímar framundan Tónleikar eiga að vera ævintýri, segir Ilan Volkov aðalstjórnandi Sinfóníunnar. 14 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson á Landsmóti hestamanna. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist- insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson 13 Augnablikið Við fjölskyldan áttum einstaklega góðastund í Museum für Naturkunde í Berl-ín fyrr í mánuðinum. Í þessu nátt-úruminjasafni er marga stórkostlega hluti að sjá og eykur enn á skemmtunina að fá að upplifa þá með augum sonanna, sem eru fjögurra og hálfs árs og tæplega þriggja ára (best að hafa þetta nákvæmt þeirra vegna). Hápunktur heim- sóknarinnar var án efa að skoða risaeðlubeina- grindurnar sem eru til sýnis í stórum sal í miðju þessarar gömlu byggingar. Ein risaeðlubeina- grindin er meira að segja sú stærsta í heimi en á staðnum er bréf frá Heimsmetabók Guinness því til staðfestingar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé risaeðlubeinagrindur og er það vissulega mögnuð sjón. Risaeðlur voru margbreytilegar, sumar meira ógnvekjandi en aðrar, eins og þær sem voru með gadda upp úr halanum og eftir öllu bakinu. Beina- grindurnar kynda vissulega undir ímyndunarafl- inu. Það var hinsvegar svolítið erfitt að útskýra fyrir ungum drengjum hversu langt er síðan dýra- tegundin dó út, þegar „í gamla daga“ er allt eins notað til að vísa til atburða sem gerðust fyrir ári. Risaeðlurnar eru hluti af fastasýningu safnsins en í því eru líka alltaf mismunandi sérsýningar. Ein þeirra er „Biopolis - Wild Berlin“ sem segir frá öllum villtu dýrunum í borginni en þessi sýning stendur út júlímánuð. Á sýningunni kemur fram að óvenjulega mörg dýr búi innan borgarmark- anna, sem við fengum sannað með eigin augum þegar við sáum ref í miðju Prenzlauer Berg-hverfi um hábjartan dag. Mikið held ég að það sé gott að vera kennari í borg með svona flottu náttúruminjasafni enda töluvert annað að útskýra vísindi fyrir börnum með alla þessa dýrgripi innan seilingar, sama hvort það eru uppstoppuð dýr, myndbönd, stein- ar eða líkön. Þannig lifnar kennslan svo sannarlega við. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Margar risaeðlubeinagrindur eru í Náttúruminjasafni Berlínar. Ævintýraheimur náttúrunnar Shar Pei hundurinn Kleópatra sést hér með tvo tígrisunga á spena í Sochi-dýragarðinum við Svarta hafið. Þeir nefnast Clyopa og Plyusha, fæddust í júní og hafa verið teknir í fóstur af Kleópötru. AFP Hundur fóstrar tígrisunga Veröld Stígvélaði kötturinn Í dag heim- sækir Leikhóp- urinn Lotta Hólmavík. Leikhópurinn setur upp skemmtilegar fjöl- skyldusýningar en í sumar er verkefni þeirra Stígvélaði kött- urinn. Hópurinn mun flakka um allt landið í sumar. Skálholt Tónlistarhá- tíðin Sumar- tónleikar í Skálholtskirkju hefst í dag en hátíðin mun standa fram yfir verslunar- mannahelgi. Á fyrstu tónleik- unum flytur Skálholtskvartett- inn strengjakvartetta eftir Schubert og Haydn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.