SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 01.07.2012, Blaðsíða 33
Bréfskákmeistarar Íslands Fyrsta mótið um titilinn „Bréfskákmeistari Íslands“ hófst árið 1974, síðan þá hefur verið keppt 22 sinnum um titilinn. Eftirtaldir hafa orðið sigurvegarar: Evrópumót landsliða – Íslenska liðið efst í sínum riðli Níunda Evrópumót landsliða hófst 15. júlí 2011 og er skemmst frá því að segja að íslenska landsliðið hefur farið mikinn og er efst í sínum riðli á undan mörgum sterkum þjóðum en teflt er á 10 borðum. Helstu keppinautar eru Þjóðverjar og Slóvakar, sem hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í sjöundu Evrópukeppninni. Þar á undan urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar. Þetta eru því sterkir andstæðingar, en til viðbótar má geta þess að tæpur helmingur þjóðanna í riðlinum teflir í úrslitum áttundu Evrópu- keppninnar sem hófst nú í febrúar. Þetta eru Eistar, Slóvakar, Svíar, Þjóðverjar, Króatar og Slóvenar. Tvö efstu liðin komast í úrslit og verða líkurnar á því að íslenska liðið komist þangað að teljast allgóðar. Árangur liðsins er athyglisverð- ur, ekki síst í ljósi þess að liðið er með næstlægstu meðalstigin í riðlinum. Daði Örn Jónsson er með besta árangur liðsins en hann hefur lokið keppni og hlaut 9 vinninga í 10 skákum. Aðrir keppendur eru skemmra á veg komnir. Ýmsir sakna tíma biðskákanna, því rannsóknir á þeim voru mjög lærdómsrík- ar. Sterkari skákmenn höfðu oft aðstoðar- menn sem hjálpuðu til við byrjanaundir- búning og biðskákir og þeir sátu stundum heilu næturnar yfir stöðunum meðan skákmaðurinn sjálfur hvíldist. Líkja má bréfskákum við rannsóknir á biðstöðum þar sem tölvur og gagnagrunnar hafa leyst aðstoðarmennina af hólmi. Aðalmunurinn er þó sá, að í bréfskákinni þarf að rannsaka stöðuna eftir hvern leik andstæðingsins. Bréfskákin er því prýðilegur vettvangur til að þjálfa sig í skákrannsóknum. Þar gefst góður tími til að kafa ofan í byrjunaraf- brigði, ná betri tökum á tölvutækninni og endurbæta vinnubrögð við rannsóknir. Sú reynsla nýtist öllum skákmönnum sem vilja bæta sig. Einhverjir ímynda sér kannski að bréfskák felist í því að setja uppáhalds- skákforritið sitt í gang og senda síðan andstæðingnum þann leik sem það stingur upp á. Málið er hins vegar mun flóknara. Það er t.d. vel þekkt að skákforrit eru ekki með góðan „skilning“ á ákveðnum stöðutegundum og aðrar stöður eru einfaldlega það djúpar að skákforrit geta ekki komið með tæmandi greiningu á þeim. Einnig er hálfgerður byrjendabragur á taflmennskunni hjá þeim í sumum endatöflum. Afleiðingin er sú, að þeir sem treysta eingöngu á skákforritin í bréfskák- inni ná sjaldnast langt. Eftirfarandi staða er sláandi dæmi um þetta. Staðan kom upp í landskeppni milli Íslands og Spánar. Þorsteinn Þorsteinnson stýrði svörtu mönnunum og bauð hér upp á drottingaruppskipti. Spánverjinn lék 37.Dxe6? sem leiðir til tapaðs peðs- endatafls eins og Þorsteinn sýndi fram á. Þrátt fyrir það er þetta sá leikur sem fimm sterkustu skákforritin vildu leika og það er væntanlega skýringin á afleik Spánverjans. Hvað er það sem ræður úrslitum þegar allir bréfskákmenn eru vopnaðir öflugum skákforritum? Það er augljóslega eitthvað annað en skákforritin sjálf því flestir eru að nota sömu forrit. Sumir hafa öflugri tölvur en aðrir, en reynslan sýnir að slíkt skiptir minna máli en ætla mætti. Skák er sem betur fer það flókin, að þrátt fyrir stöðugt vaxandi styrkleika skákforrita er það skákmaðurinn sjálfur sem enn ræður mestu um þann árangur sem hann nær. Þótt vissulega reyni á ýmsa aðra þætti en í kappskák, þá skipta innsæi, hug- myndaauðgi og almennur skákskilningur gríðarlega miklu máli. Síðan gildir það sama í bréfskák og kappskák, að menn uppskera eins og þeir sá! Góð skipulagning og dugnaður verður seint ofmetin. Þegar litið er yfir skákir íslenska liðsins í Evrópukeppninni má finna fjölmörg dæmi sem sýna að góður árangur liðsins felst m.a. í því að láta skákforritin ekki teyma sig áfram hugsunarlaust. Hér hafði Daði Örn Jónsson svart gegn slóvenskum andstæðingi. Staðan, sem kom upp úr Najdorf-afbrigðinu, hefur sést níu sinnum áður í bréfskákum og svartur lék ávallt 18...Hac8, sem er jafnframt sá leikur sem skákforritin kjósa. Gallinn er, að átta af þessum skákum lauk með jafntefli. Í stað þess að feta þá jafnteflisbraut lék Daði 18... h4!?, leik sem ekkert skákforrit stingur upp á. Framhaldið sýndi þó að svartur fær góð mótfæri vegna veikingar c1-h6 skálínunnar eftir að hvítur tekur peðið. Bréfskák og skákforrit Nr. Lið ELO 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 Vinningar % +/- 1 Ísland 2331 3,5 2,5 3,5 4 2 5,5 4,5 3,5 2,5 4,5 36 63 15 2 Slóvakía 2447 2,5 4 4 4,5 3 4 1,5 1,5 4 4,5 33,5 62 13 3 Þýskaland 2491 3,5 3,5 4 3 2,5 3 2,5 2,5 3 4 31,5 57 8 4 Noregur 2308 2,5 2 2 2,5 2,5 3,5 4 3 2 4,5 28,5 45 -5 5 Svíþjóð 2401 1 2,5 3 3,5 2 3,5 2 2 4,5 3 27 45 -5 6 Slóvenía 2448 1 3 2,5 2,5 4 2,5 1,5 1,5 3 4 25,5 55 5 7 Danmörk 2361 2,5 2 3 2,5 3,5 1,5 2,5 1,5 3,5 3 25,5 40 -12 8 Tyrkland 2390 2,5 0,5 1,5 4 2 1,5 4,5 2 2 3 23,5 48 -1 9 Króatía 2420 1,5 0,5 0,5 4 3 1,5 3,5 3 3 3 23,5 53 3 10 Búlgaría 2300 1,5 2 2 4 2,5 2 3,5 1 2 2 22,5 43 -7 11 Eistland 2420 2,5 1,5 2 1,5 3 2 4 2 1 2 21,5 37 -14 Ár Íslandsmeistarar í bréfskák 1974 -1976 Jón A. Pálsson og Kristján Guðmundsson 1978 -1980 Frank Herlufsen 1979 -1981 Hannes Ólafsson 1980 -1982 Árni Stefánsson 1981 -1983 Jón A. Pálsson 1982 -1984 Haukur Kristjánsson 1983 -1985 Jón Þ. Þór 1984 -1986 Ingimar Halldórsson 1985 -1987 Jón Kristinsson 1986 -1988 Jón Kristinsson 1987 -1989 Árni Stefánsson 1988 -1990 Áskell Örn Kárason 1989 -1991 Bjarni Magnússon og Jón Kristinsson 1990 -1992 Kristján Guðmundsson 1991 -1993 Kári Sólmundarson 1993 -1995 Magnús Gunnarsson og Baldur Fjölnisson 1994 -1996 Jón Kristinsson 1997 -1999 Vigfús Óðinn Vigfússon 1998 -2000 Gísli S. Gunnlaugss. og Hörður Þ. Garðarss. 2002 -2004 Jónas Jónasson 2006 -2008 Jónas Jónasson 2010 -2012 Árni Haukdal Kristjánsson 1. júlí 2012 33

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.