SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 37
1. júlí 2012 37 húsum. Lónkot skilgreinist sem lífsstíls- staður í anda Boutique-dvalarstaða. Við erum á pari við hótel fyrir utan herberg- isþjónustu og sjónvörp enda er ennþá betra áhorfsefni fyrir utan gluggann,“ segir hún sannfærandi. Pálína segir Lón- kot einnig bjóða upp á fleira en bara gist- ingu. Nágrenni Lónkots er áhugavert „Við bjóðum upp á heitan pott sem fylgir með gistingunni og svo erum við með sæl- keraeldhús. Lónkot hefur tryggt sér sess á meðal bestu eldhúsa landsbyggðarinnar. Ég er upphafskona Matarkistu Skaga- fjarðar sem er nú opinberlega fóstruð af sveitarfélaginu og Háskólanum á Hólum í Hjaltadal sem er með ferðamálabraut og matarferðarþjónusta er partur af því. Upphaflega þegar ég var að koma að mót- un eldhússins hérna í Lónkoti þá lagði ég áherslu á að vinna úr staðbundnu hráefni og vera í takti við hverja árstíð fyrir sig. Þá byggðist fæðuöflunin á náttúrunni og til þess að útvega það þá varð ég náttúrlega að finna mér fiskmangara og fugla- veiðara,“ segir Pálína en veitingahúsið í Lónkoti mun meðal annars bjóða upp á lunda og allskyns fiskmeti í sumar. „Við fáum hráefni úr túnfætinum, ber, rabarbara og villt grös. Svo erum við einn- ig með nýplægðan matjurtagarð sem við hlökkum mikið til að njóta ávaxtanna af. Við erum þekkt fyrir notkun á fjólunni en fjóluísinn er einn af táknréttum Lónkots og hægt að fá hann hérna á sumrin,“ segir Pálína. Hún segir jafnframt að í veitinga- húsinu sé eldað fyrir hvern og einn og allt- af úr því ferskasta sem til er hverju sinni. „Lónkot er og verður í stöðugri þróun og það stendur meðal annars til að fá okkur hamingjusamar, vappandi og verpandi landnámshænur næsta sumar því við stefnum að því að vera sem mest sjálfbær. Svo er hljóður íslenskur fjárhundur ofarlega á óskalistanum sem yrði mikil staðarprýði. Þetta er eilífð- arverkefni þar sem gæði og virðing fyrir mönnum og náttúru er höfð að leiðarljósi og við vonum að það skili sér í ham- ingjuaukandi upplifun gesta okkar,“ segir Pálína. „Þess má líka geta að Sölvi Helgason, einn frægasti málari og flakkari landsins, hann var úr þessari sveit og honum til heiðurs hanga gæða-eftirprentanir af hans verkum hér uppi í veitingasalnum. Svo erum við með skemmtilega setustofu með myndum eftir listakonuna Uglu Hauksdóttur,“ segir hún. „Það er einungis tíu mínútna bílferð í Hofsós og þar er hægt að fara í stórkost- lega sundlaug sem var vígð að ég held fyr- ir tveimur árum. Sú sundlaug var gefin af Lilju Pálmadóttur og Steinunni á Bæ, ein fegursta laug landsins. Þar er líka Vestur- farasetrið sem er ansi forvitnilegt. Það eru nokkrar hestaleigur í firðinum ef menn hafa áhuga á því og svo er hægt að komast út í Drangey frá Grettislaug sem er hinu- megin í firðinum. Við höfum þá samband, ef þess er óskað, við Drangeyjarjarlinn Jón Eiríksson sem ferjar fólk yfir og segir því söguna á bakvið staðinn. Nú er Trölla- skaginn náttúrulega allur opinn þannig að það er síðan hægt að halda áfram inn í Siglufjörð og þaðan í Héðins- og Ólafs- fjörð,“ segir Pálína að lokum. Eins og sveitasetri sæmir, þá er að finna svítu í Lónkoti. Á sveitasetrinu er meðal annars hægt að fara í heitan pott. Hægt er að setjast niður og njóta listaverka sem eru til sýnis í setustofunni. Eins og má sjá eru herbergin í Lónkoti afar snyrtileg. Veitingastaður Lónkot býður upp á sælkeraeldhús. Maturinn er unninn úr fersku íslensku hráefni. ’ Þegar ég var að koma að eldhúsinu hérna í Lónkoti þá lagði ég áherslu á að vinna úr staðbundnu hráefni og vera í takti við hverja árstíð fyrir sig. Þá byggðist fæðuöflunin á náttúrunni og til þess að útvega það þá varð ég náttúrlega að finna mér fiskmangara og fugla- veiðara.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.